Börnin vilja bæta hverfið: „Fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2022 13:30 Nemendur við Laugalækjarskóla voru ánægðir með fyrirkomulagið þegar fréttastofa náði tali af þeim í gær. Vísir Börn í Laugardalnum fengu í dag tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri um hvað megi betur fara í þeirra hverfi. Íþróttahús og bætt umhverfi voru þar ofarlega á baugi en börnin fagna því að fá loks sæti að borðinu. Samráð um gerð hverfisskipulags fyrir Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi stendur nú yfir þar sem íbúar fá að leggja sitt af mörkum til að bæta hverfið sitt. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur, segir að um sé að ræða fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum sem sagt á byrjunarreit, við erum með autt blað. Við erum að leita eftir hugmyndum frá öllum íbúum. Við höfum verið með svona verkefni í grunnskólunum, þau eru að byggja módel, og nú erum við að bjóða þeim upp á að segja sína skoðun á því hvað má betur fara í hverfunum,“ segir Ævar. Nemendur þriggja skóla í hverfinu fengu tækifæri til að koma sinni skoðun á framfæri og segir Ævar tillögur þeirra hafa verið ýmis konar. Hann bendir á að sambærilegt samráð hafi verið haft við börn í öðrum hverfum borgarinnar sem hafi reynst vel. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.Vísir/Arnar „Það er nauðsynlegt að horfa á þetta út frá sjónarhorni barna út af því að þau sjá umhverfið sitt allt öðruvísi. Á meðan fullorðnir eru uppteknir af sínum veruleika, eins og bílastæðum og umferð, þá eru krakkarnir uppteknir af þjónustu í hverfunum, leiksvæðum og grænum svæðum, göngustígum, og allt þarf þetta að fúnkera,“ segir Árni. Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF, bendir á að börn eigi rétt á því að hafa áhrif á líf sitt og því sé mikilvægt að bjóða þeim sæti að borðinu. „Það er svo margt sem þau segja sem við fullorðna fólkið höfum engar forsendur til þess að láta okkur detta í hug, frábærar hugmyndir og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar hérna hjá þeim,“ segir Hanna. „Við hjá UNICEF viljum hvetja öll sveitarfélög til þess að bjóða börnunum svona að borðinu til að geta hlustað á raddir þeirra,“ segir Hanna Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF.Vísir/Arnar Íþróttir ofarlega í huga ungmenna Það verður opið hús í Laugardalnum í dag og á morgun, frá klukkan 15 til 22, þar sem íbúar í hverfinu geta mætt og farið yfir stöðuna. Grunnskólanemendur eru búnir að leggja fram ýmsar tillögur og halda þeir áfram á morgun. Nemendur við Laugalækjarskóla sem fréttastofa ræddi við voru með nokkrar hugmyndir um hvað þau vildu sjá. „Til dæmis bara þegar það snjóar að salta stígana og moka strax,“ sagði Herdís María. „Bara til að auðvelda fyrir gangandi vegfarendum og hjólandi og alls konar,“ sagði Brynja Rán. „Við viljum fá íþróttahús hérna upp við fyrir fótboltann,“ sagði Ari Ólafsson og tóku vinir hans undir með honum. „Stóra innihöll þar sem við getum spilað fótbolta á veturna,“ sagði Jóel Fannar. Fótboltavöllur og svæði fyrir annars konar íþróttaiðkun reyndist vinsælt svar hjá nemendunum og er það í takt við kröfu margra fullorðna um nýjan þjóðarleikvang, sem þó er ekki gert ráð í nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í morgun og hefur verið gagnrýnt. Aðrir voru með hugmyndir að skyndibitastöðum í hverfinu og enn aðrir vildu ódýrari verslanir. Krakkarnir fögnuðu því að fá loks að segja sína skoðun en öll voru þau sammála um að þau fái of sjaldan tækifæri til þess. „Þetta er svona í fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið,“ sagði Brynja og bætti við að það væri mikilvægt að fá skoðanir frá börnum og unglingum. „Fá að segja hvað maður vill,“ sagði Herdís. Laugardalsvöllur Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Samráð um gerð hverfisskipulags fyrir Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi stendur nú yfir þar sem íbúar fá að leggja sitt af mörkum til að bæta hverfið sitt. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur, segir að um sé að ræða fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum sem sagt á byrjunarreit, við erum með autt blað. Við erum að leita eftir hugmyndum frá öllum íbúum. Við höfum verið með svona verkefni í grunnskólunum, þau eru að byggja módel, og nú erum við að bjóða þeim upp á að segja sína skoðun á því hvað má betur fara í hverfunum,“ segir Ævar. Nemendur þriggja skóla í hverfinu fengu tækifæri til að koma sinni skoðun á framfæri og segir Ævar tillögur þeirra hafa verið ýmis konar. Hann bendir á að sambærilegt samráð hafi verið haft við börn í öðrum hverfum borgarinnar sem hafi reynst vel. Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.Vísir/Arnar „Það er nauðsynlegt að horfa á þetta út frá sjónarhorni barna út af því að þau sjá umhverfið sitt allt öðruvísi. Á meðan fullorðnir eru uppteknir af sínum veruleika, eins og bílastæðum og umferð, þá eru krakkarnir uppteknir af þjónustu í hverfunum, leiksvæðum og grænum svæðum, göngustígum, og allt þarf þetta að fúnkera,“ segir Árni. Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF, bendir á að börn eigi rétt á því að hafa áhrif á líf sitt og því sé mikilvægt að bjóða þeim sæti að borðinu. „Það er svo margt sem þau segja sem við fullorðna fólkið höfum engar forsendur til þess að láta okkur detta í hug, frábærar hugmyndir og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar hérna hjá þeim,“ segir Hanna. „Við hjá UNICEF viljum hvetja öll sveitarfélög til þess að bjóða börnunum svona að borðinu til að geta hlustað á raddir þeirra,“ segir Hanna Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá UNICEF.Vísir/Arnar Íþróttir ofarlega í huga ungmenna Það verður opið hús í Laugardalnum í dag og á morgun, frá klukkan 15 til 22, þar sem íbúar í hverfinu geta mætt og farið yfir stöðuna. Grunnskólanemendur eru búnir að leggja fram ýmsar tillögur og halda þeir áfram á morgun. Nemendur við Laugalækjarskóla sem fréttastofa ræddi við voru með nokkrar hugmyndir um hvað þau vildu sjá. „Til dæmis bara þegar það snjóar að salta stígana og moka strax,“ sagði Herdís María. „Bara til að auðvelda fyrir gangandi vegfarendum og hjólandi og alls konar,“ sagði Brynja Rán. „Við viljum fá íþróttahús hérna upp við fyrir fótboltann,“ sagði Ari Ólafsson og tóku vinir hans undir með honum. „Stóra innihöll þar sem við getum spilað fótbolta á veturna,“ sagði Jóel Fannar. Fótboltavöllur og svæði fyrir annars konar íþróttaiðkun reyndist vinsælt svar hjá nemendunum og er það í takt við kröfu margra fullorðna um nýjan þjóðarleikvang, sem þó er ekki gert ráð í nýrri fjármálaáætlun sem kynnt var í morgun og hefur verið gagnrýnt. Aðrir voru með hugmyndir að skyndibitastöðum í hverfinu og enn aðrir vildu ódýrari verslanir. Krakkarnir fögnuðu því að fá loks að segja sína skoðun en öll voru þau sammála um að þau fái of sjaldan tækifæri til þess. „Þetta er svona í fyrsta skiptið sem að við fáum að segja eitthvað um hverfið,“ sagði Brynja og bætti við að það væri mikilvægt að fá skoðanir frá börnum og unglingum. „Fá að segja hvað maður vill,“ sagði Herdís.
Laugardalsvöllur Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira