Skóli í hverju? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 1. apríl 2022 07:30 Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Garðyrkja Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar