Ákvörðunin „stór og rétt“ Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spyr hvers vegna stjórnvöld senda ekki sendiherra Rússa úr landi. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir. Framferði Rússa í Bútsja hefur verið lýst sem hreinum og klárum stríðsglæpum og viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa. Ítalir, Danir, Svíar, Spánverjar og Slóvenar, svo einhverjar Evrópuþjóðir séu nefndar, hafa vísað tugum rússneskra sendiráðsstarfsmanna úr landi á undanförnum dögum. Talsmenn Rússa hafa sagt þær ákvarðanir allar til marks um skammsýni, enda geri þær samskiptin bara erfiðari. Utanríkisráðherra segir að Íslendingar séu, í takt við aðrar þjóðir, komnir skrefinu nær því að senda starfsmenn Rússa úr landi. Það er vitað mál að starfsmenn rússneskra stjórnvalda eru iðnir við að afla upplýsinga um Íslendinga, sem svo gagnast Rússum. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað stíga skrefið enn þá. „Það er hreyfing á þessu að ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breytast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þingmaður Viðreisnar vill að gengið sé lengra og spyr hvers vegna rússneska sendiherranum sé ekki vísað úr landi. „Já, það gæti þýtt að diplómatar Íslands í Rússlandi verði þá líka reknir heim. En forseti, það er í samhengi hlutanna þolanlegt. Ég stend ekki hér og tala fyrir því að senda starfsmenn rússneska sendiráðsins úr landi vegna þess að ég skilji ekki að það er stór ákvörðun. Ég geri það einmitt vegna þess að ég skil hversu stór sú ákvörðun er. Hún stór og hún er rétt,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Utanríkismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Framferði Rússa í Bútsja hefur verið lýst sem hreinum og klárum stríðsglæpum og viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa. Ítalir, Danir, Svíar, Spánverjar og Slóvenar, svo einhverjar Evrópuþjóðir séu nefndar, hafa vísað tugum rússneskra sendiráðsstarfsmanna úr landi á undanförnum dögum. Talsmenn Rússa hafa sagt þær ákvarðanir allar til marks um skammsýni, enda geri þær samskiptin bara erfiðari. Utanríkisráðherra segir að Íslendingar séu, í takt við aðrar þjóðir, komnir skrefinu nær því að senda starfsmenn Rússa úr landi. Það er vitað mál að starfsmenn rússneskra stjórnvalda eru iðnir við að afla upplýsinga um Íslendinga, sem svo gagnast Rússum. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað stíga skrefið enn þá. „Það er hreyfing á þessu að ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breytast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þingmaður Viðreisnar vill að gengið sé lengra og spyr hvers vegna rússneska sendiherranum sé ekki vísað úr landi. „Já, það gæti þýtt að diplómatar Íslands í Rússlandi verði þá líka reknir heim. En forseti, það er í samhengi hlutanna þolanlegt. Ég stend ekki hér og tala fyrir því að senda starfsmenn rússneska sendiráðsins úr landi vegna þess að ég skilji ekki að það er stór ákvörðun. Ég geri það einmitt vegna þess að ég skil hversu stór sú ákvörðun er. Hún stór og hún er rétt,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Utanríkismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55