Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 26-38 | Valur er deildarmeistari Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2022 20:45 Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir öruggan sigur gegn Selfyssingum. Vísir/Hulda Margrét Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Valsmenn höfðu yfirhöndina frá upphafi og sáu til þess að Selfyssingar sáu aldrei til sólar. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og náðu fljótt upp góðu forskoti. Sóknarleikur Selfyssinga var ekki upp á marga fiska og ekki bætti úr skák að gestirnir skoruðu úr nánast hverri einustu sókn. Selfyssingar tóku leikhlé eftir rúmlega tíu mínútna leik í stöðunni 4-8, og svo aftur tíu mínútum síðar þegar Valsmenn voru komnir með níu marka forskot í stöðunni 8-17. Leikur Selfyssinga batnaði örlítið eftir það, en Valsmenn voru þó alltaf sterkari og fóru með ellefu marka forskot inn í hálfleikinn, staðan 13-24. Síðari hálfleikur var svo í rauninni bara formsatriði fyrir gestina í Val. Valsmenn náðu mest 14 marka forskoti í stöðunni 16-30 og í rauninni ekki mikið hægt að segja um það sem gerðist. Leikur Selfyssinga batnaði lítillega þegar líða fór á leikinn, en liðið var aldrei nálægt því að ógna forskoti Valsmanna. Gestirnir tryggðu sér að lokum tólf marka sigur, 26-38, og gátu því leyft sér að fagna deildarmeistaratitlinum þegar flautað var til leiksloka. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru einfaldlega miklu betri í kvöld. Það er í raun ekki hægt að orða það öðruvísi. Gestirnir mættu tilbúnir til leiks og það var augljóst frá byrjun að aðeins annað liðið hafði að einhverju að keppa. Hverjir stóðu upp úr? Valsliðið í heild átti frábæran leik. Markaskorun skiptist nokkuð jafnt á milli leikmanna og alls voru þrír leikmenn sem skoruðu fimm mörk og tveir sem skoruðu fjögur. Snorri hrærði vel í liðinu og hvorki fleiri né færri en ellefu leikmenn Vals komust á blað. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk afar illa að halda í við hátt tempó Valsmanna. Selfyssingar spiluðu oft á tíðum langar og hálf vandræðalegar sóknir og þá var slæmur varnarleikur í bland við litla sem enga markvörslu ekki að hjálpa þeim. Hvað gerist næst? Nú tekur landsleikjahlé við en að því loknu hefst úrslitakeppnin í allri sinni dýrð. Valsmenn mæta Fram í átta liða úrslitum og Selfyssingar kljást við FH-inga. Halldór: Gerði mér alveg grein fyrir því að við gætum lent í því að fá rassskellingu í dag Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Svona í fljótu bragði er kannski lítið hægt að segja. Munurinn á liðunum í dag var að annað liðið var að berjast um þennan deildarmeistaratitil og hitt liðið hafði ekki að neinu að keppa,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga eftir leik. „Okkur vantaði líka marga lykilmenn í liðið og auðvitað vorum við að hvíla menn og slíkt. En við vorum bara mjög daprir, ég verð bara að segja alveg eins og er. Vorum hrikalega lélegir í fyrri hálfleik, en öllu skárri í þeim síðari. En sú orka sem við vonuðumst til að fara með inn í leikinn var ekki til staðar og sá andi og annað sem til þarf var bara ekki til staðar.“ „Valsliðið var frábært og þeir eru búnir að vera besta liðið í vetur og eiga skilið að vinna þennan deildarmeistaratitil. Ég óska þeim bara til hamingju með hann.“ Eins og áður hefur verið komið inn á þá gerðu flestir ráð fyrir því fyrir leik að liðið sem hafði að einhverju að keppa myndi að öllum líkindum mæta tilbúnara til leiks. Halldór var sammála því að það sé eitt að tapa og annað að fá svona rassskellingu á heimavelli, en gat þó fundið jákvæðar hliðar á leiknum. „Ég gerði mér svo sem alveg grein fyrir því að við gætum lent í því að fá rassskellingu í dag. Þó svo að leikurinn hefði verið jafn þá hefðum við ekki pínt þá leikmenn sem voru heilir til að spila 60 mínútur og það hefðu alltaf verið töluverðar sveiflur í okkar leik.“ „En fyrri hálfleikurinn og aðallega eftir kannski fyrstu sex til sjö mínúturnar þá vorum við helvíti slakir og rosalega bitlausir varnarlega. Við fengum heldur enga markvörslu í dag, enda var vörnin ekki góð og ég gat ekki öfundað markverðina okkar neitt svakalega að standa á bakvið þetta.“ „En það fengu allir að spila og ég er gríðarlega ánægður með ungu strákana sem komu hérna inn. Þeir voru frábærir og nýttu tækifærin sín afar vel sem er frábært. Maður fann það aðeins á þessum eldri að það vantaði aðeins ákveðnina. Það vill enginn meiðast í þessum leik upp á ekki neitt rétt fyrir úrslitakeppnina.“ Selfyssingar mæta FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Halldór var þjálfari FH-inga og þekkir félagið vel, en hann segir að það sé í raun sama hvaða liði Selfyssingar myndu mæta í átta liða úrslitum því allt væru þetta sterkir andstæðingar. „Menn auðvitað vilja ekki sjá þetta koma fyrir aftur. Að einhver sé að fagna í andlitið á okkur í okkar húsi. Auðvitað bíður okkar núna erfitt verkefni, hvort sem það hefði verið FH eða ÍBV þá hefði það verið ærið verkefni.“ „Þetta er frábært FH lið sem er mjög rútínerað og strákarnir búnir að vera saman í mörg ár. Þeir hafa sína styrkleyka en hafa líka sína veikleika eins og öll lið. Við náum núna mönnum til baka og nýtum vikuna vel. Framundan er landsliðsverkefni og kannski hægt að gefa mönnum smá frí þannig að þeir fái aðeins að anda og vera með fjölskyldum sínum. Svo heldur þetta bara áfram og við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir átta liða úrslitin,“ sagði Halldór að lokum. Magnús Óli: Þetta er alltaf jafn gaman Magnús Óli Magnússon (t.h.) var eðlilega í skýjunum þegar deildarmeistaratitillinn var í höfn.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður bara fáránlega vel. Við gerðum þetta eins og menn í dag og þetta var einhvernveginn aldei í hættu,“ sagði Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við bara spiluðum drullu vel. Það voru allir á sömu blaðsíðu og eins og ég segi þetta var aldrei í hættu bara eftir fyrstu tíu eða eitthvað.“ Magnús segir að þrátt fyrir að ekkert hafi verið undir hjá Selfyssingum hafi hann ekki búist við svona lítilli mótstöðu frá heimamönnum. „Þetta var fínasta Selfosslið. Auðvitað vantaði Einar Sverris, Atla Ævar og Vilius, en þeir hittu kannski bara á vondan dag og við góðan. Þetta er bara svona og við bara gerðum okkar. Við vorum allir á sömu blaðsíðu bæði varnarlega og sóknarlega. Þegar við náum þessum takti þá er mjög erfitt að stoppa okkur.“ Eins og margoft hefur komið fram er úrslitakeppnin handan við hornið og Magnús segist hafa góða tilfinningu fyrir henni. „Hún leggst bara mjög vel í mig. Við unnum seinustu fjóra og erum að stimpla okkur vel inn í þetta. Við erum að ná góðum takti og þurfum bara að halfa áfram að byggja ofan á það. Nú þarf bara að hvíla sig vel, æfa og vera klár fyrir átta liða úrslitin.“ Að lokum var Magnús Óli sammála þjálfara liðsins að Valsarar væru langt frá því að vera saddir, enda sé alltaf jafn gaman að vinna titla. „Þetta er alltaf jafn gaman. Það er alltaf að bætast einn og einn titill við og vonandi heldur það bara áfram. Það gerir það ef við einbeitum okkur allir að sama markmiði. Það verða allir að vera klárir og á sömu blaðsíðu og þá getum við allt.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Valur
Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Valsmenn höfðu yfirhöndina frá upphafi og sáu til þess að Selfyssingar sáu aldrei til sólar. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og náðu fljótt upp góðu forskoti. Sóknarleikur Selfyssinga var ekki upp á marga fiska og ekki bætti úr skák að gestirnir skoruðu úr nánast hverri einustu sókn. Selfyssingar tóku leikhlé eftir rúmlega tíu mínútna leik í stöðunni 4-8, og svo aftur tíu mínútum síðar þegar Valsmenn voru komnir með níu marka forskot í stöðunni 8-17. Leikur Selfyssinga batnaði örlítið eftir það, en Valsmenn voru þó alltaf sterkari og fóru með ellefu marka forskot inn í hálfleikinn, staðan 13-24. Síðari hálfleikur var svo í rauninni bara formsatriði fyrir gestina í Val. Valsmenn náðu mest 14 marka forskoti í stöðunni 16-30 og í rauninni ekki mikið hægt að segja um það sem gerðist. Leikur Selfyssinga batnaði lítillega þegar líða fór á leikinn, en liðið var aldrei nálægt því að ógna forskoti Valsmanna. Gestirnir tryggðu sér að lokum tólf marka sigur, 26-38, og gátu því leyft sér að fagna deildarmeistaratitlinum þegar flautað var til leiksloka. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru einfaldlega miklu betri í kvöld. Það er í raun ekki hægt að orða það öðruvísi. Gestirnir mættu tilbúnir til leiks og það var augljóst frá byrjun að aðeins annað liðið hafði að einhverju að keppa. Hverjir stóðu upp úr? Valsliðið í heild átti frábæran leik. Markaskorun skiptist nokkuð jafnt á milli leikmanna og alls voru þrír leikmenn sem skoruðu fimm mörk og tveir sem skoruðu fjögur. Snorri hrærði vel í liðinu og hvorki fleiri né færri en ellefu leikmenn Vals komust á blað. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk afar illa að halda í við hátt tempó Valsmanna. Selfyssingar spiluðu oft á tíðum langar og hálf vandræðalegar sóknir og þá var slæmur varnarleikur í bland við litla sem enga markvörslu ekki að hjálpa þeim. Hvað gerist næst? Nú tekur landsleikjahlé við en að því loknu hefst úrslitakeppnin í allri sinni dýrð. Valsmenn mæta Fram í átta liða úrslitum og Selfyssingar kljást við FH-inga. Halldór: Gerði mér alveg grein fyrir því að við gætum lent í því að fá rassskellingu í dag Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Svona í fljótu bragði er kannski lítið hægt að segja. Munurinn á liðunum í dag var að annað liðið var að berjast um þennan deildarmeistaratitil og hitt liðið hafði ekki að neinu að keppa,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga eftir leik. „Okkur vantaði líka marga lykilmenn í liðið og auðvitað vorum við að hvíla menn og slíkt. En við vorum bara mjög daprir, ég verð bara að segja alveg eins og er. Vorum hrikalega lélegir í fyrri hálfleik, en öllu skárri í þeim síðari. En sú orka sem við vonuðumst til að fara með inn í leikinn var ekki til staðar og sá andi og annað sem til þarf var bara ekki til staðar.“ „Valsliðið var frábært og þeir eru búnir að vera besta liðið í vetur og eiga skilið að vinna þennan deildarmeistaratitil. Ég óska þeim bara til hamingju með hann.“ Eins og áður hefur verið komið inn á þá gerðu flestir ráð fyrir því fyrir leik að liðið sem hafði að einhverju að keppa myndi að öllum líkindum mæta tilbúnara til leiks. Halldór var sammála því að það sé eitt að tapa og annað að fá svona rassskellingu á heimavelli, en gat þó fundið jákvæðar hliðar á leiknum. „Ég gerði mér svo sem alveg grein fyrir því að við gætum lent í því að fá rassskellingu í dag. Þó svo að leikurinn hefði verið jafn þá hefðum við ekki pínt þá leikmenn sem voru heilir til að spila 60 mínútur og það hefðu alltaf verið töluverðar sveiflur í okkar leik.“ „En fyrri hálfleikurinn og aðallega eftir kannski fyrstu sex til sjö mínúturnar þá vorum við helvíti slakir og rosalega bitlausir varnarlega. Við fengum heldur enga markvörslu í dag, enda var vörnin ekki góð og ég gat ekki öfundað markverðina okkar neitt svakalega að standa á bakvið þetta.“ „En það fengu allir að spila og ég er gríðarlega ánægður með ungu strákana sem komu hérna inn. Þeir voru frábærir og nýttu tækifærin sín afar vel sem er frábært. Maður fann það aðeins á þessum eldri að það vantaði aðeins ákveðnina. Það vill enginn meiðast í þessum leik upp á ekki neitt rétt fyrir úrslitakeppnina.“ Selfyssingar mæta FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Halldór var þjálfari FH-inga og þekkir félagið vel, en hann segir að það sé í raun sama hvaða liði Selfyssingar myndu mæta í átta liða úrslitum því allt væru þetta sterkir andstæðingar. „Menn auðvitað vilja ekki sjá þetta koma fyrir aftur. Að einhver sé að fagna í andlitið á okkur í okkar húsi. Auðvitað bíður okkar núna erfitt verkefni, hvort sem það hefði verið FH eða ÍBV þá hefði það verið ærið verkefni.“ „Þetta er frábært FH lið sem er mjög rútínerað og strákarnir búnir að vera saman í mörg ár. Þeir hafa sína styrkleyka en hafa líka sína veikleika eins og öll lið. Við náum núna mönnum til baka og nýtum vikuna vel. Framundan er landsliðsverkefni og kannski hægt að gefa mönnum smá frí þannig að þeir fái aðeins að anda og vera með fjölskyldum sínum. Svo heldur þetta bara áfram og við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir átta liða úrslitin,“ sagði Halldór að lokum. Magnús Óli: Þetta er alltaf jafn gaman Magnús Óli Magnússon (t.h.) var eðlilega í skýjunum þegar deildarmeistaratitillinn var í höfn.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður bara fáránlega vel. Við gerðum þetta eins og menn í dag og þetta var einhvernveginn aldei í hættu,“ sagði Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við bara spiluðum drullu vel. Það voru allir á sömu blaðsíðu og eins og ég segi þetta var aldrei í hættu bara eftir fyrstu tíu eða eitthvað.“ Magnús segir að þrátt fyrir að ekkert hafi verið undir hjá Selfyssingum hafi hann ekki búist við svona lítilli mótstöðu frá heimamönnum. „Þetta var fínasta Selfosslið. Auðvitað vantaði Einar Sverris, Atla Ævar og Vilius, en þeir hittu kannski bara á vondan dag og við góðan. Þetta er bara svona og við bara gerðum okkar. Við vorum allir á sömu blaðsíðu bæði varnarlega og sóknarlega. Þegar við náum þessum takti þá er mjög erfitt að stoppa okkur.“ Eins og margoft hefur komið fram er úrslitakeppnin handan við hornið og Magnús segist hafa góða tilfinningu fyrir henni. „Hún leggst bara mjög vel í mig. Við unnum seinustu fjóra og erum að stimpla okkur vel inn í þetta. Við erum að ná góðum takti og þurfum bara að halfa áfram að byggja ofan á það. Nú þarf bara að hvíla sig vel, æfa og vera klár fyrir átta liða úrslitin.“ Að lokum var Magnús Óli sammála þjálfara liðsins að Valsarar væru langt frá því að vera saddir, enda sé alltaf jafn gaman að vinna titla. „Þetta er alltaf jafn gaman. Það er alltaf að bætast einn og einn titill við og vonandi heldur það bara áfram. Það gerir það ef við einbeitum okkur allir að sama markmiði. Það verða allir að vera klárir og á sömu blaðsíðu og þá getum við allt.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti