Útúrsnúningar pírata afþakkaðir Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. apríl 2022 08:01 Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Ég ætla því einungis að endurtaka það sem ég sagði og vísa jafnframt til orða Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í sömu veru. Vilhjálmur bendir á að það séu „gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar [sem] standi undir rekstri hvers þjóðríkis.“ Undirstaða lífskjara er framleiðsla vöru og þjónustu. Ekki síst til útflutnings í okkar opna útflutningsdrifna hagkerfi. Þau verðmæti eru grunnurinn að því að við njótum heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Að benda á hið sjálfsagða um undirstöðu lífskjara okkar jafngildir því ekki að smætta t.d. heilbrigðisþjónustuna okkar. Enda sagði ég ekkert í þá veru. Það sama má segja um skrif Vilhjálms, en ég hef að vísu ekki rekist á greinaskrif Hauks um hann. Ef til vill vekur hann ekki sama áhuga hjá honum og undirrituð. Það er síðan hægt að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því. Eftir að hafa yfirlætislega kallað framlag mitt „einfeldnislegt“ titlar Haukur sig mann sem „spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun“ svo orðalag hans sé rétt eftir haft. Ég tel að Haukur hafi alveg skilið hvað ég var að segja, að hann þekki vel þessi grunnatriði hagfræðinnar, og sé viljandi að snúa út úr skrifum mínum. Og þó ég taki áhuga hans á mér og mínum skrifum fagnandi, frábið ég mér útúrsnúninga af því tagi sem hann ber endurtekið á borð um afstöðu mína í ýmsum málum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. 7. apríl 2022 07:00 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum. Ég ætla því einungis að endurtaka það sem ég sagði og vísa jafnframt til orða Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins, í sömu veru. Vilhjálmur bendir á að það séu „gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar [sem] standi undir rekstri hvers þjóðríkis.“ Undirstaða lífskjara er framleiðsla vöru og þjónustu. Ekki síst til útflutnings í okkar opna útflutningsdrifna hagkerfi. Þau verðmæti eru grunnurinn að því að við njótum heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Að benda á hið sjálfsagða um undirstöðu lífskjara okkar jafngildir því ekki að smætta t.d. heilbrigðisþjónustuna okkar. Enda sagði ég ekkert í þá veru. Það sama má segja um skrif Vilhjálms, en ég hef að vísu ekki rekist á greinaskrif Hauks um hann. Ef til vill vekur hann ekki sama áhuga hjá honum og undirrituð. Það er síðan hægt að velta fyrir sér ástæðunni fyrir því. Eftir að hafa yfirlætislega kallað framlag mitt „einfeldnislegt“ titlar Haukur sig mann sem „spáir annað slagið í sköttum og virðissköpun“ svo orðalag hans sé rétt eftir haft. Ég tel að Haukur hafi alveg skilið hvað ég var að segja, að hann þekki vel þessi grunnatriði hagfræðinnar, og sé viljandi að snúa út úr skrifum mínum. Og þó ég taki áhuga hans á mér og mínum skrifum fagnandi, frábið ég mér útúrsnúninga af því tagi sem hann ber endurtekið á borð um afstöðu mína í ýmsum málum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði. 7. apríl 2022 07:00
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun