Ók á móti umferð frá Garðabæ að Kópavogi og olli slysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. apríl 2022 07:31 Þrír einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um ökumann sem ók á röngum vegarhelmingi og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ölvaðan ferðamann sem var til ama á veitingastað, eld í undirgöngum við íbúðarhúsnæði í miðbænum og slys við veitingahús. Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi var tilkynnt um bíl á Hafnarfjarðarvegi sem var ekið á móti umferð en ökumaður bílsins hafði ekið frá Garðabæ að Kópavogi, þar sem hann hann stöðvaði eftir að hann olli umferðarslysi. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort einhver hafi slasast en ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu að lokinni sýnatöku fyrir rannsókn málsins. Ölvaðir einstaklingar í miðbænum handteknir Á öðrum tímanum í nótt þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af erlendum ferðamanni í miðbænum en hann var ölvaður og hafði verið til ama inni á veitingastað. Þá hafði hann „kastað af sér þvagi utandyra,“ eins og það er orðað í dagbók lögreglu. Maðurinn reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum þegar þeir höfðu afskipti af honum en hann var að lokum handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann hefur verið kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Um hálftíma síðar var síðan ofurölvi kona handtekin í miðbænum en hún var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Slys við veitingahús og eldur í undirgöngum Á svipuðum tíma var tilkynnt um slys við veitingahús í miðbænum en maður hafði þar dottið á bakið í tröppum og slasast þegar höfuð hans skall í gangstéttina. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hversu alvarlega maðurinn slasaðist. Þá var tilkynnt um eld utandyra við íbúðarhúsnæði í miðbænum þar sem búið var að kveikja í rusli í undirgöngum og sagður mikill svartur reykur. Að því er kemur fram í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafði verið kveikt í dýnu við Grettisgötu. Slökkvistarf gekk vel en sótskemmdir eru sagðar vera á veggjum. Lögreglumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi var tilkynnt um bíl á Hafnarfjarðarvegi sem var ekið á móti umferð en ökumaður bílsins hafði ekið frá Garðabæ að Kópavogi, þar sem hann hann stöðvaði eftir að hann olli umferðarslysi. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort einhver hafi slasast en ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu að lokinni sýnatöku fyrir rannsókn málsins. Ölvaðir einstaklingar í miðbænum handteknir Á öðrum tímanum í nótt þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af erlendum ferðamanni í miðbænum en hann var ölvaður og hafði verið til ama inni á veitingastað. Þá hafði hann „kastað af sér þvagi utandyra,“ eins og það er orðað í dagbók lögreglu. Maðurinn reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum þegar þeir höfðu afskipti af honum en hann var að lokum handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann hefur verið kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Um hálftíma síðar var síðan ofurölvi kona handtekin í miðbænum en hún var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Slys við veitingahús og eldur í undirgöngum Á svipuðum tíma var tilkynnt um slys við veitingahús í miðbænum en maður hafði þar dottið á bakið í tröppum og slasast þegar höfuð hans skall í gangstéttina. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hversu alvarlega maðurinn slasaðist. Þá var tilkynnt um eld utandyra við íbúðarhúsnæði í miðbænum þar sem búið var að kveikja í rusli í undirgöngum og sagður mikill svartur reykur. Að því er kemur fram í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafði verið kveikt í dýnu við Grettisgötu. Slökkvistarf gekk vel en sótskemmdir eru sagðar vera á veggjum.
Lögreglumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira