Tilkynning barst um brunann um klukkan 17 og var mannskapur frá tveimur slökkviliðsstöðvum sendur á staðinn.
Uppfært klukkan 19.49: Búið er að slökkva í sinunni og tókst það nokkuð hratt og örugglega. Vel gekk að hefta útbreiðslu eldsins sem náði ekki að dreifa sér um stórt svæði, að sögn varðstjóra.
