Hvar er stuðningurinn? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 13. apríl 2022 09:00 Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi. Þar fengum við að heyra mikla sorgarsögu skólans frá árinu 2004 þegar ákvörðun var tekin um að setja hann undir Landbúnaðarháskóla Íslands, en skólinn hafði starfað sjálfstætt frá stofnun 1939. Síðan þá hefur skólinn verið meira og minna gjörsveltur. Ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til að laga húsakost sem er í algjörri niðurníðslu og mikill mannauður horfið frá, meðal annars vegna stefnu rektors LbhÍ og starfshátta. Í samþykkt félagsfundar Sambands garðyrkjubænda 23. október 2019 var samþykkt bókun sem segir meðal annars: „Garðyrkjunámið hefur frá sameiningu liðið fyrir þær tilraunir LbhÍ að leggja skólahald að Reykjum niður og dreifa því á ýmsar deildir innan skólans.“ Garðyrkjuskólinn á Reykjum sameinist Fjölbrautaskóla Suðurlands Í lok árs 2020 tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvörðun um að sameina Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi. Starfsfólk skólans sem við ræddum við segir að það ríki gríðarleg óvissa með framtíð skólans og þar skipta nokkur atriði sérstöku máli. Með því að færa námið undir FSu þá gilda lög um framhaldsskóla sem segja að m.a. að þau sem hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla og hafa þann rétt til 18 ára aldurs. Nemendur sem sækja um garðyrkjunám eru eldri nemendur og nú er meðalaldur nemenda um 40 ár og því ættu þeir samkvæmt lögum að mæta afgangi þegar umsækjendur um nám í FSu fá úthlutað skólavist. Mikil óvissa ríkir um það hvort Garðyrkjuskólinn fái áfram að vera á Reykjum eða hvort gerð verði sú krafa að verklega námið flytjist líka í húsnæði FSu. En eins og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri og starfsmaður á Reykjum segir í grein í Bændablaðinu þá er nauðsynlegt að garðyrkju- og umhverfisnám sé fóstrað í góðri starfsaðstöðu og hefur sú aðstaða byggst upp á Reykjum undanfarna áratugi, meðal annars með stuðningi atvinnulífs garðyrkjunnar. Á Reykjum er jafnframt eina sérhæfða aðstaðan sem til er í landinu fyrir þessar greinar. Í þriðja lagi er mikil óvissa um það hvaða eignum LbhÍ fær að halda eftir en Landbúnaðarháskólinn gerir kröfur um að fá að halda ákveðnum byggingum á Reykjum. Það eru þær byggingar sem eru síst í niðurníðslu. Afgangurinn samanstendur af gömlum byggingum sem eru í hræðilegu ásigkomulagi. Hvar er stuðningurinn? Sveitarfélagið Ölfus rekur skóla sína af miklum metnaði. Í Þorlákshöfn eru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, leikskólinn Bergheimar sem reyndar er nú rekinn af Hjallastefnunni og svo á sveitarfélagið einnig hlut í leikskólum og grunnskóla í Hveragerði. En afhverju hefur Garðyrkjuskólinn á Reykjum, sem er eini skólinn á framhaldsstigi í Ölfusi ekki fengið stuðning frá sveitarfélaginu sem hann réttilega tilheyrir. Samkvæmt starfsfólki sem við ræddum við hefur Hveragerðisbær staðið þétt við bakið á þeim en það sé ekki hægt að segja það sama um Sveitarfélagið Ölfus. Við ættum að berjast með kjafti og klóm fyrir framtíð þessa einstaka skóla, sem er ekki aðeins einstakur á landsvísu heldur á heimsvísu. Því þarna er jarðhiti notaður til ræktunar, umhverfið er einstök blanda af náttúrulegu umhverfi, hverum og ýmis konar ræktun síðan árið 1939. Við á Íbúalistanum viljum leggja grunn að fjölbreyttara atvinnulífi í Sveitarfélaginu Ölfusi og vitum sem víst að Garðyrkjuskólinn á Reykjum býr yfir einstökum mannauði sem þarf að halda í og rækta. Áskorun til Ásmundar Einars og Sigurðar Inga Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um að Garðyrkjuskólinn á Reykjum verði gerður að sjálfseignarstofnun og ráðherra falið að gera þjónustusamning við hann. Á bakvið þingsályktunartillöguna standa allir ráðherrar á Suðurlandi fyrir utan ráðherra Framsóknarflokksins. Við sem myndum Íbúalistann, nýjan óháðan lista sem býður fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum, skorum á Sigurð Inga og aðra sunnlenska þingmenn að styðja við Garðyrkjuskólann á Reykjum með ráðum og dáð og einnig viljum við skora á Ásmund Einar, ráðherra menntamála, að gera slíkt hið sama. Með aukinni og þungri áherslu á sjálfbærni, græna framtíð og matvælaöryggi landsins ætti Garðyrkjuskólinn á Reykjum að vera eitt af flaggskipum Íslendinga í menntamálum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: ,,Menntun og mannauður er grundvöllur langtímahagvaxtar og velsældar til framtíðar. Við viljum skapa íslensku menntakerfi svigrúm til að bregðast við þeim breytingum og áskorunum sem fram undan eru.” Þar segir ennfremur: „Ísland á að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu en til þess þarf að sigrast á stórum áskorunum.“ Sýnið það í verki og standið vörð um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ölfus Framhaldsskólar Háskólar Garðyrkja Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi. Þar fengum við að heyra mikla sorgarsögu skólans frá árinu 2004 þegar ákvörðun var tekin um að setja hann undir Landbúnaðarháskóla Íslands, en skólinn hafði starfað sjálfstætt frá stofnun 1939. Síðan þá hefur skólinn verið meira og minna gjörsveltur. Ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til að laga húsakost sem er í algjörri niðurníðslu og mikill mannauður horfið frá, meðal annars vegna stefnu rektors LbhÍ og starfshátta. Í samþykkt félagsfundar Sambands garðyrkjubænda 23. október 2019 var samþykkt bókun sem segir meðal annars: „Garðyrkjunámið hefur frá sameiningu liðið fyrir þær tilraunir LbhÍ að leggja skólahald að Reykjum niður og dreifa því á ýmsar deildir innan skólans.“ Garðyrkjuskólinn á Reykjum sameinist Fjölbrautaskóla Suðurlands Í lok árs 2020 tók Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvörðun um að sameina Garðyrkjuskólann Fjölbrautarskólanum á Selfossi. Starfsfólk skólans sem við ræddum við segir að það ríki gríðarleg óvissa með framtíð skólans og þar skipta nokkur atriði sérstöku máli. Með því að færa námið undir FSu þá gilda lög um framhaldsskóla sem segja að m.a. að þau sem hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla og hafa þann rétt til 18 ára aldurs. Nemendur sem sækja um garðyrkjunám eru eldri nemendur og nú er meðalaldur nemenda um 40 ár og því ættu þeir samkvæmt lögum að mæta afgangi þegar umsækjendur um nám í FSu fá úthlutað skólavist. Mikil óvissa ríkir um það hvort Garðyrkjuskólinn fái áfram að vera á Reykjum eða hvort gerð verði sú krafa að verklega námið flytjist líka í húsnæði FSu. En eins og Guðríður Helgadóttir starfsmenntanámsstjóri og starfsmaður á Reykjum segir í grein í Bændablaðinu þá er nauðsynlegt að garðyrkju- og umhverfisnám sé fóstrað í góðri starfsaðstöðu og hefur sú aðstaða byggst upp á Reykjum undanfarna áratugi, meðal annars með stuðningi atvinnulífs garðyrkjunnar. Á Reykjum er jafnframt eina sérhæfða aðstaðan sem til er í landinu fyrir þessar greinar. Í þriðja lagi er mikil óvissa um það hvaða eignum LbhÍ fær að halda eftir en Landbúnaðarháskólinn gerir kröfur um að fá að halda ákveðnum byggingum á Reykjum. Það eru þær byggingar sem eru síst í niðurníðslu. Afgangurinn samanstendur af gömlum byggingum sem eru í hræðilegu ásigkomulagi. Hvar er stuðningurinn? Sveitarfélagið Ölfus rekur skóla sína af miklum metnaði. Í Þorlákshöfn eru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, leikskólinn Bergheimar sem reyndar er nú rekinn af Hjallastefnunni og svo á sveitarfélagið einnig hlut í leikskólum og grunnskóla í Hveragerði. En afhverju hefur Garðyrkjuskólinn á Reykjum, sem er eini skólinn á framhaldsstigi í Ölfusi ekki fengið stuðning frá sveitarfélaginu sem hann réttilega tilheyrir. Samkvæmt starfsfólki sem við ræddum við hefur Hveragerðisbær staðið þétt við bakið á þeim en það sé ekki hægt að segja það sama um Sveitarfélagið Ölfus. Við ættum að berjast með kjafti og klóm fyrir framtíð þessa einstaka skóla, sem er ekki aðeins einstakur á landsvísu heldur á heimsvísu. Því þarna er jarðhiti notaður til ræktunar, umhverfið er einstök blanda af náttúrulegu umhverfi, hverum og ýmis konar ræktun síðan árið 1939. Við á Íbúalistanum viljum leggja grunn að fjölbreyttara atvinnulífi í Sveitarfélaginu Ölfusi og vitum sem víst að Garðyrkjuskólinn á Reykjum býr yfir einstökum mannauði sem þarf að halda í og rækta. Áskorun til Ásmundar Einars og Sigurðar Inga Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um að Garðyrkjuskólinn á Reykjum verði gerður að sjálfseignarstofnun og ráðherra falið að gera þjónustusamning við hann. Á bakvið þingsályktunartillöguna standa allir ráðherrar á Suðurlandi fyrir utan ráðherra Framsóknarflokksins. Við sem myndum Íbúalistann, nýjan óháðan lista sem býður fram krafta sína í komandi sveitarstjórnarkosningum, skorum á Sigurð Inga og aðra sunnlenska þingmenn að styðja við Garðyrkjuskólann á Reykjum með ráðum og dáð og einnig viljum við skora á Ásmund Einar, ráðherra menntamála, að gera slíkt hið sama. Með aukinni og þungri áherslu á sjálfbærni, græna framtíð og matvælaöryggi landsins ætti Garðyrkjuskólinn á Reykjum að vera eitt af flaggskipum Íslendinga í menntamálum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: ,,Menntun og mannauður er grundvöllur langtímahagvaxtar og velsældar til framtíðar. Við viljum skapa íslensku menntakerfi svigrúm til að bregðast við þeim breytingum og áskorunum sem fram undan eru.” Þar segir ennfremur: „Ísland á að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu en til þess þarf að sigrast á stórum áskorunum.“ Sýnið það í verki og standið vörð um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun