Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. apríl 2022 14:01 Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of seint við sér gagnvart yfirgangi rússneskra stjórnvalda. Ég gerði þetta sama að umtalsefni í grein á Vísir.is í marz. Tilefnið var yfirlýsingar harðra Evrópusambandsinna um að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja öryggi okkar gagnvart Rússlandi. Benti ég á að þær yfirlýsingar kæmu til að mynda afskaplega illa heim og saman við þá staðreynd að sambandið sjálft væri ljóslega berskjaldað gagnvart rússneskum stjórnvöldum þegar kæmi að orkuöryggi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðu sinni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum að minnsta kosti undanfarin tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fjármunir streyma frá ESB til Rússlands Fjörutíu prósent af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um fjórðungur olíunnar. Gríðarlegir fjármunir hafa streymt árum saman frá ríkjum sambandsins í rússneska ríkissjóðinn og gera enn. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva alfarið orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli Evrópusambandsins, en sambandið dregur hins vegar enn lappirnar. Fyrst í stað tilkynnti Evrópusambandið að stefnt væri að því að sambandið yrði orðið óháð orku frá Rússlandi fyrir árið 2030 en í kjölfar harðrar gagnrýni var tilkynnt að draga ætti úr því hversu háð ríki þess væru rússnesku gasi og olíu um 2/3 fyrir áramót. Sérfræðingar telja þó í bezta falli óljóst hvort það markmið sé raunhæft. Sjálfur sagði Borrell að það yrði mjög erfitt og myndi kalla á miklar fórnir af hálfu íbúa sambandsins. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið þannig ekki einvörðugu sofið á verðinum gagnvart rússneskum stjórnvöldum undanfarna áratugi í því gríðarlega mikilvæga öryggismáli sem orkumál eru í dag heldur sífellt orðið berskjaldaðra í þeim efnum og fyrst og fremst vegna eigin framgöngu. Þannig hefur einfaldlega verið um hreint sjálfskaparvíti að ræða sem og vítavert dómgreindarleysi ráðamanna sambandsins. Hafa ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Talað hefur einkum verið um að Evrópusambandið gæti veitt Íslandi einhvers konar vernd á sviði viðskiptamála án þess að skilgreint hafi verið nánar í hverju hún ætti nákvæmlega að felast. Hins vegar liggur á sama tíma fyrir að Evrópusambandið sjálft og ríki þess hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að viðskiptum við Rússland og telft með því orkuöryggi þess í algera tvísýnu. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni á opinberum vettvangi. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Fyrst og fremst vegna framgöngu forystumanna sambandsins og ríkja þess. Fyrir utan annað verður það fyrir vikið að teljast nokkuð sérstakt sjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að rétt væri að treysta þessum sömu aðilum fyrir öryggishagsmunum Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of seint við sér gagnvart yfirgangi rússneskra stjórnvalda. Ég gerði þetta sama að umtalsefni í grein á Vísir.is í marz. Tilefnið var yfirlýsingar harðra Evrópusambandsinna um að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja öryggi okkar gagnvart Rússlandi. Benti ég á að þær yfirlýsingar kæmu til að mynda afskaplega illa heim og saman við þá staðreynd að sambandið sjálft væri ljóslega berskjaldað gagnvart rússneskum stjórnvöldum þegar kæmi að orkuöryggi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðu sinni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum að minnsta kosti undanfarin tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fjármunir streyma frá ESB til Rússlands Fjörutíu prósent af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um fjórðungur olíunnar. Gríðarlegir fjármunir hafa streymt árum saman frá ríkjum sambandsins í rússneska ríkissjóðinn og gera enn. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva alfarið orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli Evrópusambandsins, en sambandið dregur hins vegar enn lappirnar. Fyrst í stað tilkynnti Evrópusambandið að stefnt væri að því að sambandið yrði orðið óháð orku frá Rússlandi fyrir árið 2030 en í kjölfar harðrar gagnrýni var tilkynnt að draga ætti úr því hversu háð ríki þess væru rússnesku gasi og olíu um 2/3 fyrir áramót. Sérfræðingar telja þó í bezta falli óljóst hvort það markmið sé raunhæft. Sjálfur sagði Borrell að það yrði mjög erfitt og myndi kalla á miklar fórnir af hálfu íbúa sambandsins. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið þannig ekki einvörðugu sofið á verðinum gagnvart rússneskum stjórnvöldum undanfarna áratugi í því gríðarlega mikilvæga öryggismáli sem orkumál eru í dag heldur sífellt orðið berskjaldaðra í þeim efnum og fyrst og fremst vegna eigin framgöngu. Þannig hefur einfaldlega verið um hreint sjálfskaparvíti að ræða sem og vítavert dómgreindarleysi ráðamanna sambandsins. Hafa ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Talað hefur einkum verið um að Evrópusambandið gæti veitt Íslandi einhvers konar vernd á sviði viðskiptamála án þess að skilgreint hafi verið nánar í hverju hún ætti nákvæmlega að felast. Hins vegar liggur á sama tíma fyrir að Evrópusambandið sjálft og ríki þess hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að viðskiptum við Rússland og telft með því orkuöryggi þess í algera tvísýnu. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni á opinberum vettvangi. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Fyrst og fremst vegna framgöngu forystumanna sambandsins og ríkja þess. Fyrir utan annað verður það fyrir vikið að teljast nokkuð sérstakt sjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að rétt væri að treysta þessum sömu aðilum fyrir öryggishagsmunum Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun