Íslandsmetin falla í Hveragerði Aldís Hafsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2022 11:00 Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hveragerði Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar