Íslandsmetin falla í Hveragerði Aldís Hafsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2022 11:00 Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hveragerði Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar