Átta íslenskar myndir á Cannes á síðustu tólf árum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2022 14:15 Volaða land eftir Hlyn Pálmason verður á Cannes í ár. Myndin ber heitið Godland á ensku. Volaða land Kvikmyndin volaða land, eftir Hlyn Pálmason, keppir á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Um er að ræða 15. íslensku myndina sem keppir á hátíðinni í 75 ára sögu hennar. Sú fyrsta var sýnd á hátíðinni árið 1984. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Á vef Klapptrés er farið yfir sögu íslenskra kvikmynda á hátíðinni, sem er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi. Fyrsta íslenska myndin sem tók þátt var Atómstöðin, eftir Þorstein Jónsson, en það var árið 1984. Líkt og áður sagði hafa 15 íslenskar myndir keppt á hátíðinni, en síðustu átta þeirra hafa keppt á síðustu 12 árum. Íslenskar myndir virðast því vera orðnar reglulegir keppendur á hátíðinni. „Slík regluleg þátttaka skiptir verulegu máli hvað varðar prófíl íslenskra kvikmynda og meðvitund hins alþjóðlega kvikmyndaheims gagnvart íslenskri kvikmyndagerð, en að sjálfsögðu eru margir fleiri þættir sem spila inní. Samhliða þessu hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað mikið á alþjóðlegum hátíðum um allan heim, bæði stórum og smáum. Á sama tíma hefur framleiðsla íslenskra kvikmynda aukist, alþjóðlegt samstarf eflst, heimsóknum erlendra tökuliða til Íslands fjölgað gríðarlega sem og framleiðsla þáttaraða í alþjóðlegu samstarfi,“ segir á vef Klapptrés. Hátíðin í ár fer fram dagana 17. til 28. maí, í Cannes í Frakklandi. Hér að neðan má sjá lista yfir allar kvikmyndir íslenskra leikstjóra sem sýndar hafa verið á hátíðinni frá upphafi og verið hluti af opinberu vali hátíðarinnar. Með listanum sjást nafn leikstjóra og sá dagskrárflokkur sem myndirnar hafa verið sýndar í: 1984: Atómstöðin / Þorsteinn Jónsson (Director’s Fortnight) 1992: Ingaló / Ásdís Thoroddsen (Critics’ Week)1993: Sódóma Reykjavík / Óskar Jónasson (Un Certain Regard)2003: Stormviðri / Sólveig Anspach (Un Certain Regard)2005: Voksne mennesker / Dagur Kári (Un Certain Regard)2008: Smáfuglar / Rúnar Rúnarsson (Stuttmyndaflokkur)2009: Anna / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight, stuttmynd)2011: Eldfjall / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight)2013: Hvalfjörður / Guðmundur Arnar Guðmundsson (Stuttmyndaflokkur)2015: Hrútar / Grímur Hákonarson (Un Certain Regard)2016: Sundáhrifin / Sólveig Anspach (Director’s Fortnight)2018: Kona fer í stríð / Benedikt Erlingsson (Critics’ Week)2019: Hvítur, hvítur dagur / Hlynur Pálmason (Critics’ Week)2021: Dýrið / Valdimar Jóhannsson (Un Certain Regard)2022: Volaða land / Hlynur Pálmason (Un Certain Regard) Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Á vef Klapptrés er farið yfir sögu íslenskra kvikmynda á hátíðinni, sem er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi. Fyrsta íslenska myndin sem tók þátt var Atómstöðin, eftir Þorstein Jónsson, en það var árið 1984. Líkt og áður sagði hafa 15 íslenskar myndir keppt á hátíðinni, en síðustu átta þeirra hafa keppt á síðustu 12 árum. Íslenskar myndir virðast því vera orðnar reglulegir keppendur á hátíðinni. „Slík regluleg þátttaka skiptir verulegu máli hvað varðar prófíl íslenskra kvikmynda og meðvitund hins alþjóðlega kvikmyndaheims gagnvart íslenskri kvikmyndagerð, en að sjálfsögðu eru margir fleiri þættir sem spila inní. Samhliða þessu hefur íslenskum kvikmyndum fjölgað mikið á alþjóðlegum hátíðum um allan heim, bæði stórum og smáum. Á sama tíma hefur framleiðsla íslenskra kvikmynda aukist, alþjóðlegt samstarf eflst, heimsóknum erlendra tökuliða til Íslands fjölgað gríðarlega sem og framleiðsla þáttaraða í alþjóðlegu samstarfi,“ segir á vef Klapptrés. Hátíðin í ár fer fram dagana 17. til 28. maí, í Cannes í Frakklandi. Hér að neðan má sjá lista yfir allar kvikmyndir íslenskra leikstjóra sem sýndar hafa verið á hátíðinni frá upphafi og verið hluti af opinberu vali hátíðarinnar. Með listanum sjást nafn leikstjóra og sá dagskrárflokkur sem myndirnar hafa verið sýndar í: 1984: Atómstöðin / Þorsteinn Jónsson (Director’s Fortnight) 1992: Ingaló / Ásdís Thoroddsen (Critics’ Week)1993: Sódóma Reykjavík / Óskar Jónasson (Un Certain Regard)2003: Stormviðri / Sólveig Anspach (Un Certain Regard)2005: Voksne mennesker / Dagur Kári (Un Certain Regard)2008: Smáfuglar / Rúnar Rúnarsson (Stuttmyndaflokkur)2009: Anna / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight, stuttmynd)2011: Eldfjall / Rúnar Rúnarsson (Director’s Fortnight)2013: Hvalfjörður / Guðmundur Arnar Guðmundsson (Stuttmyndaflokkur)2015: Hrútar / Grímur Hákonarson (Un Certain Regard)2016: Sundáhrifin / Sólveig Anspach (Director’s Fortnight)2018: Kona fer í stríð / Benedikt Erlingsson (Critics’ Week)2019: Hvítur, hvítur dagur / Hlynur Pálmason (Critics’ Week)2021: Dýrið / Valdimar Jóhannsson (Un Certain Regard)2022: Volaða land / Hlynur Pálmason (Un Certain Regard)
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira