Er þingmennska ævistarf? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. apríl 2022 08:01 Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði. Í ljósi nýjasta útspils formanna ríkisstjórnarflokkanna, þar sem þeir ætla að fórna undirmönnum og reyna sitja sjálfir sem fastast, þá þykir mér fullt tilefni til að rýna aðeins í starfsaldur sitjandi þingmanna. *Útreikningur byggir á upplýsingum um þingsetu af heimasíðu Alþingis, sirkað er að heilu ári í útreikningum (T.d. Starfsaldur frá kosningum 2021 talinn sem eitt ár). Taflan að ofan tekur saman upplýsingar um meðalstarfsaldur þingmanna sem og fjölda þingmanna eftir því á þingi númer hvað þeir eru (m.v. að „venjulegt“ þing sé fjögur ár). Við sjáum að fjörtíu og fimm þingmenn eru á sínu fyrsta eða öðru þingi, sem rýmar ágætlega við að meðalstarfsaldur á þingi er sex ár. Hinsvegar er tæplega fimmtungur þingmanna, tólf þingmenn, á sínu fjórða eða fimmta þingi og fjögur þeirra verða komin vel yfir tuttugu ár hvert ef þetta þing stendur yfir í fjögur ár! Í fljóti bragði mætti hugsa að það sé talsverð nýliðun á þinginu, stór hluti þingmanna sem kemur og er eitt eða tvö kjörtímabil og snýr sér síðan annað. Hinsvegar virðist svo vera annar hópur sem gerir þingmennsku að sínu ævistarfi. Er ásættanlegt að þingmennska sé ævistarf? Þingmenn eru allir lýðræðislega kjörnir og því má vel færa rök fyrir því að þetta sé það fólk sem þjóðin vill helst hafa á þingi. Það er þó undir þingflokkunum sjálfum komið hvernig þeir stilla upp sínum listum, sem kann að vera öllu minna lýðræðislegt ferli. Á kjörstað geta kjósendur flokks svo strikað út frambjóðendur á listanum ef þeim líst illa á þá, en það kerfi er þó þannig uppbyggt að það hefur nánast engin áhrif heilt á litið. Í kerfi sem þessu, þar sem kjósendum kann að þykja að þeir eigi samleið með einum eða fáum flokkum, geta þeir endað með að sitja fastir með vel tengda flokksmenn ofarlega á lista jafnvel áratugum saman. Í fjölda landa þykir ekki gott að þjóðhöfðingar sitji of lengi og því er sett hámark á fjölda kjörtímabila sem þeir mega sitja. Það er gjarnan gert til þess að viðkomandi geti ekki sölsað til sín of miklum völdum og orðið óbeinir einræðisherrar. Sumstaðar gildir slíkt hið sama um þingmenn, til að mynda tók Mexíkó upp tveggja kjörtímabila hámark (12 ár samtals) fyrir öldungardeildar þingmenn árið 2018, en samskonar úrræði hafa verið notuð á ýmsum stöðum allt aftur til forn Grikkja. Sömu rök eiga þar við og fyrir þjóðhöfðingjana, að ákveðnir aðilar geti ekki setið langtímum saman í valdamiklum embættum og komið sér og sínum í sífellt meiri völd og mikilvægari stöður. En það þarf ekki að hugsa slíkar takmarkanir út frá valdabrölti. Velta má fyrir sér hvort það sé sama gagn fyrir þjóðina af atvinnupólitíkusum og hún hefur af nýliðum. Fyrir mitt leiti tel ég að eldmóður flestra sem koma á þing dugi ekki áratugum saman, og jafnvel ef hann gerir það þá tel ég að þeir hafi flestir komið sínum hugmyndum á framfæri á fyrsta áratug þingmennskunnar. Svo ekki sé minnst á þá áhættu að þingmenn séu sífellt að vinna að endurkjöri fyrir næsta kjörtímabil, að spila leikinn rétt, í stað þess að taka slaginn núna. Heilt á litið hugsa ég að hættan á óæskilegu valdabrölti, fallandi notagildi og langsetu atvinnuþingmanna í óþökk kjósenda sé of mikil. Að sú hætta trompi allt tal um að gagn þingmanna aukist því betur sem þeir kunna á kerfið og starfið, eða að þeir séu eilífðar uppsprettur gagnlegra hugmynd og laga. Svo hvernig væri að velta fyrir okkur af alvöru möguleikanum á hámarkstíma á þingi? Mætti t.d. segja þrjú kjörtímabil, fjögur ár hvert. Eða kannski almennt tólf ára hámark og að ekki megi bjóða sig fram eftir setu í meira en tíu ár*, kjörtímabil eiga jú til að vera mislöng á Íslandi. Höfundur hefur áhyggjur af skaðsemi atvinnuþingmanna. * Toppurinn væri þá 9 ár + 4 ár = 13 ár, ef kjörtímabilin raðast þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Alþingi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði. Í ljósi nýjasta útspils formanna ríkisstjórnarflokkanna, þar sem þeir ætla að fórna undirmönnum og reyna sitja sjálfir sem fastast, þá þykir mér fullt tilefni til að rýna aðeins í starfsaldur sitjandi þingmanna. *Útreikningur byggir á upplýsingum um þingsetu af heimasíðu Alþingis, sirkað er að heilu ári í útreikningum (T.d. Starfsaldur frá kosningum 2021 talinn sem eitt ár). Taflan að ofan tekur saman upplýsingar um meðalstarfsaldur þingmanna sem og fjölda þingmanna eftir því á þingi númer hvað þeir eru (m.v. að „venjulegt“ þing sé fjögur ár). Við sjáum að fjörtíu og fimm þingmenn eru á sínu fyrsta eða öðru þingi, sem rýmar ágætlega við að meðalstarfsaldur á þingi er sex ár. Hinsvegar er tæplega fimmtungur þingmanna, tólf þingmenn, á sínu fjórða eða fimmta þingi og fjögur þeirra verða komin vel yfir tuttugu ár hvert ef þetta þing stendur yfir í fjögur ár! Í fljóti bragði mætti hugsa að það sé talsverð nýliðun á þinginu, stór hluti þingmanna sem kemur og er eitt eða tvö kjörtímabil og snýr sér síðan annað. Hinsvegar virðist svo vera annar hópur sem gerir þingmennsku að sínu ævistarfi. Er ásættanlegt að þingmennska sé ævistarf? Þingmenn eru allir lýðræðislega kjörnir og því má vel færa rök fyrir því að þetta sé það fólk sem þjóðin vill helst hafa á þingi. Það er þó undir þingflokkunum sjálfum komið hvernig þeir stilla upp sínum listum, sem kann að vera öllu minna lýðræðislegt ferli. Á kjörstað geta kjósendur flokks svo strikað út frambjóðendur á listanum ef þeim líst illa á þá, en það kerfi er þó þannig uppbyggt að það hefur nánast engin áhrif heilt á litið. Í kerfi sem þessu, þar sem kjósendum kann að þykja að þeir eigi samleið með einum eða fáum flokkum, geta þeir endað með að sitja fastir með vel tengda flokksmenn ofarlega á lista jafnvel áratugum saman. Í fjölda landa þykir ekki gott að þjóðhöfðingar sitji of lengi og því er sett hámark á fjölda kjörtímabila sem þeir mega sitja. Það er gjarnan gert til þess að viðkomandi geti ekki sölsað til sín of miklum völdum og orðið óbeinir einræðisherrar. Sumstaðar gildir slíkt hið sama um þingmenn, til að mynda tók Mexíkó upp tveggja kjörtímabila hámark (12 ár samtals) fyrir öldungardeildar þingmenn árið 2018, en samskonar úrræði hafa verið notuð á ýmsum stöðum allt aftur til forn Grikkja. Sömu rök eiga þar við og fyrir þjóðhöfðingjana, að ákveðnir aðilar geti ekki setið langtímum saman í valdamiklum embættum og komið sér og sínum í sífellt meiri völd og mikilvægari stöður. En það þarf ekki að hugsa slíkar takmarkanir út frá valdabrölti. Velta má fyrir sér hvort það sé sama gagn fyrir þjóðina af atvinnupólitíkusum og hún hefur af nýliðum. Fyrir mitt leiti tel ég að eldmóður flestra sem koma á þing dugi ekki áratugum saman, og jafnvel ef hann gerir það þá tel ég að þeir hafi flestir komið sínum hugmyndum á framfæri á fyrsta áratug þingmennskunnar. Svo ekki sé minnst á þá áhættu að þingmenn séu sífellt að vinna að endurkjöri fyrir næsta kjörtímabil, að spila leikinn rétt, í stað þess að taka slaginn núna. Heilt á litið hugsa ég að hættan á óæskilegu valdabrölti, fallandi notagildi og langsetu atvinnuþingmanna í óþökk kjósenda sé of mikil. Að sú hætta trompi allt tal um að gagn þingmanna aukist því betur sem þeir kunna á kerfið og starfið, eða að þeir séu eilífðar uppsprettur gagnlegra hugmynd og laga. Svo hvernig væri að velta fyrir okkur af alvöru möguleikanum á hámarkstíma á þingi? Mætti t.d. segja þrjú kjörtímabil, fjögur ár hvert. Eða kannski almennt tólf ára hámark og að ekki megi bjóða sig fram eftir setu í meira en tíu ár*, kjörtímabil eiga jú til að vera mislöng á Íslandi. Höfundur hefur áhyggjur af skaðsemi atvinnuþingmanna. * Toppurinn væri þá 9 ár + 4 ár = 13 ár, ef kjörtímabilin raðast þannig.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar