Páll skorar á strokufangann að gefa sig fram Jakob Bjarnar skrifar 20. apríl 2022 16:24 Páll segir að mikilvægt sé fyrir Gabríel að hann gefi sig fram, þannig megi forða frekari skaða og vinna með honum að farsælli afplánun. vísir/vilhelm/LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og sálfræðingar stofnunar hafa þungar áhyggjur af því hverjar afleiðingar stroks ungs fanga geti orðið og biðla til hans að gefa sig fram. „Ef þessi ákvörðun var tekin í bráðræði hefur hann enn möguleika á að takmarka afleiðingarnar. Um er að ræða ungan mann sem á eins og aðrir möguleika á að bæta sig og standa sig vel í afplánun sem getur aukið líkur á betri afkomu hans að lokinni afplánun,“ segir Páll í samtali við Vísi. Eins og þegar hefur komið fram hefur lögreglan auglýst eftir fanga sem stakk af frá lögreglu fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Hann heitir Gabríel Douane Boama og er fæddur 2002. Páll segir það afar mikilvægt að benda á neikvæðar afleiðingar fyrir fangann í tengslum við framgang afplánunar. „Strok úr afplánun er meðal alvarlegustu agabrota, það getur haft veruleg áhrif á afplánunartíma þannig að í stað þess að hljóta reynslulausn að afplánuðum hluta tímans með vistun í opnum fangelsum og áfangaheimilum á tímabilinu gæti hann þurft að afplána allan tímann í lokuðu fangelsi. Það er því mikilvægt fyrir hann að takamarka afleiðingar með því að gefa sig sem fyrst fram þannig að unnt verði að aðstoða hann og vinna með honum að farsælli afplánun.“ Páll segir að hjá Fangelsismálastofnun starfi hæfir sérfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hafa sérfræðiþekkingu á sviðinu. Hann vonar að Gabríel komi í leitirnar áður en verra hlýst af; ekki síst hans sjálfs vegna. Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Ef þessi ákvörðun var tekin í bráðræði hefur hann enn möguleika á að takmarka afleiðingarnar. Um er að ræða ungan mann sem á eins og aðrir möguleika á að bæta sig og standa sig vel í afplánun sem getur aukið líkur á betri afkomu hans að lokinni afplánun,“ segir Páll í samtali við Vísi. Eins og þegar hefur komið fram hefur lögreglan auglýst eftir fanga sem stakk af frá lögreglu fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Hann heitir Gabríel Douane Boama og er fæddur 2002. Páll segir það afar mikilvægt að benda á neikvæðar afleiðingar fyrir fangann í tengslum við framgang afplánunar. „Strok úr afplánun er meðal alvarlegustu agabrota, það getur haft veruleg áhrif á afplánunartíma þannig að í stað þess að hljóta reynslulausn að afplánuðum hluta tímans með vistun í opnum fangelsum og áfangaheimilum á tímabilinu gæti hann þurft að afplána allan tímann í lokuðu fangelsi. Það er því mikilvægt fyrir hann að takamarka afleiðingar með því að gefa sig sem fyrst fram þannig að unnt verði að aðstoða hann og vinna með honum að farsælli afplánun.“ Páll segir að hjá Fangelsismálastofnun starfi hæfir sérfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hafa sérfræðiþekkingu á sviðinu. Hann vonar að Gabríel komi í leitirnar áður en verra hlýst af; ekki síst hans sjálfs vegna.
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13
Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14
Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58