Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – ÍBV 22-25 | Eyjamenn örugglega í undanúrslit Dagur Lárusson skrifar 24. apríl 2022 18:36 Undanúrslitin bíða. Vísir/Hulda Margrét ÍBV komst áfram í einvígi sínu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í dag og sendi um leið Stjörnuna í sumarfrí. Leikurinn var jafn nánast frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Vestamannaeyjum sem byrjuðu leikinn þó mun betur. Þegar liðnar voru um níu mínútur af leiknum var staðan orðin 1-4 og Stjarnan í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, ákvað þá að taka leikhlé til þess að finna einhverja lausn. Eftir það leikhlé náðu Stjörnumenn strax að skora tvö mörk en fengu alltaf mark frá ÍBV á sig á sama tíma. Það var því ekki nema um sex fimm mínútum seinna þar sem Patrekur ákvað að taka annað leikhlé við mikinn fögnuð stuðningsmanna ÍBV. Það var hins vegar eftir það leikhlé þar sem Stjörnumenn tóku loks við sér og leikurinn varð mjög jafn. ÍBV hélt eins marks forystu næstu tíu mínúturnar en þá tóku Stjörnumenn loksins forystuna og fóru með hana í hálfleikinn. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleikinn en bæði lið börðust eins og grenjandi ljóns og því mikið um átök. Liðin skiptust á að vera með forystuna en þegar um tíu mínútur voru eftir var Stjarnan með forystuna, 19-18. Það var hins vegar eftir þann kafla þar sem allt virtist ganga á afturfótunum hjá Stjörnunni. Leikmenn liðsins fóru að gera mikið af klaufamistökum og á sama tíma gekk ÍBV á lagið, náði forystunni og vann að lokum þriggja marka sigur, 22-25. Af hverju vann ÍBV? Leikurinn var virkilega jafn og það voru alltaf lítil atvik sem voru að fara skera úr um þennan leik og það varð raunin. Undir lokin voru það klaufamistök sem urðu Stjörnunni að falli og ÍBV nýtti sér það. Hverjar stóðu upp úr? Arnór Viðarsson var hiklaust maður leiksins, skoraði sjö mörk og var allt í öllu í varnarleik ÍBV. Starri Friðriksson var markahæstur hjá Stjörnunni með fimm mörk og skoraði oftast úr heldur erfiðum færum. Hvað fór illa? Klaufamistökin hjá Stjörnunni undir lokin, það var það sem varð þeim að falli í leiknum. Hvað gerist næst? Stjarnan er komin í sumarfrí en ÍBV leikur næst í undanúrslitunum þegar úrslitin úr hinum einvígunum eru klár. Erlingur Richardson: Virkilega erfitt fram á síðustu mínútu ,,Ég er sérstaklega ánægður með varnarleikinn í þessum leik, þeir skora ekki nema 22 mörk og það er virkilega gott,” byrjaður Erlingur Richardson, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. ,,Á sama tíma erum við kannski ekki að skora eins mikið en þetta var mikill baráttu leikur og mikið tekist á. Þetta var virkilega erfitt fram á síðustu mínútu,” hélt Erlingur áfram. Báðir þjálfarar liðanna voru sammála um það að það hafi verið mikið um hasar í leiknum. Erlingur var ekki viss um það hvort að þannig leikir henti hans liði betur heldur en öðrum liðum. ,,Ég er í rauninni veit það ekki, kannski bæði og. Við erum auðvitað með mikið af ungum strákum líka sem hafa kannski ekki verið mikið í svona leikjum. Til dæmis Arnór, hann var frábær í dag.” Stuðningur ÍBV í stúkunni var rosalegur í dag og þakkaði Erlingur Eyjamönnum fyrir. ,,Ég vil bara þakka Eyjamönnum fyrir, þetta er magnaður stuðningur og auðvitað eitthvað sem við erum mjög þakklátir fyrir,” endaði Erlingur á að segja. Patrekur Jóhannesson: Það vantaði gæði undir lokin ,,Ég er virkilega svekktur með þessar síðustu fimm mínútur í leiknum, þær mínútur voru alveg úr takti við restina af leiknum hjá okkur,” byrjaði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. ,,Í byrjun lendum við 6-3 undir en komust síðan inn í leikinn og náum forystunni. Í seinni komast þeir í 13-16, við komum aftur til baka og náum forystunni en síðan gerist þetta. Þegar fimm mínútur voru vantaði einfaldlega bara gæði, það er ekki hægt að vera með einhverjar afsakanir, við áttum bara að sigla þessu heim,” hélt Patrekur áfram. Patrekur talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að sínir menn myndu vera harðari af sér í þessum leik og vill hann meina að þeir hafi verið það. ,,Já þeir voru frábærir hvað það varðar og það er það sem gerir þetta svo svekkjandi, það var alveg klárt í mínum huga að við vorum að fara aftur til Vestmannaeyja miðað við baráttuna sem við sýndum. En því miður klikkar eitthvað.” Tímabilið því búið hjá Stjörnunni og sagði Patrekur að hann sé ágætlega sáttur við tímabilið. ,,Þetta var ágætt tímabil bara í rauninni, margt hefði mátt fara betur en núna strax á næstu dögum ætla ég að skoða þetta og halda síðan áfram,” endaði Patrekur á að segja eftir leik. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla ÍBV Stjarnan
ÍBV komst áfram í einvígi sínu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í dag og sendi um leið Stjörnuna í sumarfrí. Leikurinn var jafn nánast frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Vestamannaeyjum sem byrjuðu leikinn þó mun betur. Þegar liðnar voru um níu mínútur af leiknum var staðan orðin 1-4 og Stjarnan í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, ákvað þá að taka leikhlé til þess að finna einhverja lausn. Eftir það leikhlé náðu Stjörnumenn strax að skora tvö mörk en fengu alltaf mark frá ÍBV á sig á sama tíma. Það var því ekki nema um sex fimm mínútum seinna þar sem Patrekur ákvað að taka annað leikhlé við mikinn fögnuð stuðningsmanna ÍBV. Það var hins vegar eftir það leikhlé þar sem Stjörnumenn tóku loks við sér og leikurinn varð mjög jafn. ÍBV hélt eins marks forystu næstu tíu mínúturnar en þá tóku Stjörnumenn loksins forystuna og fóru með hana í hálfleikinn. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleikinn en bæði lið börðust eins og grenjandi ljóns og því mikið um átök. Liðin skiptust á að vera með forystuna en þegar um tíu mínútur voru eftir var Stjarnan með forystuna, 19-18. Það var hins vegar eftir þann kafla þar sem allt virtist ganga á afturfótunum hjá Stjörnunni. Leikmenn liðsins fóru að gera mikið af klaufamistökum og á sama tíma gekk ÍBV á lagið, náði forystunni og vann að lokum þriggja marka sigur, 22-25. Af hverju vann ÍBV? Leikurinn var virkilega jafn og það voru alltaf lítil atvik sem voru að fara skera úr um þennan leik og það varð raunin. Undir lokin voru það klaufamistök sem urðu Stjörnunni að falli og ÍBV nýtti sér það. Hverjar stóðu upp úr? Arnór Viðarsson var hiklaust maður leiksins, skoraði sjö mörk og var allt í öllu í varnarleik ÍBV. Starri Friðriksson var markahæstur hjá Stjörnunni með fimm mörk og skoraði oftast úr heldur erfiðum færum. Hvað fór illa? Klaufamistökin hjá Stjörnunni undir lokin, það var það sem varð þeim að falli í leiknum. Hvað gerist næst? Stjarnan er komin í sumarfrí en ÍBV leikur næst í undanúrslitunum þegar úrslitin úr hinum einvígunum eru klár. Erlingur Richardson: Virkilega erfitt fram á síðustu mínútu ,,Ég er sérstaklega ánægður með varnarleikinn í þessum leik, þeir skora ekki nema 22 mörk og það er virkilega gott,” byrjaður Erlingur Richardson, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. ,,Á sama tíma erum við kannski ekki að skora eins mikið en þetta var mikill baráttu leikur og mikið tekist á. Þetta var virkilega erfitt fram á síðustu mínútu,” hélt Erlingur áfram. Báðir þjálfarar liðanna voru sammála um það að það hafi verið mikið um hasar í leiknum. Erlingur var ekki viss um það hvort að þannig leikir henti hans liði betur heldur en öðrum liðum. ,,Ég er í rauninni veit það ekki, kannski bæði og. Við erum auðvitað með mikið af ungum strákum líka sem hafa kannski ekki verið mikið í svona leikjum. Til dæmis Arnór, hann var frábær í dag.” Stuðningur ÍBV í stúkunni var rosalegur í dag og þakkaði Erlingur Eyjamönnum fyrir. ,,Ég vil bara þakka Eyjamönnum fyrir, þetta er magnaður stuðningur og auðvitað eitthvað sem við erum mjög þakklátir fyrir,” endaði Erlingur á að segja. Patrekur Jóhannesson: Það vantaði gæði undir lokin ,,Ég er virkilega svekktur með þessar síðustu fimm mínútur í leiknum, þær mínútur voru alveg úr takti við restina af leiknum hjá okkur,” byrjaði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. ,,Í byrjun lendum við 6-3 undir en komust síðan inn í leikinn og náum forystunni. Í seinni komast þeir í 13-16, við komum aftur til baka og náum forystunni en síðan gerist þetta. Þegar fimm mínútur voru vantaði einfaldlega bara gæði, það er ekki hægt að vera með einhverjar afsakanir, við áttum bara að sigla þessu heim,” hélt Patrekur áfram. Patrekur talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að sínir menn myndu vera harðari af sér í þessum leik og vill hann meina að þeir hafi verið það. ,,Já þeir voru frábærir hvað það varðar og það er það sem gerir þetta svo svekkjandi, það var alveg klárt í mínum huga að við vorum að fara aftur til Vestmannaeyja miðað við baráttuna sem við sýndum. En því miður klikkar eitthvað.” Tímabilið því búið hjá Stjörnunni og sagði Patrekur að hann sé ágætlega sáttur við tímabilið. ,,Þetta var ágætt tímabil bara í rauninni, margt hefði mátt fara betur en núna strax á næstu dögum ætla ég að skoða þetta og halda síðan áfram,” endaði Patrekur á að segja eftir leik. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti