Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 19:22 Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“ Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira