Valkvæður skortur á þekkingu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. apríl 2022 07:30 Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni. Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn. Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum. En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni. Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn. Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum. En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar