Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir skrifa 27. apríl 2022 13:30 Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Styttuna gerði Ásmundur fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og byggði á sögunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra. Afsteypa þessi stóð frá árinu 2000 til 2022 við Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar á Snæfellsnesi. Þar var styttan sett upp í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna svokölluðu: komu norrænna manna til heimsálfunnar sem nú heitir Ameríka. Við, listamennirnir að baki hinu nýja verki, viljum koma þrennu á framfæri: Verkið Farangursheimild er ekki árás á persónur. Við höfum ekki játað þjófnað. Við skorum á lögregluna að skila verkinu okkar óbreyttu á sinn stað, fyrir framan Marshallhúsið. 1. Í verkinu Farangursheimild felast átök um tákn í almannarými og átök um óuppgerðan menningararf. Verkið er ekki árás á persónur. Ekki á Guðríði og Snorra, ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð - og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýningunni og í tilefni landafundaafmælisins. Sagan um viðburðaríka ævi Guðríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í miljónatali af annarri bylgju landtökumanna. Íslenskir þjóðhöfðingjar hafa vígt afsteypur verksins og fært erlendum valdhöfum að gjöf. Í þeim athöfnum birtist vilji til að auka hróður landsins með því að tengja það með einfeldningslegum hætti hinni flóknu og sáru sögu blóðugrar tilurðar þeirrar „Ameríku“ sem titill verksins vísar til. Marshallhúsið hentaði vel sem bakgrunnur verksins Farangursheimild vegna tengingar þess við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Húsið var byggt fyrir fé úr Marshallaðstoðinni, aðstoð Bandaríkjanna við endur- og innviðabyggingu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, sem Íslendingar nutu góðs af sökum hernaðarlegs mikilvægis í kalda stríðinu. Verk okkar var sett upp í tilefni listrannsóknarverkefnisins og samsýningarinnar Ónæm sem nú stendur í Nýlistasafninu. Við upplýstum hvorki stjórn safnsins né aðra rekstraraðila Marshallhússins um að afsteypan af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku væri hluti af verkinu. Það var fagleg ákvörðun okkar því verkið krafðist þess að við nýttum okkur listrænt frelsi til hins ýtrasta. 2. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að við höfum játað þjófnað á verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Það höfum við ekki gert. 3. Föstudaginn 22. apríl sl. fjarlægði aðili á vegum lögreglunnar verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum af sýningarstað sínum. Hvorki okkur né Nýlistasafninu var tilkynnt um aðgerðina. Okkur hefur verði tilkynnt að næsta skref lögreglunnar sé að aðskilja verkin tvö. Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menningararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verkinu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið. Höfundar eru listamenn og höfundar verksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Myndlist Söfn Reykjavík Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Styttuna gerði Ásmundur fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og byggði á sögunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra. Afsteypa þessi stóð frá árinu 2000 til 2022 við Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar á Snæfellsnesi. Þar var styttan sett upp í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna svokölluðu: komu norrænna manna til heimsálfunnar sem nú heitir Ameríka. Við, listamennirnir að baki hinu nýja verki, viljum koma þrennu á framfæri: Verkið Farangursheimild er ekki árás á persónur. Við höfum ekki játað þjófnað. Við skorum á lögregluna að skila verkinu okkar óbreyttu á sinn stað, fyrir framan Marshallhúsið. 1. Í verkinu Farangursheimild felast átök um tákn í almannarými og átök um óuppgerðan menningararf. Verkið er ekki árás á persónur. Ekki á Guðríði og Snorra, ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð - og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýningunni og í tilefni landafundaafmælisins. Sagan um viðburðaríka ævi Guðríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í miljónatali af annarri bylgju landtökumanna. Íslenskir þjóðhöfðingjar hafa vígt afsteypur verksins og fært erlendum valdhöfum að gjöf. Í þeim athöfnum birtist vilji til að auka hróður landsins með því að tengja það með einfeldningslegum hætti hinni flóknu og sáru sögu blóðugrar tilurðar þeirrar „Ameríku“ sem titill verksins vísar til. Marshallhúsið hentaði vel sem bakgrunnur verksins Farangursheimild vegna tengingar þess við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Húsið var byggt fyrir fé úr Marshallaðstoðinni, aðstoð Bandaríkjanna við endur- og innviðabyggingu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, sem Íslendingar nutu góðs af sökum hernaðarlegs mikilvægis í kalda stríðinu. Verk okkar var sett upp í tilefni listrannsóknarverkefnisins og samsýningarinnar Ónæm sem nú stendur í Nýlistasafninu. Við upplýstum hvorki stjórn safnsins né aðra rekstraraðila Marshallhússins um að afsteypan af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku væri hluti af verkinu. Það var fagleg ákvörðun okkar því verkið krafðist þess að við nýttum okkur listrænt frelsi til hins ýtrasta. 2. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að við höfum játað þjófnað á verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Það höfum við ekki gert. 3. Föstudaginn 22. apríl sl. fjarlægði aðili á vegum lögreglunnar verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum af sýningarstað sínum. Hvorki okkur né Nýlistasafninu var tilkynnt um aðgerðina. Okkur hefur verði tilkynnt að næsta skref lögreglunnar sé að aðskilja verkin tvö. Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menningararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verkinu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið. Höfundar eru listamenn og höfundar verksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun