Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Snorri Másson skrifar 28. apríl 2022 11:24 Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau. Vísir Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. Sá sem ræðir við Tómas í skilaboðunum birti mynd af þeim á Facebook fyrr í mánuðinum og þar fylgdi spurning um það hvort manni sem sendi skilaboð af þessum toga væri sæmandi að vera þingmaður. Mynd af skilaboðunum hefur síðan verið í dreifingu. Í skilaboðunum frá Tómasi, sem er þar að sögn nýlentur í Bangkok, segir: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Tómas segir í samtali við fréttastofu: „Auðvitað hefði ég kosið að þetta væri ekki í dreifingu, ég get ekki sagt annað.“ Umrædd samskipti voru birt á Facebook fyrr í mánuðinum og hafa síðan gengið manna á milli. Ekki vísað til greiðslu Tómas, sem var kjörinn á Alþingi fyrir Flokk fólksins síðasta haust en var þar á undan þjóðþekktur sem stofnandi Hamborgarabúllunnar og fleiri veitingastaða, segir í samtali við fréttastofu að atvikin sem um ræði hafi átt sér stað löngu áður en hann varð kjörinn fulltrúi. Tómas bendir á að ekki sé vísað til greiðslu fyrir kynlíf í skilaboðunum sem um ræðir. „Ég hitti konu sem er yngri en ég, er það þá fréttaefni?“ spyr Tómas í samtali við fréttastofu. Tómas varð 73 ára á dögunum. Þú skilur að þetta hljómar ekki vel? „Nei, það gerir það ekki í ákveðnu samhengi en ógiftur og ólofaður maður sem hittir einhverjar konur, er hann sekur?“ Hefurðu einhvern tímann greitt fyrir kynlíf? „Fyrir utan það að ég hef verið giftur fjórum sinnum og þær hafa allar fengið húsið? Hef ég boðið einhverri manneskju út að borða og það hefur endað með kynlífi? Ég veit ekki hvar mörkin eru. Ég er ekki melludólg... eða ég veit ekki hvað þetta heitir.“ Aftur, hefurðu greitt fyrir kynlíf? Ég held að þetta sé einföld spurning. „Eins og ég sagði við þig, ég hef boðið konu út að borða og það hefur endað með kynlífi. Ef það er að borga fyrir kynlíf, þá, ja, hvað á ég að segja við þig? Er það að borga fyrir kynlíf?“ Bendir á Berlín Þekkt er að fólk ferðist frá löndum þar sem vændi er ólöglegt til landa þar sem það er löglegt. Í Taílandi er vændi strangt til tekið ólöglegt, en það er þó stundað fyrir opnum tjöldum. Tómas komst á þing í kosningunum í haust sem níundi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir Flokk fólksins.Flokkur fólksins „Svo er eitt sem ég skil ekki alveg. Nú hef ég verið með veitingastað í Berlín í ansi mörg ár og þar hef ég verið með annan fótinn. Mér er sagt að það séu einhverjir staðir í Berlín, sem ég hef aldrei séð, þar sem þú getur bara farið og fengið þér kynlíf fyrir pening. Í Þýskalandi er þetta löglegt. Þannig að gefum okkur að ef einhverjir Íslendingar fari þarna og fái sér kynlíf og borgi fyrir það, af því að það er löglegt, er það þá frétt? Ég hef aldrei komið inn á neina slíka staði en ég veit að þetta er í gangi og að þetta er löglegt þar.“ Varaði við birtingunni Eftir að fréttastofa upplýsti Tómas um að fréttin væri í vinnslu tjáði hann sig stuttlega um málið á Twitter. Þar birti hann skilaboðin sjálfur og ávarpaði „Twitter-vini“ sína: „Kæru twitter vinir þetta skjáskot er að fara að birtast i fjölmiðlum vil taka fram að ég var ólofaður og ógiftur þegar þetta átti sér stað en svona er lifið engin veit sína æfi fyrr en öll er.“ Í framhaldinu birti Tómas sjálfsmynd af sér með skilaboðunum: „As every sinner haas a future, every saint has a past“ sem mætti þýða: „Á sama hátt og syndugir eiga framtíð þá eiga dýrlingar sér líka fortíð“. Ekki hefur náðst í Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, vegna málsins. Tómas eyddi færslunum af Twitter um klukkustund eftir birtingu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:25. Alþingi Vændi Taíland Flokkur fólksins Íslendingar erlendis Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Sá sem ræðir við Tómas í skilaboðunum birti mynd af þeim á Facebook fyrr í mánuðinum og þar fylgdi spurning um það hvort manni sem sendi skilaboð af þessum toga væri sæmandi að vera þingmaður. Mynd af skilaboðunum hefur síðan verið í dreifingu. Í skilaboðunum frá Tómasi, sem er þar að sögn nýlentur í Bangkok, segir: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Tómas segir í samtali við fréttastofu: „Auðvitað hefði ég kosið að þetta væri ekki í dreifingu, ég get ekki sagt annað.“ Umrædd samskipti voru birt á Facebook fyrr í mánuðinum og hafa síðan gengið manna á milli. Ekki vísað til greiðslu Tómas, sem var kjörinn á Alþingi fyrir Flokk fólksins síðasta haust en var þar á undan þjóðþekktur sem stofnandi Hamborgarabúllunnar og fleiri veitingastaða, segir í samtali við fréttastofu að atvikin sem um ræði hafi átt sér stað löngu áður en hann varð kjörinn fulltrúi. Tómas bendir á að ekki sé vísað til greiðslu fyrir kynlíf í skilaboðunum sem um ræðir. „Ég hitti konu sem er yngri en ég, er það þá fréttaefni?“ spyr Tómas í samtali við fréttastofu. Tómas varð 73 ára á dögunum. Þú skilur að þetta hljómar ekki vel? „Nei, það gerir það ekki í ákveðnu samhengi en ógiftur og ólofaður maður sem hittir einhverjar konur, er hann sekur?“ Hefurðu einhvern tímann greitt fyrir kynlíf? „Fyrir utan það að ég hef verið giftur fjórum sinnum og þær hafa allar fengið húsið? Hef ég boðið einhverri manneskju út að borða og það hefur endað með kynlífi? Ég veit ekki hvar mörkin eru. Ég er ekki melludólg... eða ég veit ekki hvað þetta heitir.“ Aftur, hefurðu greitt fyrir kynlíf? Ég held að þetta sé einföld spurning. „Eins og ég sagði við þig, ég hef boðið konu út að borða og það hefur endað með kynlífi. Ef það er að borga fyrir kynlíf, þá, ja, hvað á ég að segja við þig? Er það að borga fyrir kynlíf?“ Bendir á Berlín Þekkt er að fólk ferðist frá löndum þar sem vændi er ólöglegt til landa þar sem það er löglegt. Í Taílandi er vændi strangt til tekið ólöglegt, en það er þó stundað fyrir opnum tjöldum. Tómas komst á þing í kosningunum í haust sem níundi þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir Flokk fólksins.Flokkur fólksins „Svo er eitt sem ég skil ekki alveg. Nú hef ég verið með veitingastað í Berlín í ansi mörg ár og þar hef ég verið með annan fótinn. Mér er sagt að það séu einhverjir staðir í Berlín, sem ég hef aldrei séð, þar sem þú getur bara farið og fengið þér kynlíf fyrir pening. Í Þýskalandi er þetta löglegt. Þannig að gefum okkur að ef einhverjir Íslendingar fari þarna og fái sér kynlíf og borgi fyrir það, af því að það er löglegt, er það þá frétt? Ég hef aldrei komið inn á neina slíka staði en ég veit að þetta er í gangi og að þetta er löglegt þar.“ Varaði við birtingunni Eftir að fréttastofa upplýsti Tómas um að fréttin væri í vinnslu tjáði hann sig stuttlega um málið á Twitter. Þar birti hann skilaboðin sjálfur og ávarpaði „Twitter-vini“ sína: „Kæru twitter vinir þetta skjáskot er að fara að birtast i fjölmiðlum vil taka fram að ég var ólofaður og ógiftur þegar þetta átti sér stað en svona er lifið engin veit sína æfi fyrr en öll er.“ Í framhaldinu birti Tómas sjálfsmynd af sér með skilaboðunum: „As every sinner haas a future, every saint has a past“ sem mætti þýða: „Á sama hátt og syndugir eiga framtíð þá eiga dýrlingar sér líka fortíð“. Ekki hefur náðst í Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, vegna málsins. Tómas eyddi færslunum af Twitter um klukkustund eftir birtingu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:25.
Alþingi Vændi Taíland Flokkur fólksins Íslendingar erlendis Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira