Við pössum ekki öll í sömu stærð af buxum Kristín Sævarsdóttir skrifar 28. apríl 2022 14:30 Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga. Einhverjir geta jafnvel ekki notað flíkur sem sem fást í verslunum og þurfa að nýta sérsaum á fatnaði. Þannig er þetta líka á fjölmörgum sviðum mannslífsins og ástæðan er einföld; Við erum ekki öll eins. Samt er tilhneigingin að að reyna að troða okkur öllum í sömu ferköntuðu kassana sem búið er að hanna út frá meðaltali og miðgildi og út frá þeirri hugsun að ein stærð henti öllum. Fólk með fötlun er ekki allt eins Í málefnum Velferðarsviðs þekkjum við ýmis dæmi um að þær lausnir sem boðið er upp á virka ekki fyrir alla. Gott dæmi finnum við í málefnum fatlaðs fólks. Í reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fólk m.fötlun er gert ráð fyrir að þau búi almennt í sjálfstæðri búsetu, með mismiklum stuðningi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útrýma herbergjasambýlum og stefnan er að fólk með fötlun búi í séríbúð og njóta verndar vegna friðhelgi einkalífs og heimilis. Stefnt er að auknu sjálfstæði einstaklinganna með þessum hætti og auðvitað er virðing fyrir fólki grundvallarhugsunin á bak við þessar breytingar. Fólk með fötlun á skilið að búa við virðingu og reisn og hafa valkost um hvernig þau haga sínu lífi. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að þessi lausn hentar ekki öllum. Sumum einstaklingum fer aftur í félagslegum þroska og sjálfstæði í vinnubrögðum eftir að viðkomandi er kominn í sjálfstæða búsetu. Þeir upplifa einmanaleika og draga sig inn í skelina. Munum að fólk sem býr við fötlun er, eins og aðrir, ekki eins. Þarfirnar eru mismunandi, fatlanir ólíkar, persónuleikarnir óendanlega fjölbreyttir og reynsluheimarnir margir. Það höfum við séð þegar við hönnum stuðningsþjónustu fyrir fatlað og langveikt fólk. Sumum hentar að gerður sé þjónustusamningur við sveitarfélagið sem veitir hinum fatlaða nauðsynlega umönnun og faglega þjónustu, á meðan aðrir vilja og geta verið virkir í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar og fá til þess stuðning í formi „Notendastýrðar persónulegrar þjónustu“, NPA. Sú þjónusta er enn í mótun og strandar á því að ríkisvaldið leggi fram sanngjarnt framlag til að sveitarfélögin geti uppfyllt sína lagalegu skyldur með sómasamlegum hætti. Það eru sömu stjórnmálaflokkar sem setja reglugerðir í ríkisstjórn um NPA og eru í núverandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs og eiga að framfylgja reglugerðinni, en hafa ekki til þess nægjanlegt fjármagn. Skammtímavistun fyrir fötluð börn og sértæk úrræði Sum börn hafa stuðningsfjölskyldu, önnur þiggja félagslega liðveislu sem hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styðja börn til þátttöku. Mörg börn eiga kost á skammtímadvöl utan heimilis með reglulegum hætti. Það er mannréttindamál fyrir barnið og einnig mikilvægt fyrir forelda sem sinna krefjandi stuðningsþjónustu við barnið, auk þess sem önnur börn í fjölskyldunni hafa þörf fyrir næði og tíma með foreldrum. Kópavogsbær hefur í mörg ár fengið inni fyrir fötluð börn í skammtímadvöl í öðru sveitarfélagi en það er brýnt að strax á næsta ári taki Kópavogur fulla ábyrgð á þessum málaflokki og komi sér upp eigin úrræði. Í Kópavogi eru einnig börn með fjölþættan vanda og börn sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Í tilfellum þessara barna þarf enn eitt úrræðið, sértæka búsetu. Þessi þjónusta er til staðar í Kópavogi en hana þarf að styrkja og koma á fagþekkingu innan bæjarins í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Eitt sinn var Kópavogur kallaður “velferðarbærinn”. Við þurfum að endurvekja þá hugsun og leggja metnað í að byggja upp félagslega þjónustu með áherslu á sértækar leiðir þannig að fatlað fólk Í Kópavogi eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Sú þjónusta á að vera veitt af opinberum aðilum ef þess er nokkur kostur. Velferð verður ekki einkavædd! Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að það passa ekki allir í sömu stærð af buxum og sama sniðið hentar ekki heldur öllum. Þess vegna göngum við í ýmsum gerðum af buxum, sumar þröngar, aðrar víðar, síðar eða stuttar og efni af ýmsum toga. Einhverjir geta jafnvel ekki notað flíkur sem sem fást í verslunum og þurfa að nýta sérsaum á fatnaði. Þannig er þetta líka á fjölmörgum sviðum mannslífsins og ástæðan er einföld; Við erum ekki öll eins. Samt er tilhneigingin að að reyna að troða okkur öllum í sömu ferköntuðu kassana sem búið er að hanna út frá meðaltali og miðgildi og út frá þeirri hugsun að ein stærð henti öllum. Fólk með fötlun er ekki allt eins Í málefnum Velferðarsviðs þekkjum við ýmis dæmi um að þær lausnir sem boðið er upp á virka ekki fyrir alla. Gott dæmi finnum við í málefnum fatlaðs fólks. Í reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fólk m.fötlun er gert ráð fyrir að þau búi almennt í sjálfstæðri búsetu, með mismiklum stuðningi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útrýma herbergjasambýlum og stefnan er að fólk með fötlun búi í séríbúð og njóta verndar vegna friðhelgi einkalífs og heimilis. Stefnt er að auknu sjálfstæði einstaklinganna með þessum hætti og auðvitað er virðing fyrir fólki grundvallarhugsunin á bak við þessar breytingar. Fólk með fötlun á skilið að búa við virðingu og reisn og hafa valkost um hvernig þau haga sínu lífi. Það hefur hins vegar verið sýnt fram á að þessi lausn hentar ekki öllum. Sumum einstaklingum fer aftur í félagslegum þroska og sjálfstæði í vinnubrögðum eftir að viðkomandi er kominn í sjálfstæða búsetu. Þeir upplifa einmanaleika og draga sig inn í skelina. Munum að fólk sem býr við fötlun er, eins og aðrir, ekki eins. Þarfirnar eru mismunandi, fatlanir ólíkar, persónuleikarnir óendanlega fjölbreyttir og reynsluheimarnir margir. Það höfum við séð þegar við hönnum stuðningsþjónustu fyrir fatlað og langveikt fólk. Sumum hentar að gerður sé þjónustusamningur við sveitarfélagið sem veitir hinum fatlaða nauðsynlega umönnun og faglega þjónustu, á meðan aðrir vilja og geta verið virkir í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar og fá til þess stuðning í formi „Notendastýrðar persónulegrar þjónustu“, NPA. Sú þjónusta er enn í mótun og strandar á því að ríkisvaldið leggi fram sanngjarnt framlag til að sveitarfélögin geti uppfyllt sína lagalegu skyldur með sómasamlegum hætti. Það eru sömu stjórnmálaflokkar sem setja reglugerðir í ríkisstjórn um NPA og eru í núverandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs og eiga að framfylgja reglugerðinni, en hafa ekki til þess nægjanlegt fjármagn. Skammtímavistun fyrir fötluð börn og sértæk úrræði Sum börn hafa stuðningsfjölskyldu, önnur þiggja félagslega liðveislu sem hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styðja börn til þátttöku. Mörg börn eiga kost á skammtímadvöl utan heimilis með reglulegum hætti. Það er mannréttindamál fyrir barnið og einnig mikilvægt fyrir forelda sem sinna krefjandi stuðningsþjónustu við barnið, auk þess sem önnur börn í fjölskyldunni hafa þörf fyrir næði og tíma með foreldrum. Kópavogsbær hefur í mörg ár fengið inni fyrir fötluð börn í skammtímadvöl í öðru sveitarfélagi en það er brýnt að strax á næsta ári taki Kópavogur fulla ábyrgð á þessum málaflokki og komi sér upp eigin úrræði. Í Kópavogi eru einnig börn með fjölþættan vanda og börn sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Í tilfellum þessara barna þarf enn eitt úrræðið, sértæka búsetu. Þessi þjónusta er til staðar í Kópavogi en hana þarf að styrkja og koma á fagþekkingu innan bæjarins í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Eitt sinn var Kópavogur kallaður “velferðarbærinn”. Við þurfum að endurvekja þá hugsun og leggja metnað í að byggja upp félagslega þjónustu með áherslu á sértækar leiðir þannig að fatlað fólk Í Kópavogi eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Sú þjónusta á að vera veitt af opinberum aðilum ef þess er nokkur kostur. Velferð verður ekki einkavædd! Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun