Viðey í fortíð og framtíð Ari Tryggvason skrifar 3. maí 2022 08:31 Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu. Reyndar var eyjan mjög vinsæl af íbúum Reykjavíkur fyrir rúmlega hundrað árum er þeir vöndu komur sínar þangað til skemmtiferða á sunnudögum. Trúlega hafa þeir Reykvíkingar getað keypt sér ferska mjólk með nestinu sínu úr þeim kúm sem þar voru á beit úr fullkomnasta búi landsins á þeim tíma. Valkostur í stað Sundabrautar Þó að við eigum þess ekki kost nú að fá Viðeyjar-mjólk út í kaffið okkar í heimsókn þangað, getur Viðey leikið stærra hlutverk í lífi okkar án þess að skaða gildi hennar til útivistar og sem varpland fugla. Þar að auki geymir Viðey merka sögu sem hluti byggðar í landinu. Með botngöngum frá Skarfagarði og vegi suð-austur með eyjunni, trúlega frekar norðan megin en sunnan og yfir grynningarnar í Gufunes, er kominn valkostur í stað Sundabrautar sem ýmsir íbúar Kjalarness hafa beðið eftir í um 20 ár. Ennfremur felur „Viðeyjarleiðin‟ í sér tengingu við Kjalarnes með jarðgöngum norður í Brimnes á Kjalarnesi. Þetta yrðu göng svipuð Hvalfjarðargöngum að lengd og væru ekki síður ábótasöm fjárfesting og ætti að hugnast Kjalnesingum og íbúum almennt á Vesturlandi. Húsnæði og saga Húsnæðisverð er í hæstu hæðum og helsta málið í kosningabaráttunni eins og vænta mátti. Gríðarlegir möguleikar í húsnæðismálum opnast með þessari leið. Nýtt byggingarland á Kjalarnesi og í Kollafirði verður í örskotsfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Það yrði engin nýlunda að nýta þá fjölþættu möguleika sem eyjan býr yfir. Árið 1938 bjuggu 138 manns þar eftir að Kárafélagið gerði hana að útgerðarstöð sinni. En útgerð var engin nýlunda þá úr eyjunni, hið svokallaða Milljónafélag gerði út þaðan uppúr aldamótunum 1900 með miklum hafnarframkvæmdum sem tóku gömlu höfninni í Reykjavík fram. Saga Viðeyjar er litlu styttri en saga landnáms Íslands. Hún er í það minnsta eins löng og saga kristni í landinu. Munkaklaustur var stofnað á eyjunni árið 1225, sem óx verulega að efnum og átti miklar jarðir. Saga klaustursins er samofin sögu kristninnar og siðaskiptanna sem lögfest voru á Alþingi 1541. Örlög klaustursins voru táknræn fyrir þá valdabaráttu sem átti sér stað í aðdraganda siðaskiptanna, en menn Danakonungs rændu því tveimum árum áður en hinn nýi siður var lögfestur. Þær eru ekki margar ferðirnar sem ég hef farið út í Viðey. Mér heyrist að svo sé um marga aðra. Trúlega er lítill vilji til að endurreisa iðnað og útgerð frá henni enda lítil ástæða til. Hins vegar má endurvekja mikilvægi hennar. Við getum gert það með því að gera hana aðgengilega og um leið mikilvæga samgönguleið. Slík samgöngubót yrði að vera í sátt við fugla og menn en suð-vestur hluti eyjarinnar er friðað varpland. Með þessu móti gæti Viðey gegnt hlutverki sem mikilvæg útivistarparadís Reykvíkinga og þeirra sem sækja borgina heim ásamt stökkpalli í jaðarbyggðir borgarinnar og út á land. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi sem embættisbústaður Skúla Magnússonar, nýskipaðs landfógeta þá. Viðeyjarkirkja er litlu yngri. Vissulega virðast tillögur okkar í Ábyrgri framtíð vera djarfar. Ef til vill eru þær í anda Skúla Magnússonar, brautryðjanda og frumkvöðuls. Hvað segja kjósendur? Er ekki vert að skoða þessa hugmynd okkar af alvöru? Meta og ræða, kosti og galla. Höfundur er í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ábyrg framtíð Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Við hjá Ábyrgri framtíð hugðumst fara í vettvangskönnun til Viðeyjar. Það var hægara sagt en gert, því engar siglingar eru í boði yfir vetrarmánuðina. Fyrsta ferðin verður daginn eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, að öllu óbreyttu. Reyndar var eyjan mjög vinsæl af íbúum Reykjavíkur fyrir rúmlega hundrað árum er þeir vöndu komur sínar þangað til skemmtiferða á sunnudögum. Trúlega hafa þeir Reykvíkingar getað keypt sér ferska mjólk með nestinu sínu úr þeim kúm sem þar voru á beit úr fullkomnasta búi landsins á þeim tíma. Valkostur í stað Sundabrautar Þó að við eigum þess ekki kost nú að fá Viðeyjar-mjólk út í kaffið okkar í heimsókn þangað, getur Viðey leikið stærra hlutverk í lífi okkar án þess að skaða gildi hennar til útivistar og sem varpland fugla. Þar að auki geymir Viðey merka sögu sem hluti byggðar í landinu. Með botngöngum frá Skarfagarði og vegi suð-austur með eyjunni, trúlega frekar norðan megin en sunnan og yfir grynningarnar í Gufunes, er kominn valkostur í stað Sundabrautar sem ýmsir íbúar Kjalarness hafa beðið eftir í um 20 ár. Ennfremur felur „Viðeyjarleiðin‟ í sér tengingu við Kjalarnes með jarðgöngum norður í Brimnes á Kjalarnesi. Þetta yrðu göng svipuð Hvalfjarðargöngum að lengd og væru ekki síður ábótasöm fjárfesting og ætti að hugnast Kjalnesingum og íbúum almennt á Vesturlandi. Húsnæði og saga Húsnæðisverð er í hæstu hæðum og helsta málið í kosningabaráttunni eins og vænta mátti. Gríðarlegir möguleikar í húsnæðismálum opnast með þessari leið. Nýtt byggingarland á Kjalarnesi og í Kollafirði verður í örskotsfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Það yrði engin nýlunda að nýta þá fjölþættu möguleika sem eyjan býr yfir. Árið 1938 bjuggu 138 manns þar eftir að Kárafélagið gerði hana að útgerðarstöð sinni. En útgerð var engin nýlunda þá úr eyjunni, hið svokallaða Milljónafélag gerði út þaðan uppúr aldamótunum 1900 með miklum hafnarframkvæmdum sem tóku gömlu höfninni í Reykjavík fram. Saga Viðeyjar er litlu styttri en saga landnáms Íslands. Hún er í það minnsta eins löng og saga kristni í landinu. Munkaklaustur var stofnað á eyjunni árið 1225, sem óx verulega að efnum og átti miklar jarðir. Saga klaustursins er samofin sögu kristninnar og siðaskiptanna sem lögfest voru á Alþingi 1541. Örlög klaustursins voru táknræn fyrir þá valdabaráttu sem átti sér stað í aðdraganda siðaskiptanna, en menn Danakonungs rændu því tveimum árum áður en hinn nýi siður var lögfestur. Þær eru ekki margar ferðirnar sem ég hef farið út í Viðey. Mér heyrist að svo sé um marga aðra. Trúlega er lítill vilji til að endurreisa iðnað og útgerð frá henni enda lítil ástæða til. Hins vegar má endurvekja mikilvægi hennar. Við getum gert það með því að gera hana aðgengilega og um leið mikilvæga samgönguleið. Slík samgöngubót yrði að vera í sátt við fugla og menn en suð-vestur hluti eyjarinnar er friðað varpland. Með þessu móti gæti Viðey gegnt hlutverki sem mikilvæg útivistarparadís Reykvíkinga og þeirra sem sækja borgina heim ásamt stökkpalli í jaðarbyggðir borgarinnar og út á land. Viðeyjarstofa er fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi sem embættisbústaður Skúla Magnússonar, nýskipaðs landfógeta þá. Viðeyjarkirkja er litlu yngri. Vissulega virðast tillögur okkar í Ábyrgri framtíð vera djarfar. Ef til vill eru þær í anda Skúla Magnússonar, brautryðjanda og frumkvöðuls. Hvað segja kjósendur? Er ekki vert að skoða þessa hugmynd okkar af alvöru? Meta og ræða, kosti og galla. Höfundur er í framboði fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun