Löngu tímabært Fjölmenningarráð í Kópavog Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 10. maí 2022 11:16 Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun