Byggjum og hlustum Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar