Fyrrverandi formaður dæmdur til að greiða húsfélagi 2,8 milljónir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:43 Konan var dæmd til að greiða húsfélaginu aftur 2,8 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Kona, sem gengdi hlutverki formanns í húsfélags Efstasunds 100, hefur verið dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna. Konan hafði dregið sér fé úr húsfélaginu þegar hún var þar formaður á árunum 2017 til 2019. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti.
Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira