Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 23:01 Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í kringum eitt þúsund úkraínskir flóttamenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, flestir þeirra að flýja hörmulegar aðstæður í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld einsettu sér frá upphafi að taka vel á móti þeim. „Úkraínufólk hefur fengið ákaflega móttökur hér á Íslandi af hálfu stjórnvalda og það er bara frábært. Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað. Stundum er það einhver misskilningur og stundum ekki. Þannig að það þarf að laga,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Atli Viðar Thorstensen er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.Vísir/Arnar Úkraínumenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað til lands og því fylgja viss réttindi. Nú síðast var líka sagt frá því að ríkið myndi greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til sveitarfélagsins þar sem fjölskylda þess hefði búsetu. Þetta gildir aðeins um úkraínsk börn. „Þetta kom okkur satt að segja svolítið á óvart. Við höfum ekki rætt þetta við ráðherra beint en við munum falast eftir frekari útskýringum á þessu en það er kannski erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning á því að flóttafólki af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum,“ segir Atli. Börn eru alltaf börn Menntamálaráðherra kveðst í samtali við fréttastofu vilja nýta velvilja í samfélaginu gagnvart flóttafólki til að bæta kerfið í heild. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Í kringum 1.000 úkraínskir flóttamenn hafa sótt um vernd á Íslandi frá áramótum, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðrir flóttamenn, og starfsfólk innan þess kerfis, óánægðir með að úkraínskum flóttamönnum sé gert hærra undir höfði en öðrum.Vísir/Vilhelm En þér finnst ekki verið að mismuna með þessu bara til úkraínskra barna? „Við erum að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna vegna þess að sveitarfélögin bjuggust við því að það kæmi gríðarlegur hópur úkraínskra flóttamanna og það var ákall eftir því að við kæmum inn í það með einhverjum hætti. Það erum við að gera núna. Ég held að það sé tækifæri til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna og það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00
Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. 5. maí 2022 20:01