Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2022 22:40 Gylfi Árnason vélaverkfræðingur í ókyrrðarmælingum yfir hraunbreiðunum í gær. RAX Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af því þegar rannsóknarmenn hossuðust í ókyrrð yfir Hvassahrauni. Það blés hressilega á Hólmsheiðinni í gærmorgun þegar þrjár smáflugvélar héldu þaðan á loft í þetta óvenjulega verkefni undir stjórn Gylfa Árnasonar, doktors í vélarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Gylfi flaug sjálfur einni vélinni eftir mismunandi ferlum allt að tíu kílómetra út frá miðpunkti hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni. „Við erum búnir að fara circa fimmtíu sinnum að fljúga þarna til þess að mæla. Og eigum von á því að fara kannski þrjátíu sinnum í viðbót fram eftir sumri og hausti,“ segir Gylfi. Stíf austanátt var í gær. Flugvélarnar fóru í mælingaflugið frá Hólmsheiðarflugvelli.RAX Um borð í flugvélunum eru tæki sem Háskólinn í Reykjavík smíðaði út frá hugmynd Þorgeirs Pálssonar, fyrrverandi flugmálastjóra, til að mæla ókyrrð. Veðurstofa Íslands er svo búin að koma upp veðurmöstrum á jörðu niðri en veðurþjónustan Belgingur kemur einnig að rannsókninni. „Þeir sem hafa lent í niðurstreymi í flugvél, eða í flugkviku, eins og það er kallað, þeir vita að stundum er þetta óþægilegt og stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé jafnvel hættulegt. Það er það sem við erum að reyna að meta: Hvernig veðuraðstæður eru? Hvernig kvika kemur fram í svæðinu og hvernig það tengist síðan því sem möstrin eru að mæla.“ Verkefnið hófst í framhaldi af samningi samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að kanna hvort Hvassahraun henti undir flugvöll. Og við sáum ekki betur á myndum Ragnars Axelssonar en að flugvélin hristist heilmikið í stífri austanáttinni. „Það er vissulega alveg ljóst að í vaxandi austanáttum og suðaustanáttum þá vex kvikan í þessu svæði. En hún gerir það reyndar líka í Reykjavík og víðar. En það er spurning hvort það er miklu meira þarna eða ekki.“ Séð yfir hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni.RAX Gylfi rifjar upp rannsókn sem gerð var á flugvallarstæði í Kapelluhrauni fyrir meira en hálfri öld. „Þar voru niðurstöðurnar þær að það væri erfitt að fljúga í svæðinu ef það væru 20 hnútar í lofti og ólendandi ef það færi yfir 30 hnúta.“ -En er Hvassahraun skárra svæði en Kapelluhraun? „Ég þori ekki að segja það,“ svarar Gylfi Árnason. Endanlegar niðurstöður veðurmælinganna eiga að liggja fyrir vorið 2023, eftir eitt ár. Þá verður væntanlega svarað spurningunni um hvort Hvassahraun reynist of hvasst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Vogar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af því þegar rannsóknarmenn hossuðust í ókyrrð yfir Hvassahrauni. Það blés hressilega á Hólmsheiðinni í gærmorgun þegar þrjár smáflugvélar héldu þaðan á loft í þetta óvenjulega verkefni undir stjórn Gylfa Árnasonar, doktors í vélarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Gylfi flaug sjálfur einni vélinni eftir mismunandi ferlum allt að tíu kílómetra út frá miðpunkti hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni. „Við erum búnir að fara circa fimmtíu sinnum að fljúga þarna til þess að mæla. Og eigum von á því að fara kannski þrjátíu sinnum í viðbót fram eftir sumri og hausti,“ segir Gylfi. Stíf austanátt var í gær. Flugvélarnar fóru í mælingaflugið frá Hólmsheiðarflugvelli.RAX Um borð í flugvélunum eru tæki sem Háskólinn í Reykjavík smíðaði út frá hugmynd Þorgeirs Pálssonar, fyrrverandi flugmálastjóra, til að mæla ókyrrð. Veðurstofa Íslands er svo búin að koma upp veðurmöstrum á jörðu niðri en veðurþjónustan Belgingur kemur einnig að rannsókninni. „Þeir sem hafa lent í niðurstreymi í flugvél, eða í flugkviku, eins og það er kallað, þeir vita að stundum er þetta óþægilegt og stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé jafnvel hættulegt. Það er það sem við erum að reyna að meta: Hvernig veðuraðstæður eru? Hvernig kvika kemur fram í svæðinu og hvernig það tengist síðan því sem möstrin eru að mæla.“ Verkefnið hófst í framhaldi af samningi samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að kanna hvort Hvassahraun henti undir flugvöll. Og við sáum ekki betur á myndum Ragnars Axelssonar en að flugvélin hristist heilmikið í stífri austanáttinni. „Það er vissulega alveg ljóst að í vaxandi austanáttum og suðaustanáttum þá vex kvikan í þessu svæði. En hún gerir það reyndar líka í Reykjavík og víðar. En það er spurning hvort það er miklu meira þarna eða ekki.“ Séð yfir hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni.RAX Gylfi rifjar upp rannsókn sem gerð var á flugvallarstæði í Kapelluhrauni fyrir meira en hálfri öld. „Þar voru niðurstöðurnar þær að það væri erfitt að fljúga í svæðinu ef það væru 20 hnútar í lofti og ólendandi ef það færi yfir 30 hnúta.“ -En er Hvassahraun skárra svæði en Kapelluhraun? „Ég þori ekki að segja það,“ svarar Gylfi Árnason. Endanlegar niðurstöður veðurmælinganna eiga að liggja fyrir vorið 2023, eftir eitt ár. Þá verður væntanlega svarað spurningunni um hvort Hvassahraun reynist of hvasst. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Vogar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. 10. maí 2022 22:22
Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21
Aðflug að Hvassahrauni færi hvergi yfir þéttbýli Forseti bæjarstjórnar Voga segir að flugvöllur í Hvassahrauni yrði lyftistöng fyrir svæðið og hvetur Suðurnesjamenn til að taka hugmyndinni fagnandi. 5. desember 2019 20:27
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30