„Fjandinn laus þessa nóttina“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 07:20 Lögregla þurfti að sinna verkefnum af ýmsum toga í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm „Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina. Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira