Hæstaréttarlögmaður segir tjáningafrelsið hafa þanist út Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2022 20:01 Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður kærði Sindra Þór fyrir meiðyrði eftir að hann hafði viðhaft sterk ummæli um söngvarann. Gunnar Ingi Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, segir að sýkna Sindra hafi ekki endilega komið sér á óvart. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmenn hafa ýmist hneykslast á sýknudómi héraðsdóms yfir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni eða sagt dóminn til marks um aukið tjáningafrelsi. Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður kærði Sindra Þór fyrir meiðyrði eftir að hann hafði viðhaft sterk ummæli um söngvarann, í umræðum á netinu þar sem Ingólfur var sakaður um að hafa átt samræði við stúlkur undir lögaldri. Tjáningafrelsið þanist út Gunnar Ingi Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, hvers sérsvið er ærumeiðingamál, segir dóminn ekki endilega hafa komið sér á óvart. Eftir að hafa lesið dóminn, sem er nokkuð ítarlega rökstuddur, finnst Gunnari að niðurstaðan geti gengið upp. „Mér sýnist tjáningafrelsið vera að þenjast út, ef svo má segja. Það sem hefði talist til ærumeiðinga fyrir tíu árum fellur vel innan marka tjáningafrelsis í dag, við sjáum það bara af nýlegri dómum.“ Gunnar segir dómarann hafa metið það svo að svo margt hafi komið fram um meinta háttsemi Ingólfs að Sindri hafi mátt vera í góðri trú um að það væri eitthvað til í því. Dómurinn telji að ekki megi skerða tjáningarfrelsi einstaklinga undir slíkum kringumstæðum. Gunnar segist geta tekið undir slík sjónarmið. „Í þessu máli er einstaklingur að taka þátt í umræðunni, ekki hefja hana. Mat dómsins er greinilega sú að ummæli Sindra hafi verið framlag til þeirrar umræðu og meðal annars gagnrýni á það að fullorðnir menn megi hafa samræði við einstaklinga undir lögaldri sér að refsilausu.“ Þess ber að geta að dómari héraðsdóms hafnar þeirri málsástæðu Sindra að hann hafi með ummælum sínum einungis átt við um börn undir 18 ára aldri en yfir 15 ára aldri og því ekki verið að saka Ingólf um refsiverðan verknað. Um þær fullyrðingar Sindra segir dómari að þær hafi verið til þess fallnar að vekja þá hugmynd hjá lesendum að stefnandi hefði átt samræði við börn og þess að engu getið, eða sett fyrirvara um að einungis væri átt við kynferðislegt samneyti við einstaklinga eldri en 15 ára og yngri en 18 ára. Sönnunarfærslan einkennileg Gunnari finnst einkennilegt að sú sönnunarfærsla sem Sindri byggði mál sitt á hafi verið leyfð, en Sindri vísaði jafnan í sögur þriðja aðila sem ekki komu fyrir dóm. Hann bendir þó á að sú sönnunarfærsla virðist ekki hafa haft mikla þýðingu í rökstuðningi dómarans heldur hafi frekar verið vísað til þess sem var skrifað á samfélagsmiðlum og netinu. Honum þykir líklegt að niðurstöðunni verði áfrýjað þar sem dómstólar virðast enn vera að finna út mörk tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs í ærumeiðingamálum sem þessum. Furða sig á dómnum Þeir eru hins vegar margir lögmennirnir sem furða sig á niðurstöðunni í málinu. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður sakaði dómarann í málnum um að afnema friðhelgi einkalífs og æruvernd í þágu byltingar. Sigurður G Guðjónsson, lögmaðurVísir/Friðrik Þór „Það er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndafræði um betri heim hefur verið talin mannréttindum æðri. Boðskapur dómarans er sá, að í nafni tjáningarfrelsis sé sérhverjum frjálst að bera sakir á samborgara sína, troða þá niður í svaðið, hafa af þeim lífsviðurværi sitt, ef tjáandanum finnst hann vera að vinna að framgangi ríkjandi hugmyndafræði og telur sig vera að segja satt og rétt frá og getur stutt þá tilfinningu sína með framburði skoðana systkina.“ skrifar Sigurður. Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng og segir dóminn með miklum ólíkindum. „Verði þetta niðurstaðan er æruvernd einstaklings ekki fyrir hendi.“ skrifar Jón. Það gerir Eva Hauksdóttir lögmaður einnig: „Þá vitum við það. Miðað við þá stefnu sem Landsréttur hefur verið að taka í þessum málum yrði ég ekki hissa þótt málið endaði fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu“ skrifar Eva í færslu á Facebook. Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður kærði Sindra Þór fyrir meiðyrði eftir að hann hafði viðhaft sterk ummæli um söngvarann, í umræðum á netinu þar sem Ingólfur var sakaður um að hafa átt samræði við stúlkur undir lögaldri. Tjáningafrelsið þanist út Gunnar Ingi Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, hvers sérsvið er ærumeiðingamál, segir dóminn ekki endilega hafa komið sér á óvart. Eftir að hafa lesið dóminn, sem er nokkuð ítarlega rökstuddur, finnst Gunnari að niðurstaðan geti gengið upp. „Mér sýnist tjáningafrelsið vera að þenjast út, ef svo má segja. Það sem hefði talist til ærumeiðinga fyrir tíu árum fellur vel innan marka tjáningafrelsis í dag, við sjáum það bara af nýlegri dómum.“ Gunnar segir dómarann hafa metið það svo að svo margt hafi komið fram um meinta háttsemi Ingólfs að Sindri hafi mátt vera í góðri trú um að það væri eitthvað til í því. Dómurinn telji að ekki megi skerða tjáningarfrelsi einstaklinga undir slíkum kringumstæðum. Gunnar segist geta tekið undir slík sjónarmið. „Í þessu máli er einstaklingur að taka þátt í umræðunni, ekki hefja hana. Mat dómsins er greinilega sú að ummæli Sindra hafi verið framlag til þeirrar umræðu og meðal annars gagnrýni á það að fullorðnir menn megi hafa samræði við einstaklinga undir lögaldri sér að refsilausu.“ Þess ber að geta að dómari héraðsdóms hafnar þeirri málsástæðu Sindra að hann hafi með ummælum sínum einungis átt við um börn undir 18 ára aldri en yfir 15 ára aldri og því ekki verið að saka Ingólf um refsiverðan verknað. Um þær fullyrðingar Sindra segir dómari að þær hafi verið til þess fallnar að vekja þá hugmynd hjá lesendum að stefnandi hefði átt samræði við börn og þess að engu getið, eða sett fyrirvara um að einungis væri átt við kynferðislegt samneyti við einstaklinga eldri en 15 ára og yngri en 18 ára. Sönnunarfærslan einkennileg Gunnari finnst einkennilegt að sú sönnunarfærsla sem Sindri byggði mál sitt á hafi verið leyfð, en Sindri vísaði jafnan í sögur þriðja aðila sem ekki komu fyrir dóm. Hann bendir þó á að sú sönnunarfærsla virðist ekki hafa haft mikla þýðingu í rökstuðningi dómarans heldur hafi frekar verið vísað til þess sem var skrifað á samfélagsmiðlum og netinu. Honum þykir líklegt að niðurstöðunni verði áfrýjað þar sem dómstólar virðast enn vera að finna út mörk tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs í ærumeiðingamálum sem þessum. Furða sig á dómnum Þeir eru hins vegar margir lögmennirnir sem furða sig á niðurstöðunni í málinu. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður sakaði dómarann í málnum um að afnema friðhelgi einkalífs og æruvernd í þágu byltingar. Sigurður G Guðjónsson, lögmaðurVísir/Friðrik Þór „Það er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndafræði um betri heim hefur verið talin mannréttindum æðri. Boðskapur dómarans er sá, að í nafni tjáningarfrelsis sé sérhverjum frjálst að bera sakir á samborgara sína, troða þá niður í svaðið, hafa af þeim lífsviðurværi sitt, ef tjáandanum finnst hann vera að vinna að framgangi ríkjandi hugmyndafræði og telur sig vera að segja satt og rétt frá og getur stutt þá tilfinningu sína með framburði skoðana systkina.“ skrifar Sigurður. Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng og segir dóminn með miklum ólíkindum. „Verði þetta niðurstaðan er æruvernd einstaklings ekki fyrir hendi.“ skrifar Jón. Það gerir Eva Hauksdóttir lögmaður einnig: „Þá vitum við það. Miðað við þá stefnu sem Landsréttur hefur verið að taka í þessum málum yrði ég ekki hissa þótt málið endaði fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu“ skrifar Eva í færslu á Facebook.
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Dómstólar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira