SÁÁ er á tánum alla daga Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2022 10:30 Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun