Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 20:10 Þóra í Brúðkaupi Fígarós. Íslenska Óperan Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. Landsréttur sneri í síðustu viku við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Í málinu var deilt um hvort kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna skyldi gilda um atriði er varða laungareiðslur og yfirvinnu. Þóra gerði verktakasamning við óperuna fyrir hlutverk hennar í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós. Óperan hafnaði hins vegar að fara eftir ákvæðum kjarasamnings FÍH við uppgjör launa vegna yfirvinnu og fór málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Héraðsdómur dæmdi Íslensku óperunni í vil en Landsréttur sneri þeim dómi við. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Íslensku óperunnar að hún hafi átt frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara verði best komið í framtíðinni, svo ekki verði tilefni til óvissu eða ágreinings. „Stjórnin telur afar mikilvægt að söngvarar og Íslenska óperan snúi nú bökum saman um bestu nálgunina við samningagerðina. Vonast stjórnin til þess að viðræðurnar skili farsælli niðurstöðu og samkomulagi um ráðningamál söngvara sem báðir aðilar geti verið sáttir við og byggt sameiginlega á til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Íslenska óperan Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Starfsemi Íslensku óperunnar sögð rýr: „Er þetta fólk allt saman á fullu kaupi?“ Jón Viðar Jónsson, fræðimaður og gagnrýnandi, furðar sig á takmarkaðri starfsemi Íslensku óperunnar og varpar fram krefjandi spurningum um starfsemina þar sem honum þykir klén. 26. október 2021 11:33 Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Landsréttur sneri í síðustu viku við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Í málinu var deilt um hvort kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna skyldi gilda um atriði er varða laungareiðslur og yfirvinnu. Þóra gerði verktakasamning við óperuna fyrir hlutverk hennar í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós. Óperan hafnaði hins vegar að fara eftir ákvæðum kjarasamnings FÍH við uppgjör launa vegna yfirvinnu og fór málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Héraðsdómur dæmdi Íslensku óperunni í vil en Landsréttur sneri þeim dómi við. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Íslensku óperunnar að hún hafi átt frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara verði best komið í framtíðinni, svo ekki verði tilefni til óvissu eða ágreinings. „Stjórnin telur afar mikilvægt að söngvarar og Íslenska óperan snúi nú bökum saman um bestu nálgunina við samningagerðina. Vonast stjórnin til þess að viðræðurnar skili farsælli niðurstöðu og samkomulagi um ráðningamál söngvara sem báðir aðilar geti verið sáttir við og byggt sameiginlega á til framtíðar,“ segir í tilkynningunni.
Íslenska óperan Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Starfsemi Íslensku óperunnar sögð rýr: „Er þetta fólk allt saman á fullu kaupi?“ Jón Viðar Jónsson, fræðimaður og gagnrýnandi, furðar sig á takmarkaðri starfsemi Íslensku óperunnar og varpar fram krefjandi spurningum um starfsemina þar sem honum þykir klén. 26. október 2021 11:33 Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24
Starfsemi Íslensku óperunnar sögð rýr: „Er þetta fólk allt saman á fullu kaupi?“ Jón Viðar Jónsson, fræðimaður og gagnrýnandi, furðar sig á takmarkaðri starfsemi Íslensku óperunnar og varpar fram krefjandi spurningum um starfsemina þar sem honum þykir klén. 26. október 2021 11:33
Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13. mars 2021 11:21