Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 15:41 Skúli Þór segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. Samsett Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. „Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. „Þetta er stór og mikill maður og hann gerði í því að vera ógnvænlegur, þá skipti engu máli hvort það var við mig eða litlu dætur mínar, og þær voru skíthræddar við hann.“ Ein af ástæðunum fyrir að hann flutti Komið hefur fram að lögreglu hafi tvisvar verið gert viðvart í gær vegna ofbeldishegðunar mannsins gagnvart nágrönnum sínum. Maðurinn var þó ekki fjarlægður af heimili sínu, þar sem hann býr með móður sinni. Nokkrum tímum síðar fannst íbúi í kjallara hússins látinn. Stuttu síðar var umræddur maður handtekinn grunaður um að hafa barið nágranna sinn til bana. Skúli segir ljóst að maðurinn hefði átt að fá viðunandi aðstoð og búa við aðrar aðstæður enda greinilega mjög veikur. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“ Skúli segir fleiri en íbúa hússins hafa kvartað undan honum, oft hafi skapast umræða um hann á hverfasíðunni á Facebook enda hafi maðurinn verið gripinn við að vera vondur við dýr. Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. „Þetta er stór og mikill maður og hann gerði í því að vera ógnvænlegur, þá skipti engu máli hvort það var við mig eða litlu dætur mínar, og þær voru skíthræddar við hann.“ Ein af ástæðunum fyrir að hann flutti Komið hefur fram að lögreglu hafi tvisvar verið gert viðvart í gær vegna ofbeldishegðunar mannsins gagnvart nágrönnum sínum. Maðurinn var þó ekki fjarlægður af heimili sínu, þar sem hann býr með móður sinni. Nokkrum tímum síðar fannst íbúi í kjallara hússins látinn. Stuttu síðar var umræddur maður handtekinn grunaður um að hafa barið nágranna sinn til bana. Skúli segir ljóst að maðurinn hefði átt að fá viðunandi aðstoð og búa við aðrar aðstæður enda greinilega mjög veikur. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“ Skúli segir fleiri en íbúa hússins hafa kvartað undan honum, oft hafi skapast umræða um hann á hverfasíðunni á Facebook enda hafi maðurinn verið gripinn við að vera vondur við dýr.
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34