„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2022 07:01 Hjól Margeirs er illa farið eftir ökuníðinginn sem keyrði á hann og flúði svo. Samsett Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast. Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Sjá meira
Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast.
Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Sjá meira