Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 15:03 Lífið í Rússlandi gengur sinn vanagang. Oleg Nikishin/Getty Images Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“ Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira