Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 19:50 Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur. Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur.
Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23
Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent