Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 19:50 Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur. Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur.
Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23
Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54