Barátta leigjenda er stéttabarátta Ian Mcdonald skrifar 17. júní 2022 13:31 Eftir ósigra verkalýðshreyfingarinnar og leigjenda á undanförnum áratugum er kominn tími til að vekja upp og herða baráttu almennings fyrir betra lífi. Á nýfrjálshyggjutímanum höfum við misst frá okkur mikilvæga sigra síðustu aldar. Og ef við bregðumst ekki við verður enn frekar sótt að okkur. Ég vil því hvetja allt fólk til að taka þátt í endurreisn verkalýðshreyfingarinnar og uppbyggingu Samtaka leigjenda. Þetta eru tækin sem við höfum til að berjast fyrir bættum kjörum og réttindum. Sú var staðan fyrir meira en hundrað árum. Og sú er staðan enn í dag. Leiðin frá þrælahaldi Verkalýðsbarátta kveiknaði á upphafsárum iðnbyltingarinnar þegar vinnufólk flykktist úr sveitum til vaxandi bæja. Í fyrstu var staða vinnufólksins ekki svo ólík. Í sveitinni hafði það unnið fyrir mat og húsaskjóli, fengið að borða og sofa undir þaki gegn því að þræla fyrir bóndann. Vinnumennskan var framhald þrælahaldsins. Vinnufólk hafði svo til engan rétt, engan sjálfstæðan efnahag og ekkert vald yfir eigin lífi. Í bæjunum var þetta ekki mikið öðruvísi. Þar vann fólkið frá morgni til kvölds fyrir launum sem rétt dugðu fyrir mat og húsaskjóli. En þótt munurinn væri lítill þá skipti hann sköpum. Bara það að fá laun hjá verksmiðjueigandanum og bera þau til leigusalans fól í sér vald og tækifæri. Og þegar sú breyting átti sér stað innan hóps vinnufólks sem var ekki sjö manna eða sautján manna eins og í sveitinni, heldur sjötíu manna og sjö hundruð, jafnvel sjö þúsund, eins og í vaxandi bæjum og borgum iðnbyltingarinnar, þá gat þessi breyting orðið svo veigamikil að hún umbylti heiminum. Helvíti óhefts kapítalisma Barátta vinnufólksins, sem nú hét verkalýður, beindist í fyrstu að þrennu. Í fyrsta lagi að kröfunni um hærri laun fyrir vinnuna. Í öðru lagi að valdi yfir eigin tíma, að þurfa ekki að vinna svo til allan sólarhringinn, að geta hvílst og jafnvel átt frjálsa stund vakandi. Og í þriðja lagi að lækkun húsaleigu, svo leigusalinn æti ekki upp allan árangur af baráttunni fyrir hækkun launa. Í upphafi iðnbyltingar átti verkalýðurinn ekkert og allra síst eigið húsnæði. Verkafólk leigði hjá hinum betur settu og auðvaldinu, sem oft átti einnig verksmiðjurnar og atvinnutækin og keypti vinnuna af fólkinu á daginn sem það leigði skjól yfir nóttina. Fólkið var þannig klemmt á milli lágra launa og hárrar húsaleigu. Til að öðlast frelsi þurfti verkalýðurinn að spyrna í báðar áttir, að hækka laun og lækka leigu. Búfénaður öðlast mannréttindi Ef einhver heldur að þetta sé saga úr fjarlægri sveit þá er svo ekki. Íslensk verkalýðsbarátta kveiknaði af nákvæmlega sömu þörf þegar vinnufólk flutti úr sveit í vaxandi sjávarbyggðir við upphaf hinnar íslensku iðnbyltingar, vélvæðingu bátanna. Þegar fólk kom til bæjanna leigði það skúr eða skonsu og borgaði fyrir með stórum hluta launa sinna. Barátta verkalýðsins næstu áratugina skilaði hærri launum og betri lífskjörum. Vinnufólkið fékk vísi af fjárhagslegu sjálfstæði með hækkun launa, færri vinnustundum og lækkun húsnæðiskostnaðar. Og vald þess jókst með almennum kosningarétti og viðurkenningu löggjafans á verkalýðsbaráttu. Í krafti þess valds var byggð upp almenn heilbrigðisþjónusta, skólakerfi, almannatryggingar og allt það sem við teljum einhvers virði í samfélaginu. Þrátt fyrir að þeirri sögu sé haldið að ykkur að samfélagsþróunin hafi verið drifin áfram af tækninýjungum og sókn kapítalista eftir gróða, þá var drifkrafturinn sókn vinnufólksins eftir frelsi og réttlæti. Á fáeinum áratugum tókst þessu fólki að umbreyta sér úr réttindalausum búfénaði í fullgilda borgara sem með samtakamætti sínum tókst að hafa afgerandi áhrif á samfélagsgerðina. Heilbrigt húsnæðiskerfi er afkvæmi baráttu hinna kúguðu Öll þau réttindi sem við njótum í dag voru sótt með baráttu. Það eru engin dæmi þess að þau sem fóru með völdin hafi látið þau frá sér vegna eigin hugdettu eða skyndilegri þörf fyrir að vera réttlát eða sanngjörn. Leið verkalýðsins í húsnæðismálum var að standa fyrir byggingu ódýrs og öruggs húsnæðis, ýmist á vegum verkalýðsins sjálfs, verkalýðsfélaga, sveitarfélaga eða ríkis. Hvergi gerðist það að hinn svokallaði markaður hafi svarað þörf almennings fyrir ódýrt og öruggt húsnæði. Og verkalýðurinn beitti sér fyrir lögum sem færðu leigjendum rétt í ójafnri stöðu sinni gagnvart leigusalanum. Þetta var barátta um að flytja völdin á húsnæðismarkaði frá bröskurum og okrurum yfir til verkalýðsins, almennings. Með þessari baráttu var svo til hægt að útrýma hinum ógeðfelldu landlord-um úr flestum samfélögum, hrægömmum sem lögðust á fólk í húsnæðisvanda og féflettu það. Þetta var gert með því að fullnægja þörf fólks fyrir ódýrt og öruggt húsnæði innan félagslegra kerfa og með því að regluvæða leigumarkaðinn og setja þar á leiguþak og leigubremsu. Gagnbylting auðvaldsins Með sigri nýfrjálshyggjunni snerist þessi þróun hins vegar við. Hægt var á uppbyggingu félagslegs húsnæðis eða þau kerfi einkavædd að huta eða algjörlega. Efnamikið fólk og auðhringir réðust síðan inn á húsnæðismarkaðinn og keyrðu upp leiguverð. Á Íslandi byrjaði þessi þróun stuttu fyrir aldamót á eyðileggingu Verkamannabústaðanna og stöðvun uppbyggingar félagslegs leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaga. Fyrir Hrun hófst síðan sókn efnafólks og hrægammasjóða inn á húsnæðismarkaðinn og magnaðist enn frekar eftir Hrun. Þessi þróun hefur fækkað þeim sem hafa efni á að eignast húsnæði og fjölgað þeim sem eru föst á leigumarkaði, þar sem þau eru ofurseld okrurum og hrægömmum. Við erum því á leið aftur til þess ástands sem ríkti áður en verkalýðnum tókst með samtakamætti að umbreyta samfélögunum. Í dag reka stjórnvöld stefnu sem fellur algjörlega að kröfum og þörfum okrara og braskara en sinnir í engu þörfum leigjenda. Eini munurinn á stjórnvöldum í dag og borgaralegum stjórnvöldum fyrir tíma almenns kosningaréttar er að stjórnvöld í dag beita almannatengslum til að friða almenning. Fyrir tíma almenns kosningaréttar þurfti stjórnvöld ekki að þykjast, þau ráku stefnu sem þjónaði hinum ríku og reyndu ekki að fela það. Leiðin sem verkalýðurinn fann fyrir meira en hundrað árum var að byggja upp almannasamtök og verkalýðsfélög. Með samtakamætti gat almenningur sýnt fram á afl sitt, að allt sem verður til í samfélaginu er hans verk. Við þurfum því ekki að velta fyrir okkur hvað beri að gera frammi fyrir ógnarvaldi auðvaldsins og auðsveipni stjórnvalda gagnvart hinum fáu, ríku og valdamiklu. Lausnin er endurreisn verkalýðshreyfingarinnar sem baráttutæki almennings og uppbygging almannasamtaka á borð við Samtök leigjenda. Sýnum samstöðu og skipuleggjum hreyfingu Sem félagi í verkalýðsfélagi og Samtökum leigjenda hvet ég stjórnir allra verkalýðsfélaga að styðja við baráttu leigjenda. Sú barátta er og hefur alltaf verið einn af mikilvægustu þáttum stéttarbarátunnar. Almenning allan hvetjum við til að taka virkan þátt í starfi síns verkalýðsfélags og ganga til liðs við Leigjendasamtökin. Barátta verkalýðsins fyrir bættum kjörum og betra lífi er alltaf fram undan. Ef við höldum að hún sé að baki munum við missa niður alla þá sigra sem formæður og -feður okkar börðust fyrir. Andstæðingar okkar hafa ekki lagt niður sín vopn heldur sækja að okkur með öllu sínu afli, okra á okkur og grafa undan rétti okkar, reyna að þagga niður í okkur og kúga. Það er kominn tími til að við tökum upp okkar vopn, sameinumst, skipuleggjum og berjumst. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæðisbaráttu almennings. Megi sú barátta verða hörð og góð, ánægjuleg og árangursrík. Höfundur eru verkalýðssinni og leigjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir ósigra verkalýðshreyfingarinnar og leigjenda á undanförnum áratugum er kominn tími til að vekja upp og herða baráttu almennings fyrir betra lífi. Á nýfrjálshyggjutímanum höfum við misst frá okkur mikilvæga sigra síðustu aldar. Og ef við bregðumst ekki við verður enn frekar sótt að okkur. Ég vil því hvetja allt fólk til að taka þátt í endurreisn verkalýðshreyfingarinnar og uppbyggingu Samtaka leigjenda. Þetta eru tækin sem við höfum til að berjast fyrir bættum kjörum og réttindum. Sú var staðan fyrir meira en hundrað árum. Og sú er staðan enn í dag. Leiðin frá þrælahaldi Verkalýðsbarátta kveiknaði á upphafsárum iðnbyltingarinnar þegar vinnufólk flykktist úr sveitum til vaxandi bæja. Í fyrstu var staða vinnufólksins ekki svo ólík. Í sveitinni hafði það unnið fyrir mat og húsaskjóli, fengið að borða og sofa undir þaki gegn því að þræla fyrir bóndann. Vinnumennskan var framhald þrælahaldsins. Vinnufólk hafði svo til engan rétt, engan sjálfstæðan efnahag og ekkert vald yfir eigin lífi. Í bæjunum var þetta ekki mikið öðruvísi. Þar vann fólkið frá morgni til kvölds fyrir launum sem rétt dugðu fyrir mat og húsaskjóli. En þótt munurinn væri lítill þá skipti hann sköpum. Bara það að fá laun hjá verksmiðjueigandanum og bera þau til leigusalans fól í sér vald og tækifæri. Og þegar sú breyting átti sér stað innan hóps vinnufólks sem var ekki sjö manna eða sautján manna eins og í sveitinni, heldur sjötíu manna og sjö hundruð, jafnvel sjö þúsund, eins og í vaxandi bæjum og borgum iðnbyltingarinnar, þá gat þessi breyting orðið svo veigamikil að hún umbylti heiminum. Helvíti óhefts kapítalisma Barátta vinnufólksins, sem nú hét verkalýður, beindist í fyrstu að þrennu. Í fyrsta lagi að kröfunni um hærri laun fyrir vinnuna. Í öðru lagi að valdi yfir eigin tíma, að þurfa ekki að vinna svo til allan sólarhringinn, að geta hvílst og jafnvel átt frjálsa stund vakandi. Og í þriðja lagi að lækkun húsaleigu, svo leigusalinn æti ekki upp allan árangur af baráttunni fyrir hækkun launa. Í upphafi iðnbyltingar átti verkalýðurinn ekkert og allra síst eigið húsnæði. Verkafólk leigði hjá hinum betur settu og auðvaldinu, sem oft átti einnig verksmiðjurnar og atvinnutækin og keypti vinnuna af fólkinu á daginn sem það leigði skjól yfir nóttina. Fólkið var þannig klemmt á milli lágra launa og hárrar húsaleigu. Til að öðlast frelsi þurfti verkalýðurinn að spyrna í báðar áttir, að hækka laun og lækka leigu. Búfénaður öðlast mannréttindi Ef einhver heldur að þetta sé saga úr fjarlægri sveit þá er svo ekki. Íslensk verkalýðsbarátta kveiknaði af nákvæmlega sömu þörf þegar vinnufólk flutti úr sveit í vaxandi sjávarbyggðir við upphaf hinnar íslensku iðnbyltingar, vélvæðingu bátanna. Þegar fólk kom til bæjanna leigði það skúr eða skonsu og borgaði fyrir með stórum hluta launa sinna. Barátta verkalýðsins næstu áratugina skilaði hærri launum og betri lífskjörum. Vinnufólkið fékk vísi af fjárhagslegu sjálfstæði með hækkun launa, færri vinnustundum og lækkun húsnæðiskostnaðar. Og vald þess jókst með almennum kosningarétti og viðurkenningu löggjafans á verkalýðsbaráttu. Í krafti þess valds var byggð upp almenn heilbrigðisþjónusta, skólakerfi, almannatryggingar og allt það sem við teljum einhvers virði í samfélaginu. Þrátt fyrir að þeirri sögu sé haldið að ykkur að samfélagsþróunin hafi verið drifin áfram af tækninýjungum og sókn kapítalista eftir gróða, þá var drifkrafturinn sókn vinnufólksins eftir frelsi og réttlæti. Á fáeinum áratugum tókst þessu fólki að umbreyta sér úr réttindalausum búfénaði í fullgilda borgara sem með samtakamætti sínum tókst að hafa afgerandi áhrif á samfélagsgerðina. Heilbrigt húsnæðiskerfi er afkvæmi baráttu hinna kúguðu Öll þau réttindi sem við njótum í dag voru sótt með baráttu. Það eru engin dæmi þess að þau sem fóru með völdin hafi látið þau frá sér vegna eigin hugdettu eða skyndilegri þörf fyrir að vera réttlát eða sanngjörn. Leið verkalýðsins í húsnæðismálum var að standa fyrir byggingu ódýrs og öruggs húsnæðis, ýmist á vegum verkalýðsins sjálfs, verkalýðsfélaga, sveitarfélaga eða ríkis. Hvergi gerðist það að hinn svokallaði markaður hafi svarað þörf almennings fyrir ódýrt og öruggt húsnæði. Og verkalýðurinn beitti sér fyrir lögum sem færðu leigjendum rétt í ójafnri stöðu sinni gagnvart leigusalanum. Þetta var barátta um að flytja völdin á húsnæðismarkaði frá bröskurum og okrurum yfir til verkalýðsins, almennings. Með þessari baráttu var svo til hægt að útrýma hinum ógeðfelldu landlord-um úr flestum samfélögum, hrægömmum sem lögðust á fólk í húsnæðisvanda og féflettu það. Þetta var gert með því að fullnægja þörf fólks fyrir ódýrt og öruggt húsnæði innan félagslegra kerfa og með því að regluvæða leigumarkaðinn og setja þar á leiguþak og leigubremsu. Gagnbylting auðvaldsins Með sigri nýfrjálshyggjunni snerist þessi þróun hins vegar við. Hægt var á uppbyggingu félagslegs húsnæðis eða þau kerfi einkavædd að huta eða algjörlega. Efnamikið fólk og auðhringir réðust síðan inn á húsnæðismarkaðinn og keyrðu upp leiguverð. Á Íslandi byrjaði þessi þróun stuttu fyrir aldamót á eyðileggingu Verkamannabústaðanna og stöðvun uppbyggingar félagslegs leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaga. Fyrir Hrun hófst síðan sókn efnafólks og hrægammasjóða inn á húsnæðismarkaðinn og magnaðist enn frekar eftir Hrun. Þessi þróun hefur fækkað þeim sem hafa efni á að eignast húsnæði og fjölgað þeim sem eru föst á leigumarkaði, þar sem þau eru ofurseld okrurum og hrægömmum. Við erum því á leið aftur til þess ástands sem ríkti áður en verkalýðnum tókst með samtakamætti að umbreyta samfélögunum. Í dag reka stjórnvöld stefnu sem fellur algjörlega að kröfum og þörfum okrara og braskara en sinnir í engu þörfum leigjenda. Eini munurinn á stjórnvöldum í dag og borgaralegum stjórnvöldum fyrir tíma almenns kosningaréttar er að stjórnvöld í dag beita almannatengslum til að friða almenning. Fyrir tíma almenns kosningaréttar þurfti stjórnvöld ekki að þykjast, þau ráku stefnu sem þjónaði hinum ríku og reyndu ekki að fela það. Leiðin sem verkalýðurinn fann fyrir meira en hundrað árum var að byggja upp almannasamtök og verkalýðsfélög. Með samtakamætti gat almenningur sýnt fram á afl sitt, að allt sem verður til í samfélaginu er hans verk. Við þurfum því ekki að velta fyrir okkur hvað beri að gera frammi fyrir ógnarvaldi auðvaldsins og auðsveipni stjórnvalda gagnvart hinum fáu, ríku og valdamiklu. Lausnin er endurreisn verkalýðshreyfingarinnar sem baráttutæki almennings og uppbygging almannasamtaka á borð við Samtök leigjenda. Sýnum samstöðu og skipuleggjum hreyfingu Sem félagi í verkalýðsfélagi og Samtökum leigjenda hvet ég stjórnir allra verkalýðsfélaga að styðja við baráttu leigjenda. Sú barátta er og hefur alltaf verið einn af mikilvægustu þáttum stéttarbarátunnar. Almenning allan hvetjum við til að taka virkan þátt í starfi síns verkalýðsfélags og ganga til liðs við Leigjendasamtökin. Barátta verkalýðsins fyrir bættum kjörum og betra lífi er alltaf fram undan. Ef við höldum að hún sé að baki munum við missa niður alla þá sigra sem formæður og -feður okkar börðust fyrir. Andstæðingar okkar hafa ekki lagt niður sín vopn heldur sækja að okkur með öllu sínu afli, okra á okkur og grafa undan rétti okkar, reyna að þagga niður í okkur og kúga. Það er kominn tími til að við tökum upp okkar vopn, sameinumst, skipuleggjum og berjumst. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæðisbaráttu almennings. Megi sú barátta verða hörð og góð, ánægjuleg og árangursrík. Höfundur eru verkalýðssinni og leigjandi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun