Íslendingar of óþolinmóðir gagnvart erlendum hreim Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 12:16 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár. Vísir/Arnar Prófessor í íslensku hvetur Íslendinga til að sýna útlendingum sem tala ófullkomna íslensku eða íslensku með sterkum hreim þolinmæði. Hann var ánægður með ávarp fjallkonunnar í ár sem flutti íslenskt ljóð á þjóðhátíðardaginn með sterkum pólskum hreim. Fjallkonan í ár var Sylwia Zajkowska sem flutti til landsins frá Póllandi en hún flutti ljóð í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálmsdóttur. En sú staðreynd að fjallkonan væri pólsk í ár og flytti ávarp sitt með áberandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjallkonan eigi að tala á lýtalausri íslensku. „Ég skil það svo sem vel í þessu tilviki að sumum hafi gengið misjafnlega að skilja fjallkonuna því að auðvitað var sterkur erlendur hreimur í máli hennar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands. Hann var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. „Við erum svo vön því að búa í eintyngdu samfélagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á íslensku að móðurmáli.“ Þetta telur Eiríkur eina helstu ástæðu þess hve Íslendingar geta verið óþolinmóðir gagnvart fólki af erlendum uppruna sem reynir að tala íslensku. Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og að þeim muni fjölga í framtíðinni. „Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auðvelda þessu fólki að ná valdi á íslensku og sýna því þá þolinmæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ósveigjanleg í kröfum um einhverja fullkomna íslensku, fullkominn framburð og fullkomnar beygingar og svo framvegis?“ segir Eiríkur. Fari Íslendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á íslensku. „Og þeir einangrast bara í samfélaginu. Og það er náttúrulega stórhættulegt bæði fyrir íslenskuna og náttúrulega fólkið sjálft og bara lýðræðið í landinu,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í samfélagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjallkonunni. Íslensk fræði 17. júní Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Fjallkonan í ár var Sylwia Zajkowska sem flutti til landsins frá Póllandi en hún flutti ljóð í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálmsdóttur. En sú staðreynd að fjallkonan væri pólsk í ár og flytti ávarp sitt með áberandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjallkonan eigi að tala á lýtalausri íslensku. „Ég skil það svo sem vel í þessu tilviki að sumum hafi gengið misjafnlega að skilja fjallkonuna því að auðvitað var sterkur erlendur hreimur í máli hennar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands. Hann var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. „Við erum svo vön því að búa í eintyngdu samfélagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á íslensku að móðurmáli.“ Þetta telur Eiríkur eina helstu ástæðu þess hve Íslendingar geta verið óþolinmóðir gagnvart fólki af erlendum uppruna sem reynir að tala íslensku. Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og að þeim muni fjölga í framtíðinni. „Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auðvelda þessu fólki að ná valdi á íslensku og sýna því þá þolinmæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ósveigjanleg í kröfum um einhverja fullkomna íslensku, fullkominn framburð og fullkomnar beygingar og svo framvegis?“ segir Eiríkur. Fari Íslendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á íslensku. „Og þeir einangrast bara í samfélaginu. Og það er náttúrulega stórhættulegt bæði fyrir íslenskuna og náttúrulega fólkið sjálft og bara lýðræðið í landinu,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í samfélagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjallkonunni.
Íslensk fræði 17. júní Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira