Æt blóm í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2022 20:06 Þórður og Áslaug, sem reka og eiga einu garðyrkjustöðina á Snæfellsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eina garðyrkjustöðin á Snæfellsnesi gerir það gott en hún framleiðir meðal annars salöt og æt blóm, ásamt því að vera með kaffihús með gómsætum hnallþórum. Það eru þau Áslaug Sigvaldadóttir og Þórður Runólfsson, sem eiga og reka stöðina og hafa gert það síðustu ár. Salat fyrir Snæfellinga er uppistaðan í ræktuninni, sem er vatnsræktun. „Við erum ekki tæknivædd, þetta er allt á höndum, þannig að við þurfum að passa þetta reglulega. Þórður er eiginlega vakandi og sofandi yfir þessu alla daga og sér um áburðargjöfina og loftunina og allt, sem snýr að því húsi. Ég aftur á móti sái og pakka,“ segir Áslaug. Eins og allt salat þá er það borðað með góðri lyst, en í Lágafelli eru líka ræktuð blóm, sem má borða með góðri lyst. Áslaug segir meira en nóg að gera í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, fólk er svolítið hrætt við að borða blóm af því að það heldur að þau séu eitruð eða eitthvað en salat og margt af þessu, sem við erum að borða eru blómin, eins og blómkál, það er í rauninni blómið af kálinu,“ bætir Áslaug við. Það er mikil vinna að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell. „Þetta er náttúrulega eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn allt lífið á meðan þú starfar við, því þú þarft að sinna þessu dag og nótt. Þú mátt ekkert fara af bæ eina nótt, þú veist ekkert hvað getur gerst, getur vatnið dottið af salatinu eða eitthvað annað komið uppá,“ segir Þórður. Þórður Runólfsson segir að það sé eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell.Magnús Hlynur Hreiðarsson Áslaug og Þórður eru líka með kaffihús og gallerí við gróðrarstöðina þar sem boðið er upp á hnallþórur af bestu gerð. Áslaug með eina af kökunum í kaffihúsi þeirra hjóna, eplakaka með trönuberjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að sjá upplýsingar um garðyrkjustöðina Snæfellsbær Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Það eru þau Áslaug Sigvaldadóttir og Þórður Runólfsson, sem eiga og reka stöðina og hafa gert það síðustu ár. Salat fyrir Snæfellinga er uppistaðan í ræktuninni, sem er vatnsræktun. „Við erum ekki tæknivædd, þetta er allt á höndum, þannig að við þurfum að passa þetta reglulega. Þórður er eiginlega vakandi og sofandi yfir þessu alla daga og sér um áburðargjöfina og loftunina og allt, sem snýr að því húsi. Ég aftur á móti sái og pakka,“ segir Áslaug. Eins og allt salat þá er það borðað með góðri lyst, en í Lágafelli eru líka ræktuð blóm, sem má borða með góðri lyst. Áslaug segir meira en nóg að gera í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, fólk er svolítið hrætt við að borða blóm af því að það heldur að þau séu eitruð eða eitthvað en salat og margt af þessu, sem við erum að borða eru blómin, eins og blómkál, það er í rauninni blómið af kálinu,“ bætir Áslaug við. Það er mikil vinna að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell. „Þetta er náttúrulega eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn allt lífið á meðan þú starfar við, því þú þarft að sinna þessu dag og nótt. Þú mátt ekkert fara af bæ eina nótt, þú veist ekkert hvað getur gerst, getur vatnið dottið af salatinu eða eitthvað annað komið uppá,“ segir Þórður. Þórður Runólfsson segir að það sé eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell.Magnús Hlynur Hreiðarsson Áslaug og Þórður eru líka með kaffihús og gallerí við gróðrarstöðina þar sem boðið er upp á hnallþórur af bestu gerð. Áslaug með eina af kökunum í kaffihúsi þeirra hjóna, eplakaka með trönuberjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að sjá upplýsingar um garðyrkjustöðina
Snæfellsbær Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira