Hátt hygla fasteignasalar sér – Ólögleg sérhagsmunastefna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. júní 2022 08:01 Undanfarið hef ég skrifað um sjálftöku fasteignasala út frá gjaldheimtu og lægra fasteignaverði á kostnað seljenda. Sjálftakan og eiginhagsmunasemin einskorðast þó ekki við þau atriði. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú atriði, frá einkennilegu yfir í lögbrot. 1. Fasteignasalar tryggja sig fyrst Söluþóknanir fasteignasala eru almennt innheimtar með fyrstu greiðslu af kaupverði. Það þýðir að fjárhagslegur ávinningur fasteignasala er horfinn á þeim tímapunkti, svo ef það koma upp vandamál t.d. áður en verður af lokagreiðslu með afsali hefur það engin áhrif á fjárhag fasteignasalans[1]. Ef söluþóknun er sett upp sem hlutfall af söluverði til að reyna binda saman hagsmuni fasteignasala og seljanda (sem þýðir að fasteignasali vinnur fyrir seljanda en ekki kaupanda), er þá ekki einkennilegt að það sé ekki bundið saman í gegnum allt ferlið? Væri ekki eðlilegra að fasteignasalinn hefði hag af því að klára allt ferlið til að fá sína greiðslu, ekki bara fyrri partinn? 2. Fasteignasalar brjóta samkeppnislög Í umræðunni um himinháar söluþóknanir fasteignasala veltir maður fyrir sér af hverju samkeppnin þeirra á milli hafi ekki verið harðari. Eina skýringu er eflaust að finna í hvernig Félag fasteignasala hegðar sér, en við árslok 2017 skrifaði félagið undir sáttmála við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið gekkst við því að hafa brotið samkeppnislög og borgaði stjórnvaldssekt. Nánar tiltekið hafði félagið stundað ólögmætt verðsamráð meðal félagsmanna (fasteignasala) þar sem hvatt var til hækkunar söluþóknana og að lækka þær ekki. Þá gaf félagið ráðleggingar um hvernig mætti réttlæta gjaldtöku af kaupendum og til viðbótar hvatti félagið félagsmenn til að auglýsa eignir eingöngu á vef í eigu félagsins og sniðganga aðra miðla. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafði hins vegar byrjað vegna skrifa í Fréttablaðið um að Félag fasteignasala og lánastofnanir hefðu sammælst um að mjatla eignum hægt og rólega inn á markað á árunum eftir hrun til þess að fjöldi tómra íbúða hefðu sem minnst áhrif á verð. Hér er morgunljóst að sérhagsmunasemin og sjálftakan er svo hömlulaus að hún er ekki bara slæm fyrir neytendur heldur er hún hreinlega ólögleg, eða eins og Samkeppniseftirlitið orðaði það „.. er ljóst af gögnum máls þessa að um umfangsmikil brot á samkeppnislögum var að ræða sem áttu sér stað yfir langt tímabil.“. 3. Fjárkúgun / mútur fasteignasala Ég hef heyrt æði margar ljótar sögur af framferði fasteignasala frá svekktum kaupendum og seljendum. En eina sögu hef ég heyrt ítrekað: Fasteignasali neitar að skila inn tilboði frá kaupanda til seljanda nema að kaupandi skuldbindi sig til þess að selja eigin eign hjá fasteignasalanum. Hér tekur fasteignasalinn eigin hagsmuni umfram hag allra annarra, raunar svo að það hlýtur að vera ólöglegt. Seljandinn fær oft á tíðum ekki besta verð þar sem aðilinn sem skilar inn besta tilboði kann ekki að vilja eða hafa eign fyrir fasteignasalann til að selja. Svo tilboðið skilar sér einfaldlega ekki inn. Á sama tíma fær kaupandi ekki að bjóða í eignina nema að hann greiði fasteignasalanum fyrir það háu gjaldi í formi söluþóknunar á eigin eign. Hér tapa bæði seljendur og kaupendur stórkostlega, kaupandi er beittur fjárkúgun en fasteignasalinn gulltryggir sjálfan sig. Vitanlega á þessi hegðun ekki við alla fasteignasala, en það að ég hafi persónulega heyrt frá fleiri en einum og fleiri en tveimur sem hafa lent illa í því út af nákvæmlega svona atviki segir mér ákveðna sögu. Af framangreindu og fyrri greinaskrifum mínum held ég að það eigi ekki nokkur maður að vera í vafa um það að fasteignasalar starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og lítið fyrir aðra. Það er löngu kominn tími á breytingar á markaði þannig að fasteignasalar ráða ekki lengur ferðinni. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. [1] Sem rímar ágætlega við að fasteignasalar hafa enga lagalega skyldu til að halda afsals fund með kaupanda og seljanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fasteignamarkaður Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég skrifað um sjálftöku fasteignasala út frá gjaldheimtu og lægra fasteignaverði á kostnað seljenda. Sjálftakan og eiginhagsmunasemin einskorðast þó ekki við þau atriði. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú atriði, frá einkennilegu yfir í lögbrot. 1. Fasteignasalar tryggja sig fyrst Söluþóknanir fasteignasala eru almennt innheimtar með fyrstu greiðslu af kaupverði. Það þýðir að fjárhagslegur ávinningur fasteignasala er horfinn á þeim tímapunkti, svo ef það koma upp vandamál t.d. áður en verður af lokagreiðslu með afsali hefur það engin áhrif á fjárhag fasteignasalans[1]. Ef söluþóknun er sett upp sem hlutfall af söluverði til að reyna binda saman hagsmuni fasteignasala og seljanda (sem þýðir að fasteignasali vinnur fyrir seljanda en ekki kaupanda), er þá ekki einkennilegt að það sé ekki bundið saman í gegnum allt ferlið? Væri ekki eðlilegra að fasteignasalinn hefði hag af því að klára allt ferlið til að fá sína greiðslu, ekki bara fyrri partinn? 2. Fasteignasalar brjóta samkeppnislög Í umræðunni um himinháar söluþóknanir fasteignasala veltir maður fyrir sér af hverju samkeppnin þeirra á milli hafi ekki verið harðari. Eina skýringu er eflaust að finna í hvernig Félag fasteignasala hegðar sér, en við árslok 2017 skrifaði félagið undir sáttmála við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið gekkst við því að hafa brotið samkeppnislög og borgaði stjórnvaldssekt. Nánar tiltekið hafði félagið stundað ólögmætt verðsamráð meðal félagsmanna (fasteignasala) þar sem hvatt var til hækkunar söluþóknana og að lækka þær ekki. Þá gaf félagið ráðleggingar um hvernig mætti réttlæta gjaldtöku af kaupendum og til viðbótar hvatti félagið félagsmenn til að auglýsa eignir eingöngu á vef í eigu félagsins og sniðganga aðra miðla. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafði hins vegar byrjað vegna skrifa í Fréttablaðið um að Félag fasteignasala og lánastofnanir hefðu sammælst um að mjatla eignum hægt og rólega inn á markað á árunum eftir hrun til þess að fjöldi tómra íbúða hefðu sem minnst áhrif á verð. Hér er morgunljóst að sérhagsmunasemin og sjálftakan er svo hömlulaus að hún er ekki bara slæm fyrir neytendur heldur er hún hreinlega ólögleg, eða eins og Samkeppniseftirlitið orðaði það „.. er ljóst af gögnum máls þessa að um umfangsmikil brot á samkeppnislögum var að ræða sem áttu sér stað yfir langt tímabil.“. 3. Fjárkúgun / mútur fasteignasala Ég hef heyrt æði margar ljótar sögur af framferði fasteignasala frá svekktum kaupendum og seljendum. En eina sögu hef ég heyrt ítrekað: Fasteignasali neitar að skila inn tilboði frá kaupanda til seljanda nema að kaupandi skuldbindi sig til þess að selja eigin eign hjá fasteignasalanum. Hér tekur fasteignasalinn eigin hagsmuni umfram hag allra annarra, raunar svo að það hlýtur að vera ólöglegt. Seljandinn fær oft á tíðum ekki besta verð þar sem aðilinn sem skilar inn besta tilboði kann ekki að vilja eða hafa eign fyrir fasteignasalann til að selja. Svo tilboðið skilar sér einfaldlega ekki inn. Á sama tíma fær kaupandi ekki að bjóða í eignina nema að hann greiði fasteignasalanum fyrir það háu gjaldi í formi söluþóknunar á eigin eign. Hér tapa bæði seljendur og kaupendur stórkostlega, kaupandi er beittur fjárkúgun en fasteignasalinn gulltryggir sjálfan sig. Vitanlega á þessi hegðun ekki við alla fasteignasala, en það að ég hafi persónulega heyrt frá fleiri en einum og fleiri en tveimur sem hafa lent illa í því út af nákvæmlega svona atviki segir mér ákveðna sögu. Af framangreindu og fyrri greinaskrifum mínum held ég að það eigi ekki nokkur maður að vera í vafa um það að fasteignasalar starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og lítið fyrir aðra. Það er löngu kominn tími á breytingar á markaði þannig að fasteignasalar ráða ekki lengur ferðinni. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. [1] Sem rímar ágætlega við að fasteignasalar hafa enga lagalega skyldu til að halda afsals fund með kaupanda og seljanda.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun