Lögreglan er fyrir alla Fjölnir Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda. Ég taldi og tel mikilvægt fyrir samfélagið að gera betur sýnilegt hversu fjölbreyttur hópur fólks starfar innan lögreglunnar. Ég spurðist því fyrir um hvort Landssamband lögreglumanna gæti með einhverjum hætti lagt sitt að mörkum til Hinsegindaga. Þegar ég bar þessa hugmynd upp varð ég strax var við ákveðna tortryggni hjá aðilum sem starfa að málefnum hinsegin fólks. Mér var vel tekið af öllum þeim sem ég ræddi við en var tjáð að þátttaka félags sem á einhvern hátt tengdist lögreglunni yrði líklega ekki vel séð inna hinsegin samfélagsins. Þetta urðum mér auðvitað viss vonbrigði því líkt og áður segir sá ég þetta sem tækifæri til þess að veita hinsegin lögreglumönnum aukin stuðning og gera þá betur sýnilega innan lögreglunnar. Ég tel að þessi aukni sýnileiki gæti hjálpað mikið til í samfélagsumræðunni og við að útrýma fordómum. Margir virðast líta á lögregluna sem mjög einsleitan hóp sem er auðvitað ekki rétt heldur starfar þar fjölbreytur hópur fólks með mismunda kyn, kynhneigð, þarfir og langanir. Það eru mér auðvitað líka vonbrigði að hópur hinsegin fólks í samfélaginu skuli líta á lögregluna sem einhverskonar andstæðing sinn. Auðvitað er ég ekki svo blindur eða gleyminn að ég viti ekki að mjög víða í samfélaginu hafa á síðustu árum og áratugum verið fordómar gagnvart hinsegin fólki, bæði hjá ýmsum ríkisstofnunum og hjá einstaklingum í samfélaginu og því má telja fullvíst að líka hafi verið fordómar meðal sumra lögreglumanna í gegnum tíðina. En ég hafði á einhvern hátt í einfaldleika mínum talið mér trú um að þeir tímar væru liðnir og samskipti lögreglu við hinsegin fólk undanfarin ár hefðu ekki gengið verr eða betur en við aðra borgara landsins. Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess. Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis. Það er ungu fólki nauðsynlegt að eiga fyrirmyndir á sem flestum sviðum samfélagsins og því tel ég mjög mikilvægt fyrir ungt hinsegin fólk að vita að innan lögreglunnar starfar fjöldi hinsegin fólks og að þau geta fundið sínar fyrirmyndir þar. Mér finnst áríðandi að koma því á framfæri að lögreglan er fyrir alla. Öll eiga að fá sömu þjónustu hjá lögreglunni óháð kyni eða kynhneigð og öll eiga að geta starfað innan lögreglunnar óháð kyni eða kynhneigð. Lögreglumenn er sú starfstétt sem á að tryggja að farið sé að lögum og að lýðræði og mannréttindi séu virt í hvívetna í samfélaginu öllu. Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Hinsegin Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég tók við sem formaður stéttarfélags lögreglumanna fyrir um ári síðan og fljótlega fór ég að velta fyrir mér með hvaða hætti félagið gæti lagt sitt að mörkum til baráttu hinsegins fólks í samfélaginu. Innan lögreglunnar eins og annarstaðar starfar auðvitað fólk með mismunandi kynhneigðir og ég fór að hugsa um hvort að þessir félagar mínir ættu ekki rétt á, vildu og þyrftu á auknum stuðningi félags síns að halda. Ég taldi og tel mikilvægt fyrir samfélagið að gera betur sýnilegt hversu fjölbreyttur hópur fólks starfar innan lögreglunnar. Ég spurðist því fyrir um hvort Landssamband lögreglumanna gæti með einhverjum hætti lagt sitt að mörkum til Hinsegindaga. Þegar ég bar þessa hugmynd upp varð ég strax var við ákveðna tortryggni hjá aðilum sem starfa að málefnum hinsegin fólks. Mér var vel tekið af öllum þeim sem ég ræddi við en var tjáð að þátttaka félags sem á einhvern hátt tengdist lögreglunni yrði líklega ekki vel séð inna hinsegin samfélagsins. Þetta urðum mér auðvitað viss vonbrigði því líkt og áður segir sá ég þetta sem tækifæri til þess að veita hinsegin lögreglumönnum aukin stuðning og gera þá betur sýnilega innan lögreglunnar. Ég tel að þessi aukni sýnileiki gæti hjálpað mikið til í samfélagsumræðunni og við að útrýma fordómum. Margir virðast líta á lögregluna sem mjög einsleitan hóp sem er auðvitað ekki rétt heldur starfar þar fjölbreytur hópur fólks með mismunda kyn, kynhneigð, þarfir og langanir. Það eru mér auðvitað líka vonbrigði að hópur hinsegin fólks í samfélaginu skuli líta á lögregluna sem einhverskonar andstæðing sinn. Auðvitað er ég ekki svo blindur eða gleyminn að ég viti ekki að mjög víða í samfélaginu hafa á síðustu árum og áratugum verið fordómar gagnvart hinsegin fólki, bæði hjá ýmsum ríkisstofnunum og hjá einstaklingum í samfélaginu og því má telja fullvíst að líka hafi verið fordómar meðal sumra lögreglumanna í gegnum tíðina. En ég hafði á einhvern hátt í einfaldleika mínum talið mér trú um að þeir tímar væru liðnir og samskipti lögreglu við hinsegin fólk undanfarin ár hefðu ekki gengið verr eða betur en við aðra borgara landsins. Þó ég sé ekki í stöðu til þess að lofa því þá er ég alveg sannfærður um að stjórnendur lögreglunnar í dag eru tilbúnir að biðjast afsökunar á framferði lögreglunnar þegar hún hefur brotið á fólki vegna kynhneigðar þess. Til þess að græða slík sár mætti til dæmis safna slíkum sögum saman til að læra af þeim og fá þá sem telja að brotið hafi verið á til að segja sína sögu. Fyrir slíku fyrirkomulagi eru nokkur fordæmi hér innanlands og erlendis. Það er ungu fólki nauðsynlegt að eiga fyrirmyndir á sem flestum sviðum samfélagsins og því tel ég mjög mikilvægt fyrir ungt hinsegin fólk að vita að innan lögreglunnar starfar fjöldi hinsegin fólks og að þau geta fundið sínar fyrirmyndir þar. Mér finnst áríðandi að koma því á framfæri að lögreglan er fyrir alla. Öll eiga að fá sömu þjónustu hjá lögreglunni óháð kyni eða kynhneigð og öll eiga að geta starfað innan lögreglunnar óháð kyni eða kynhneigð. Lögreglumenn er sú starfstétt sem á að tryggja að farið sé að lögum og að lýðræði og mannréttindi séu virt í hvívetna í samfélaginu öllu. Það er einlæg von mín og trú að hinsegin samfélagið og lögreglan taki höndum saman í baráttunni fyrir jafnara samfélagi þar sem hinsegin fólk nýtur nákvæmlega sömu viðhorfa og þjónustu allir aðrir, bæði innan lögreglunnar og út í samfélaginu. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun