Grótta tyllti sér á topp deildarinnar Hjörvar Ólafsson skrifar 5. júlí 2022 21:13 Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson Grótta situr á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins í 10. umferð deildarinnar. Heil umferð var spiluð í kvöld en fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós í leikjunum sex. Oliver Dagur Thorlacius, Kristófer Pétursson og Kjartan Halldórsson tvö skoruðu mörk Gróttu sem vann 4-1 sigur gegn Fjölni í leik liðanna á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Reynir Haraldsson lagði hins vegar stöðuna fyrir gestina úr Grafarvoginum. Fylkir gerði út um leik sinn við Þrótt Vogum í fyrri hálfleik en lokatölur í þeim leik urðu 3-0 Árbæingum í vil. Mathias Laursen, Þórður Hafþórsson og Arnór Jónsson voru á skotskónum í þeim leik sem fram fór í Vogunum. Það var mikil dramatík þegar HK og Grindavík leiddu saman hesta sína í Kórnum í Kópavogi. Örvar Eggertsson náði þar forystunni fyrir HK strax á annarri mínútu. Bjarna Runólfssyni, leikmanni HK, var vísað af velli með beinu rauðu spjaldi um miðbik seinni hálfleiks. Í uppbótartíma leiksins jafnað Tómas Ásgeirsson svo metin úr vítaspyrnu og útlit var fyrir að liðin myndu skipta stigunum á milli sín. Bruno Soares var hins vegar ekki á sama máli en hann skoraði sigurmark HK-liðsins á lokaandartökum leiksins. Afturelding snéri taflinu sér í vil í leik sínum við Kórdrengi að Varmá og fór með 2-1 sigur af hólmi. Fatai Gbadamosi kom Kórdrengjum yfir en Elmar Kári Enesson Cogic og Javier Ontiveros sáu til þess að Afturelding innbyrtu stigin þrjú. Axel Freyr Harðarson sem kom nýverið til Kórdrengja frá Víkingi fékk tvö gul spjöld og þar með rautt á 67. mínútu leiksins. Grótta hefur 19 stig á toppi deildarinnar, Fylkir, Selfoss og HK koma þar á eftir með 18 stig. Vestri er með 15 stig í fimmta sæti, Grindavík og Fjölnir 14 stig í sjötta og sjöunda sæti. Afturelding og Kórdrengir eru í áttunda til níunda sæti með 13 stig hvort lið. Þór situr í tíunda sæti með 11 stig, KV er í því næstneðsta með sjö stig og Þróttur Vogum vermir botnsætið með tvö stig. Upplýsingar um úrslit, markaskorara og atburði í leikjunum eru fengnar frá urslit.net. Fótbolti Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Oliver Dagur Thorlacius, Kristófer Pétursson og Kjartan Halldórsson tvö skoruðu mörk Gróttu sem vann 4-1 sigur gegn Fjölni í leik liðanna á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Reynir Haraldsson lagði hins vegar stöðuna fyrir gestina úr Grafarvoginum. Fylkir gerði út um leik sinn við Þrótt Vogum í fyrri hálfleik en lokatölur í þeim leik urðu 3-0 Árbæingum í vil. Mathias Laursen, Þórður Hafþórsson og Arnór Jónsson voru á skotskónum í þeim leik sem fram fór í Vogunum. Það var mikil dramatík þegar HK og Grindavík leiddu saman hesta sína í Kórnum í Kópavogi. Örvar Eggertsson náði þar forystunni fyrir HK strax á annarri mínútu. Bjarna Runólfssyni, leikmanni HK, var vísað af velli með beinu rauðu spjaldi um miðbik seinni hálfleiks. Í uppbótartíma leiksins jafnað Tómas Ásgeirsson svo metin úr vítaspyrnu og útlit var fyrir að liðin myndu skipta stigunum á milli sín. Bruno Soares var hins vegar ekki á sama máli en hann skoraði sigurmark HK-liðsins á lokaandartökum leiksins. Afturelding snéri taflinu sér í vil í leik sínum við Kórdrengi að Varmá og fór með 2-1 sigur af hólmi. Fatai Gbadamosi kom Kórdrengjum yfir en Elmar Kári Enesson Cogic og Javier Ontiveros sáu til þess að Afturelding innbyrtu stigin þrjú. Axel Freyr Harðarson sem kom nýverið til Kórdrengja frá Víkingi fékk tvö gul spjöld og þar með rautt á 67. mínútu leiksins. Grótta hefur 19 stig á toppi deildarinnar, Fylkir, Selfoss og HK koma þar á eftir með 18 stig. Vestri er með 15 stig í fimmta sæti, Grindavík og Fjölnir 14 stig í sjötta og sjöunda sæti. Afturelding og Kórdrengir eru í áttunda til níunda sæti með 13 stig hvort lið. Þór situr í tíunda sæti með 11 stig, KV er í því næstneðsta með sjö stig og Þróttur Vogum vermir botnsætið með tvö stig. Upplýsingar um úrslit, markaskorara og atburði í leikjunum eru fengnar frá urslit.net.
Fótbolti Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira