Vilja lífrænar jólaskreytingar á leiðin í kirkjugörðum Reykjavíkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2022 20:04 Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur og Helena Sif með lífrænar jólaskreytingar eins og þau vilja sjá á leiðum um næstu jól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn kirkjugarð Reykjavíkur eru farnir að huga að jólaskreytingum á leiðin fyrir næstu jól því þeir vilja að aðstandendur komi með lífrænar jólaskreytingar með eplum og appelsínum á leiðin. Þeir hafa búið til nokkrar þannig prufu skreytingar. Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur fengið sig fullsadda af þeim jólaskreytingum, sem aðstandendur hafa komið með á leiði síns fólks í gegnum árin því það er svo mikið af kúlum, seríum, vírum og fleiru á skreytingunum, sem starfsmennirnir þurfa alltaf að klippa af eftir jólin og flokka með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir kirkjugarðana. Nú vilja þeir umbreyta öllu og biðja fólk hér eftir að koma með lífrænar jólaskreytingar eins og Helena verkstjóri í Gufuneskirkjugarði hefur verið að búa til. Á milli 15 og 20 þúsund leiði eru í garðinum. „Við erum svona aðeins að reyna að undirbúa jólin og hvetja fólk til að búa til lífrænar jólaskreytingar. Þetta er bara mjög einfalt, epli og appelsína, Hörborði og voða fallegt,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, verkstjóri í Gufuneskirkjugarði. Hún segir mjög dýrt fyrir kirkjugarðana að farga jólaskreytingum af leiðum eftir hver jól. „Já, þetta er mest megnis plast og vír, sem er á þessum greinum. Þetta þurfum við allt að flokka og senda frá okkur í Sorpu og það er bara orðið ofboðslega dýrt og þetta tekur ofboðslega langan tíma, tíma sem við gætum annars notað í að hirða leiðin og hirða garðinn,“ segir Helena. næstu jól. Helena Sif hefur verið að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af skreytingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helena segir líka mjög leiðinlegt að sjá hvernig fólk hunsar merkingar í kirkjugarðinum, þar sem stendur til dæms að bara megi fara lífrænt ofan í, eru fullt af ruslapokum og öðru plasti, sem má alls ekki fara í "Fólk er mjög óduglegt að hjálpa okkur við að flokka.“ Helena er ánægð með hvernig lífrænu jólaskreytingarnar koma út á leiðunum. „Þetta kemur bara virkilega vel út og svona vil ég að þetta verði um næstu jól. Ég er viss um að fólk hlustar og fer eftir þessum tilmælum okkar,“ segir Helena að síðustu. Hörborði, epli, appelsína og mandarína á greina er það sem starfsfólk kirkjugarðanna vill sjá á leiðum kirkjugarða Reykjavíkur framvegis um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kirkjugarðar Jól Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur fengið sig fullsadda af þeim jólaskreytingum, sem aðstandendur hafa komið með á leiði síns fólks í gegnum árin því það er svo mikið af kúlum, seríum, vírum og fleiru á skreytingunum, sem starfsmennirnir þurfa alltaf að klippa af eftir jólin og flokka með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir kirkjugarðana. Nú vilja þeir umbreyta öllu og biðja fólk hér eftir að koma með lífrænar jólaskreytingar eins og Helena verkstjóri í Gufuneskirkjugarði hefur verið að búa til. Á milli 15 og 20 þúsund leiði eru í garðinum. „Við erum svona aðeins að reyna að undirbúa jólin og hvetja fólk til að búa til lífrænar jólaskreytingar. Þetta er bara mjög einfalt, epli og appelsína, Hörborði og voða fallegt,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, verkstjóri í Gufuneskirkjugarði. Hún segir mjög dýrt fyrir kirkjugarðana að farga jólaskreytingum af leiðum eftir hver jól. „Já, þetta er mest megnis plast og vír, sem er á þessum greinum. Þetta þurfum við allt að flokka og senda frá okkur í Sorpu og það er bara orðið ofboðslega dýrt og þetta tekur ofboðslega langan tíma, tíma sem við gætum annars notað í að hirða leiðin og hirða garðinn,“ segir Helena. næstu jól. Helena Sif hefur verið að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af skreytingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helena segir líka mjög leiðinlegt að sjá hvernig fólk hunsar merkingar í kirkjugarðinum, þar sem stendur til dæms að bara megi fara lífrænt ofan í, eru fullt af ruslapokum og öðru plasti, sem má alls ekki fara í "Fólk er mjög óduglegt að hjálpa okkur við að flokka.“ Helena er ánægð með hvernig lífrænu jólaskreytingarnar koma út á leiðunum. „Þetta kemur bara virkilega vel út og svona vil ég að þetta verði um næstu jól. Ég er viss um að fólk hlustar og fer eftir þessum tilmælum okkar,“ segir Helena að síðustu. Hörborði, epli, appelsína og mandarína á greina er það sem starfsfólk kirkjugarðanna vill sjá á leiðum kirkjugarða Reykjavíkur framvegis um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kirkjugarðar Jól Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira