Takmörkuð gæði Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2022 16:00 Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir var sveitarstjóri í Bláskógabyggð á síðasta kjörtímabili. Í tengslum við hjólhýsasvæðið á Laugarvatni hefur henni orðið tíðrætt um takmörkuð gæði Bláskógabyggðar. Þeim beri að úthluta af sanngirni og að allir skuli hafa jafna möguleika á að sækja um þau gæði. Varðandi hjólhýsasvæðið hefur hún bent á að margt af því fólki sem leigi land undir hjólhýsi á Laugarvatni, sé með útrunna samninga og að aðrir samningar séu að renna út. Þeir sem þar eru fyrir hafi engan forgang að áframhaldandi setu og því skuli þeir fara. Ásta hefur einnig tekið fram að sveitarfélagið bjóði út allt sem þau eru að gera og sé í þeim efnum afar opið, sanngjarnt og gæti jafnræðis í hvívetna. Frábært. Eina stöðu hefur sveitarfélagið gleymt að auglýsa lausa til umsóknar, en það er starf sveitarstjóra. Samningur Ástu Stefánsdóttur við sveitarfélagið um setu hennar í starfi sveitarstjóra, rann örugglega út í vor, við sveitarstjórnarkosningarnar. Það er ekkert sem segir að hún eigi að njóta nokkurs forgangs varðandi þetta starf, sem þar að auki hlýtur að teljast til takmarkaðra gæða. Í upphafi nýliðins kjörtímabils var sveitarstjórinn í Bláskógabyggð í hópi fjögurra launahæstu sveitar- bæjar- og borgarstjóra landsins. Ég veit ekki til að launastefna toppanna í Bláskógabyggð hafi breyst verulega síðan þá. Nú er augljóst réttlætismál, og líklega stjórnsýsluleg skylda sveitarfélagsins, að bjóða öllum sem áhuga hafa að sækja um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Til þess að það geti gerst, verður Ásta Stefánsdóttir að pakka saman og fara af skrifstofunni í Aratungu, svo hægt sé að byrja aftur við hreint borð. Ég skil ekkert í löglærðum ráðgjöfum sveitarfélagsins að hafa ekki bent á þetta í tíma. Ásta hlýtur að þurfa einhverjar bætur vegna uppsagnar á þeirri ómálefnalegu framlengingu sem gerð var á ráðningarsamningi hennar eftir kosningarnar í vor. En eins og hún segir sjálf: Hér er um takmörkuð gæði að ræða sem sveitarfélagið úthlutar og þar verður að gæta jafnræðis. Allir eiga að sitja við sama borð og samkvæmt henni eru heldur engin rök fyrir því að sá sem hafði þessa stöðu njóti einhvers forgangs umfram aðra. Nú er sveitarfélagið heppið því það þarf ekki að borga lögfræðistofu fyrir ábendingu mína. Ég skal bara gefa Bláskógabyggð þetta álit alveg ókeypis. Hér með sæki ég, Sigríður Jónsdóttir, búfræðikandídat, framhaldsskólakennari og náttúru- og umhvefisfræðingur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð. Ég er íbúi í Bláskógabyggð og bý í eigin húsnæði, ólíkt sumum öðrum sem hafa sótt tekjur sínar til sveitarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst því yfir að sveitarstjórar vinni allan sólarhringinn. Ég get ekki unnið hvíldarlaust í fjögur ár, þannig að ég áskil mér rétt til að ráða mér aðstoðarmanneskju. Hún fengi greitt af launum mínum sem sveitarstjóri, en þar virðist vera af nógu að taka. Ég hvet Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, til að hafa samband við mig ef hún hefur áhuga fyrir því starfi. Hún hefur sett sig vel inn í mál sem varða stjórnun sveitarfélaga og saman tel ég að við tvær gætum fært margt til betri vegar í Bláskógabyggð. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun