Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 23:52 Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, telur að lúsmýið sé komið til að vera. Vísir Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. „Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“ Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Þetta er búið að gera, finnst mér, dálítið úlfalda úr mýflugu,“ segir Steinar Marberg Egilsson, meindýraeyðir, um lúsmý á Íslandi í Reykjavík síðdegis. Hann segir að flugan þurfi að komast í blóð til að klekja út egg sín en það er kvenflugan sem hefur valdið einhverjum Íslendingum ama í sumar. „Sum okkar fá mikil ofnæmisviðbrögð því flugan spýtir út ensími til að stífla ekki ranann þegar hún sýgur blóðið. Margir eru með ofnæmi fyrir því og ofnæmisviðbrögðin fara á fulla ferð. Þessi umræða sem er búin að vera undanfarin tvö ár, um hvað skal gera, sitt sýnist sumum, það eru allskonar ráðleggingar, ilmefni og ýmislegt. Í raun og veru, eins og með moskítófluguna, þá er ekkert efni rannsakað sem virkar 100 prósent,“ segir Steinar. Austur, suður, norður en ekki vestur Hann sér ekki fram á að lúsmýið hverfi á næstu árum. Flugan hafi dreift úr sér hægt og rólega og finnist nú frá Höfn í Hornafirði til Akureyrar. „Vestfirðir eru ekki komnir inn en við vitum ekki alveg dreifinguna. Þetta byrjaði í Hvalfirðinum og Kollafirðinum og þar. Þetta kom minnir mig árið 2015 og var þá staðbundið. Hægt og rólega hefur þetta dreifst um Suðurlandið og norður á bóginn,“ segir Steinar. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé komið til að vera, ég er eiginlega alveg sannfærður um það.“ Hann segir að það sé hægt að eitra fyrir flugunni en til þess þurfi að kalla til meindýraeyðis. Það sé þó ekki hægt að útrýma henni alveg. Flugan alltaf á ferðinni „Spurningin er líka, er fólk alveg visst um að þetta sé í sínum bústað. Flugan er á fleygiferð, í dag getur hún verið fyrir framan bústaðinn hjá þér og á morgun við bústað númer þrjú. Hún ferðast um,“ segir Steinar. „Til dæmis núna í vor, fólk var bitið og var að sýna myndir, á sama tíma og við erum með bitmýið á fleygiferð, við erum með flónna á fleygiferð. Ég sé það bara á myndum, ég þekki mikið af bitum og hvernig þau líta út. Margt af þessu er ekkert lúsmý, alveg sjötíu prósent.“
Reykjavík síðdegis Lúsmý Dýr Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira