Eftirlitsnefnd Fasteignasala – Hlutlaus eða í vasa Félags Fasteignasala? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júlí 2022 12:00 Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að það væri „óþolandi að fasteignasalar þurfi að sitja undir rógburði“. Af viðtalinu að dæma sér Ingibjörg ekki að neitt vafasamt sé við núverandi vinnubrögð eða gjaldtöku fasteignasala, þetta sé einfaldlega rógburður. Ég held þó að staðan á þessum markaði sé jafnvel verri en ég hef teiknað upp hingað til og tel að Ingibjörg sé ekki endilega besti talsmaður hlutleysis og faglegra vinnubragða fasteignasala. Til að sjá af hverju ætla ég að kafa frekar í tengsl Eftirlitsnefndar Fasteignasala og Félags Fasteignasala. Þegar upp koma mál þar sem seljandi eða kaupandi fasteignar telur fasteignasala hafa brugðist starfsskyldum sínum eða unnið sér fjártjón eru þeim tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er hægt að kæra málið til dómstóla. Það hefur þó sjaldnast nokkuð upp á sig að kæra fasteignasala þar sem ábyrgðin liggur nær undantekningarlaust á kaupanda eða seljanda. Hins vegar er hægt að kæra málið til Eftirlitsnefndar Fasteignasala sem samanstendur af þremur aðilum. Eftirlitsnefndin á að hafa eftirlit með því að fasteignarsalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga og góðra venja í fasteignasölu. Ég leyfi mér þó stórlega að efast um hlutleysi og jafnvel heilindi eftirlitsnefndarinnar í ljósi þess að í nefndinni situr maður sem er einnig framkvæmdastjóri Félags Fasteignasala. Rýnum í af hverju það er vandamál: Ekki eru nema fimm ár síðan að Félag Fasteignasala gekkst við að hafa staðið í umfangsmiklum brotum á samkeppnislögum um langt tímabil[1]. Það er erfitt að trúa því að framkvæmdarstjóri félags sem stuðlaði að ólöglegu samráði meðal fasteignasala sé hæfur til að vera hlutlaus við rannsókn á störfum fasteignasala og að gæta að hagsmunum þeirra sem leggja kærur til eftirlitsnefndarinnar. Þess má geta að Ingibjörg var sjálf formaður Félags Fasteignasala í þrjú af þeim fjórtán árum sem samráðið stóð yfir. Bróður partur fasteignasala eru meðlimir í Félagi Fasteignasala. Hvernig á maður sem er framkvæmdastjóri hagsmunafélags ákveðinnar starfstéttar að vera hlutlaus í mati sínu á störfum eigin félagsmanna? Það er svolítið eins og að lögmaður verjanda hefði einnig með það að gera hvort verjandinn væri dæmdur til saka. Ekki eru allir fasteignasalar meðlimir í Félagi Fasteignasala. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að framkvæmdarstjóri Félags Fasteignasala sjái um rannsóknir á starfsháttum þeirra fasteignasala sem samþykkja ekki starfshætti félagsins og haldi sig utan þess. Miðað við ofangreint þá er eftirlitsnefndin í allra besta falli hlutlaus í álitum sínum en algjörlega blind á hvað ásýnd núverandi fyrirkomulags er ofboðslega slæm. Í versta falli er hins vegar mjög illa komið fyrir fasteignakaupendum, seljendum og mögulega fasteignasölum utan Félags Fasteignasala. Að öllum líkindum er þetta fyrirkomulag til þess fallið að fasteignasalar þurfa enn sjaldnar að bera ábyrgð á störfum sínum, en sú ábyrgð er verulega takmörkuð þegar á hólminn er komið. Það að fyrrverandi formaður Félags Fasteignasala, aðili sem var formaður þegar samráð átti sér stað, sjá ekkert að slíku fyrirkomulagi eða öllu hinu sem er verulega ábótavant á þessum markaði breytir engu um staðreyndir málsins, og gerir slíkar vel ígrundaðar athugasemdir sannanlega ekki að rógburði. Staðreyndin er einfaldlega sú að fasteignasalar eru ekki að veita þjónustu í samræmi við gjaldtöku né eru þeir að auka traust eða taka á sig ábyrgð í söluferlum. Það sem þarf, og það sem er handan við hornið þökk sé tölvutækninni, er að seljendur og kaupendur geti stundað sín viðskipti milliliðalaust og að fasteignasalar selji sína þjónustu, hvort sem er að hluta (t.d. verðmat) eða í heild, á föstu verði sem er mun lægra en það sem gerist í dag. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði [1] Sjá sátt Samkeppniseftirlitsins og Félags Fasteignasala frá 2017.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar