Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 07:01 Kári og Alexander Aron hafa tekið að sér knattspyrnuþjálfun yngri barna gegn hóflegu gjaldi. Vísir/Einar Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir. Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar
Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira