Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2022 10:56 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur á vettvangi eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. Grannt er fylgst með gangi máli á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu sem gengið hefur yfir undanfarna daga. Nokkrir stórir skjálftar hafa mælst og kvikugangur virðist liggja grunnt undir Fagradalsfjalli. Er því talið líklegt að eldgos geti hafist á næstu dögum eða vikum. Ármann ræddi stöðu mála á Reykjanesinu í Reykjavík síðdegis í gær. „Það er enn mikil spennulosun á þessum flekamótum sem liggja um Reykjanesið. Það eru að hluta til allir þessir stóru og miklu stólpar sem tilheyra því. Svo þegar spennan byrjar að losna fer kvikan að troða sér inn í skorpuna og kannski leitar til yfirborð og endar sjálfsagt með því að fáum vonandi bara lítið og þægilegt eldgos,“ sagði Ármann. Aðspurður um hvort slíkt eldgos væri væntanlegt á næstu dögum sagði Ármann að líklega þyrfti að horfa til næstu tveggja mánaða eða svo. „Það er fyrirséð að það verður eldgos, það er bara spurning um hvenær það verður. Ef við erum að horfa í einhvern tímaskala sem mér finnst eiginlega bara vera á morgun eða hinn, þá erum við kannski að tala um næstu einn eða tvo mánuði eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Ármann. „Það er alveg klárt af því að Reykjanesið sjálft er komið í þessar hrinur sem það fer í gegnum reglulega á 7-800 ára fresti. Þar af leiðandi erum við komin í þær aðstæður að við verðum reglulega með eldgos næstu hundrað til tvö hundruð árin,“ sagði Ármann. Sagði hann að gosin sem myndu fylgja þessari hrinu yrðu hraungos, svo lengi sem þau yrðu ekki nálægt sjónum. Ólíklegt væri að fólk yrði í hættu en innviðir á borð við vegi og hús gætu orðið fyrir barðinu á hraunflæði. Vel fylgst með Íslendingar, ekki síst næstu kynslóðir, þyrftu að venjast þessum hræringum á Reykjanesskaga, þær væru komnar til að vera næstu hundrað til tvö hundruð árin. „Ég held að það sé alveg klárt. Þetta tímabil er kannski öðruvísi heldur en önnur sem við höfum upplifað. Eyjaeldar og Kröflueldar sem stóðu ekki nema í tíu ár. Nú erum við að horfa á eitthvað fyrirkomulag sem getur varað næstu tvö hundruð ár. Næstu kynslóðir þurfa bara að fara að venja sig við þetta að þegar þú skreppur í búð sprettur upp gígur einhvers staðar og byrjar að æla hrauni yfir,“ sagði Ármann. InSAR mynd gerð úr gervitunglamyndum og spannar tímabilið 20. júlí til 1. ágúst 2022. Veðurstofan segir myndina sýna vel kvikuinnskotið milli Keilis og Fagradalsfjalls ásamt aflögun samhliða stóra jarðskjálftanum sem varð við Grindavík þann 31. júlí.Veðurstofa Íslands Vel væri hins vegar fylgst með gangi mála og aðvaranir ættu að berast í tæka tíð. „Við erum með mjög góða mæla og Veðurstofan fylgist mjög vel með. Það á alltaf að vera góður fyrirvari. Meðan þetta er á landi þá er þetta aðallega hraun. Það eru svona verstu atvikin, það eru hús og innviðir, vegir, rafmagnslínur, vatnsleiðslur, verksmiðjur og eitthvað svoleiðis sem getur orðið fyrir hraunflóðinu og skemmst.“ En hvað með næstu daga, má búast við að jarðskjálftahrinan haldi áfram? „Ég held það. Við getum alveg reiknað með því að þetta vari í nokkra daga og svo fer nú að styttast í gosið bara.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík síðdegis Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vaktin: Reykjanesið skelfur Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Jarðeldar sjást greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu þar sem eldgos kom upp í mars í fyrra. 3. ágúst 2022 10:22 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Grannt er fylgst með gangi máli á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftahrinu sem gengið hefur yfir undanfarna daga. Nokkrir stórir skjálftar hafa mælst og kvikugangur virðist liggja grunnt undir Fagradalsfjalli. Er því talið líklegt að eldgos geti hafist á næstu dögum eða vikum. Ármann ræddi stöðu mála á Reykjanesinu í Reykjavík síðdegis í gær. „Það er enn mikil spennulosun á þessum flekamótum sem liggja um Reykjanesið. Það eru að hluta til allir þessir stóru og miklu stólpar sem tilheyra því. Svo þegar spennan byrjar að losna fer kvikan að troða sér inn í skorpuna og kannski leitar til yfirborð og endar sjálfsagt með því að fáum vonandi bara lítið og þægilegt eldgos,“ sagði Ármann. Aðspurður um hvort slíkt eldgos væri væntanlegt á næstu dögum sagði Ármann að líklega þyrfti að horfa til næstu tveggja mánaða eða svo. „Það er fyrirséð að það verður eldgos, það er bara spurning um hvenær það verður. Ef við erum að horfa í einhvern tímaskala sem mér finnst eiginlega bara vera á morgun eða hinn, þá erum við kannski að tala um næstu einn eða tvo mánuði eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Ármann. „Það er alveg klárt af því að Reykjanesið sjálft er komið í þessar hrinur sem það fer í gegnum reglulega á 7-800 ára fresti. Þar af leiðandi erum við komin í þær aðstæður að við verðum reglulega með eldgos næstu hundrað til tvö hundruð árin,“ sagði Ármann. Sagði hann að gosin sem myndu fylgja þessari hrinu yrðu hraungos, svo lengi sem þau yrðu ekki nálægt sjónum. Ólíklegt væri að fólk yrði í hættu en innviðir á borð við vegi og hús gætu orðið fyrir barðinu á hraunflæði. Vel fylgst með Íslendingar, ekki síst næstu kynslóðir, þyrftu að venjast þessum hræringum á Reykjanesskaga, þær væru komnar til að vera næstu hundrað til tvö hundruð árin. „Ég held að það sé alveg klárt. Þetta tímabil er kannski öðruvísi heldur en önnur sem við höfum upplifað. Eyjaeldar og Kröflueldar sem stóðu ekki nema í tíu ár. Nú erum við að horfa á eitthvað fyrirkomulag sem getur varað næstu tvö hundruð ár. Næstu kynslóðir þurfa bara að fara að venja sig við þetta að þegar þú skreppur í búð sprettur upp gígur einhvers staðar og byrjar að æla hrauni yfir,“ sagði Ármann. InSAR mynd gerð úr gervitunglamyndum og spannar tímabilið 20. júlí til 1. ágúst 2022. Veðurstofan segir myndina sýna vel kvikuinnskotið milli Keilis og Fagradalsfjalls ásamt aflögun samhliða stóra jarðskjálftanum sem varð við Grindavík þann 31. júlí.Veðurstofa Íslands Vel væri hins vegar fylgst með gangi mála og aðvaranir ættu að berast í tæka tíð. „Við erum með mjög góða mæla og Veðurstofan fylgist mjög vel með. Það á alltaf að vera góður fyrirvari. Meðan þetta er á landi þá er þetta aðallega hraun. Það eru svona verstu atvikin, það eru hús og innviðir, vegir, rafmagnslínur, vatnsleiðslur, verksmiðjur og eitthvað svoleiðis sem getur orðið fyrir hraunflóðinu og skemmst.“ En hvað með næstu daga, má búast við að jarðskjálftahrinan haldi áfram? „Ég held það. Við getum alveg reiknað með því að þetta vari í nokkra daga og svo fer nú að styttast í gosið bara.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík síðdegis Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Vaktin: Reykjanesið skelfur Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Jarðeldar sjást greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu þar sem eldgos kom upp í mars í fyrra. 3. ágúst 2022 10:22 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Vaktin: Reykjanesið skelfur Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Jarðeldar sjást greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu þar sem eldgos kom upp í mars í fyrra. 3. ágúst 2022 10:22
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Minni virkni í nótt en einn stór skjálfti í morgunsárið Nokkuð færri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í nótt en aðeins fjórir mældust þrír að stærð eða stærri. Þar af var einn af stærðinni 4,6 sem reið yfir klukkan hálf sex í morgun. 3. ágúst 2022 06:40
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent