Ferðaplönin vs. raunveruleikinn Hildur Inga Magnadóttir skrifar 8. ágúst 2022 13:30 Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ferðalög Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun