Lestur barna er á ábyrgð foreldra Guðrún Kjartansdóttir skrifar 11. ágúst 2022 15:00 Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. Foreldrum er skylt að láta börnin sín lesa heima. Það eru fyrst og fremst foreldrar sem geta stuðlað að aukinni lestrargetu barna sinna. Ég mæli með að foreldrar fari með börnin sín á hverfisbókasafnið og finni bækur sem vekja áhuga hjá börnunum. Skjánotkun barna er á ábyrgð foreldra og það er ekkert nýtt á nálinni að börn eyða oft á tíðum of miklum tíma fyrir framan skjáinn. Ég tel að það hafi áhrif á lestrarhæfni nemenda við lok grunnskólagöngu. Strákar eyða almennt miklum tíma í tölvuleiki og stelpur í samfélagsmiðla á unglingsárum. Tíma sem hægt er að verja við að lesa bækur. Hér áður fyrr voru börn ekki með aðgengi að snjallsímum og tölvum og eyddu frítíma sínum í lestur. Því miður er það ekki raunin í íslensku samfélagi í dag. Eins og áður hefur komið fram þá er ábyrgðin ekki öll hjá kennurum barnanna, heldur bera foreldrar ábyrgð á lestrinum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef börnin sjá foreldra sína lesa bækur þá getur það stuðlað að auknum lestri þeirra. En raunin er sú að foreldrar horfa mikið á skjáinn á símanum sínum og þá finnst börnunum það sjálfsagt mál að nýta tímann sinn í....niðursokkin í skjáinn. Bækur eru ekki geymdar í bókahillum í eins miklu magni og var hér áður fyrr. Núna eru bækur notaðar sem skrautmunir á heimilum. Ég mæli með að bækur séu í geymdar þannig að þær séu aðgengilegar fyrir börnin. Foreldrar – verið góðar fyrirmyndir og stuðlið að auknum lestri barna ykkar. Það að vera læs við lok grunnskóla er aðalfarvegur frekara náms. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið í umræðunni undanfarinn tíma að lestur barna (sérstaklega drengja) sé ekki nógu góður og skólakerfið sett inn í þá umræðu. Kennarar þurfi að leggja auknar áherslur á lestur barna svo börnin geti lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu. Lítið hefur farið fyrir umræðu foreldra í þessar umfjöllun. Lestur er á ábyrgð foreldra. Foreldrum er skylt að láta börnin sín lesa heima. Það eru fyrst og fremst foreldrar sem geta stuðlað að aukinni lestrargetu barna sinna. Ég mæli með að foreldrar fari með börnin sín á hverfisbókasafnið og finni bækur sem vekja áhuga hjá börnunum. Skjánotkun barna er á ábyrgð foreldra og það er ekkert nýtt á nálinni að börn eyða oft á tíðum of miklum tíma fyrir framan skjáinn. Ég tel að það hafi áhrif á lestrarhæfni nemenda við lok grunnskólagöngu. Strákar eyða almennt miklum tíma í tölvuleiki og stelpur í samfélagsmiðla á unglingsárum. Tíma sem hægt er að verja við að lesa bækur. Hér áður fyrr voru börn ekki með aðgengi að snjallsímum og tölvum og eyddu frítíma sínum í lestur. Því miður er það ekki raunin í íslensku samfélagi í dag. Eins og áður hefur komið fram þá er ábyrgðin ekki öll hjá kennurum barnanna, heldur bera foreldrar ábyrgð á lestrinum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef börnin sjá foreldra sína lesa bækur þá getur það stuðlað að auknum lestri þeirra. En raunin er sú að foreldrar horfa mikið á skjáinn á símanum sínum og þá finnst börnunum það sjálfsagt mál að nýta tímann sinn í....niðursokkin í skjáinn. Bækur eru ekki geymdar í bókahillum í eins miklu magni og var hér áður fyrr. Núna eru bækur notaðar sem skrautmunir á heimilum. Ég mæli með að bækur séu í geymdar þannig að þær séu aðgengilegar fyrir börnin. Foreldrar – verið góðar fyrirmyndir og stuðlið að auknum lestri barna ykkar. Það að vera læs við lok grunnskóla er aðalfarvegur frekara náms. Höfundur er grunnskólakennari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun