Sjókæling á hrauni Hákon Árnason skrifar 15. ágúst 2022 14:01 Er að furða mig á því af hverju ekki hefur heyrst neitt um þann möguleika að beita sjókælingu til að hefta framgöngu á hrauninu í Meradölum sem hugsanlega er að fara að renna alla leiðina niður að Suðurstrandavegi og þaðan hugsanlega í sjó fram. Man ekki betur en að höfninni í Vestmannaeyjum hafi verið bjargað einmitt með þeirri aðferð að dæla sjó á hraunið og hefta framgöngu þess, þar sem sagan segir eins og ég heyrði hana að líklegast hefði hraunið að öllum líkindum lokað höfninni ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða með aðstoð ameríska varnarliðsins sem lagði okkur til sínar stærstu vatns(sjó) dælur. Spurningin er hvort að það væri ekki vænlegur kostur þegar og ef hraunið komið ofanvið Suðurstrandaveginn sé það komið það nálægt sjónum að tiltölulega stutt verður að dæla sjónum á svæðið til kælingar. Gef mig ekki út fyrir að vera einhvern sérfræðing í málinu en mundi telja að við kælingu á framjaðrinum mundi kælda hraunið hlaðast upp og halda við hraunið líkt og svokölluðum leiði görðum er ætlað að gera og sé hugsanlega skilvirkari barátta við að hemja náttúruöflin en varnargarðar. Og að auki hægt væri að grípa til hennar með syttri fyrirvara og með væntanlega minni tilkostnaði þegar og ef það stefnir í að hraunið ógni mannvirkjum og þá er væntanlega bara verið að tala um veginn og þá litlu byggð neðan við það svæði. En eins og ég segi þá er ég ekki sérfræðingur í þessum málum en þó er þetta spurning sem vert væri að reyna að fá svör við og tala við þá aðila sem komu að sjókælingunni í Vestmannaeyjum sem að mér minnir að hafi verið stýrt af verkfræðingum og öðrum þar til bærum aðilum. Eins má ætla að miklu stærri og öflugri tæki og búnaður til verksins séu í boði heldur en voru til í landinu í Vestmanneyjagosinu. Tiltölulega auðvelt væri að gera litlar tilraunir á hrauninu þar sem það rennur núna til að átta sig á hvernig best væri að beita þessari tækni eða þá fá niðurstöðu um það hvort að þetta væri einhver kostur yfirleitt. Höfundur er húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Er að furða mig á því af hverju ekki hefur heyrst neitt um þann möguleika að beita sjókælingu til að hefta framgöngu á hrauninu í Meradölum sem hugsanlega er að fara að renna alla leiðina niður að Suðurstrandavegi og þaðan hugsanlega í sjó fram. Man ekki betur en að höfninni í Vestmannaeyjum hafi verið bjargað einmitt með þeirri aðferð að dæla sjó á hraunið og hefta framgöngu þess, þar sem sagan segir eins og ég heyrði hana að líklegast hefði hraunið að öllum líkindum lokað höfninni ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða með aðstoð ameríska varnarliðsins sem lagði okkur til sínar stærstu vatns(sjó) dælur. Spurningin er hvort að það væri ekki vænlegur kostur þegar og ef hraunið komið ofanvið Suðurstrandaveginn sé það komið það nálægt sjónum að tiltölulega stutt verður að dæla sjónum á svæðið til kælingar. Gef mig ekki út fyrir að vera einhvern sérfræðing í málinu en mundi telja að við kælingu á framjaðrinum mundi kælda hraunið hlaðast upp og halda við hraunið líkt og svokölluðum leiði görðum er ætlað að gera og sé hugsanlega skilvirkari barátta við að hemja náttúruöflin en varnargarðar. Og að auki hægt væri að grípa til hennar með syttri fyrirvara og með væntanlega minni tilkostnaði þegar og ef það stefnir í að hraunið ógni mannvirkjum og þá er væntanlega bara verið að tala um veginn og þá litlu byggð neðan við það svæði. En eins og ég segi þá er ég ekki sérfræðingur í þessum málum en þó er þetta spurning sem vert væri að reyna að fá svör við og tala við þá aðila sem komu að sjókælingunni í Vestmannaeyjum sem að mér minnir að hafi verið stýrt af verkfræðingum og öðrum þar til bærum aðilum. Eins má ætla að miklu stærri og öflugri tæki og búnaður til verksins séu í boði heldur en voru til í landinu í Vestmanneyjagosinu. Tiltölulega auðvelt væri að gera litlar tilraunir á hrauninu þar sem það rennur núna til að átta sig á hvernig best væri að beita þessari tækni eða þá fá niðurstöðu um það hvort að þetta væri einhver kostur yfirleitt. Höfundur er húsasmiður.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar