„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2022 07:01 Ármann Reynisson er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Dóra Júlía/Vísir Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Í fyrsta lagi fjölbreytileikinn og að hver og einn finni sinn stíl og sé snyrtilega klæddur. Það er hægt að vera flott klæddur án þess að vera í einhverri merkjavöru. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er alltaf erfitt að velja eitthvað sérstakt en ætli það sé nú ekki bara strágulu jakkafötin mín, klassískur stíll frá Bellini á Ítalíu. Ég keypti þessi föt í London líklegast fyrir um þrjátíu árum síðan. Þú sérð það að ég geng í fötum sem eru komin til ára sinna líka. Þetta er auðvitað sumarklæðnaður, efnið er létt og fínt, tasmania ull. Ármann Reynisson á glæsilegan og vel með farinn fataskáp.Dóra Júlía/Vísir Ef ég fer til suðurlanda þá get ég tekið þessi föt með ef maður þarf að klæða sig upp fyrir betri boð. En ég verð nú bara að viðurkenna það að ég sé varla íslenskan karlmann í svona jakkafötum. Þetta eru einu jakkafötin mín þar sem ég nota ekki slaufu því það er hneppt upp í hálsmál. Þau eru létt og manni líður óskaplega vel í þessum fötum. En ég get bara klætt mig í þau svona þrisvar sinnum á ári. Ég fer vel með föt og er með föt sem spanna 40 ára tímabil. Ármann með silkitrefil sem er honum kær.Dóra Júlía/Vísir Svo hef ég einhverja flottustu dömu saumakonu landsins sem lagar og lagfærir allt fyrir mig til að halda fötunum í besta lagi. Það er enginn önnur en Stefanía sem rekur Saumastofu Íslands og hún er nýbúin að fara í gegnum allan fataskápinn þannig það er allt í eins fullkomnu lagi og hugsast getur. Hluti af kostnaðinum er greiddur í vinjettu bókum. Ég fór líka með hluta af fatnaðinum til Bjargar - þetta er heilmikið mál að halda þessu í svona fínu formi. Kristinn Kristinsson í Björg sér um að hreinsa og pressa fötin og ég tek til svona einu sinni á ári. Góð efni þau jafna sig yfirleitt ef það koma einhverjar krumpur eða annað þegar þau eru vel upp hengd. Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég gef mér alltaf svona tuttugu mínútur þegar ég er að klæða mig upp. Dagsdaglega er ég í svona casual fötum og þá er ég nú ekki nema þrjár mínútur að velja mér klæðnað, en ég vel mér þó alltaf. Ég hef þann sið hvern einasta morgun að klæða mig eftir skapi, veðri, árstíma og hvað er framundan þann daginn. Og svo skipti ég um föt ef ég er að fara í síðdegis eða kvöldboð eða annað slíkt. Þetta er ákveðin þjálfun og fyrir mig er þetta hugarleikfimi. Málverk af Ármanni sem Ágúst Petersen málaði á sínum tíma en Ágúst málaði áru fólksins.Dóra Júlía/Vísir Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Létt klassískur herrastíll. View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur breyst hægt og sígandi. Ég tek meira af litum til að mynda í slaufum, sokkum, skyrtum og jakkafötum. Það hafa orðið ákveðnar breytingar hjá mér frá einum áratugi til annars, sem betur fer. Maður má ekki staðna og ég er enn að breyta. Ég hugsa að ég geri það bara eins lengi og auðið er. Fyrir fimm árum síðan fór ég að ganga með hatt af algjörri tilviljun. Ég tók þann sið eftir föður mínum. Hann byrjaði að ganga með hatt um tvítugt og hann gekk með hatt í um 50 ár en ég ætlaði nú ekki að ganga með hatt. Alveg sama hvernig veður var þá var faðir minn alltaf með fína hatta, aldrei með vetrarhúfur eða annað slíkt. Ármann Reynisson ber hattana vel.Dóra Júlía/Vísir Ég keypti hatt í gamni í London fyrir um 30 árum síðan og hann var rykfallinn upp í skáp í áratugi. Alveg eins og þegar ég byrjaði að skrifa vinjetturnar þá helltist yfir mig eitthvað, ég var knúinn að fara upp í skáp, sækja hattinn, dusta rykið af honum og setja hann á mig því ég var að fara í óskaplega elegant síðsumarsboð. Ég gerði mér enga grein um hvað þetta myndi vekja mikla athygli. Það er svo sérkennilegt eftir þetta atvik fór ég að setja upp hattinn annað slagið, svo þegar ég var erlendis var ég alltaf að rekast á hattaverslanir sem fóru að bjóða tilboð tveir fyrir einn - ég hafði aldrei rekist á þetta áður. Ég sagði við mig: „Ármann minn þú verður að eiga úrval af höttum.“ Skinnhöttur Ármanns hefur nýst honum vel síðastliðna 35 vetur.Dóra Júlía/Vísir Í London, New York, París og Róm var alltaf að rekast á verslanir með höttum og þá sló ég til. Ég á hvorki meira né minna en fjórtán hatta í dag. Að vísu yfir veturinn þá geng ég alltaf með bjarnaskinns hött sem Eggert Feldskeri hannaði fyrir mig fyrir 36 árum síðan! Eftir að ferðamenn fóru að koma til landsins þá er ég stoppaður af þeim. Ekki nóg með það þá vísa ég alltaf á Eggert feldskera og hann hefur haft stórviðskipti af því. Rúsínan í pylsuendanum með skinnhöttinn minn er að hann hefur lent inn í tvær sögur hjá mér og líka lent á portrettverki af mér sem Hulda Vilhjálms málaði. Ég er búinn að ganga með hana í 35 vetur. Portrett mynd af Ármanni eftir Huldu Vilhálms þar sem skinnhötturinn fær að njóta sín.Dóra Júlía/Vísir Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fékk góða skólun í vali á fötum og litum hjá Báru bleiku Sigurjónsdóttur, líklegast einni af flottustu og best klæddu konum á Íslandi á 20. öld og fram yfir aldamót. The eyes have to travel er enskt máltæki, augun þurfa að ferðast. Þegar ég er á ferðalögum erlendis finnst mér alltaf ánægjulegt að ganga um götur borgarinnar og skoða í glugga verslana, svona window shopping, án þess að ég sé í innkaupaleiðangri. Einstaka sinnum þá sé ég auðvitað tískumyndir í dagblöðunum. Þannig að út frá þessu sjónræna þá myndast áhugi á einhverjum ákveðnum stíl, litum eða fatnaði. Það er svo sérkennilegt að í dag geng ég til að mynda stundum í fötum þar sem það getur verið þrjátíu ára munur á því hvenær ég keypti jakkann og skyrtuna, slaufuna eða skóna en samt smellpassar það saman og myndar eina heild. Það er það sem mér finnst svo ánægjulegt þegar ég er að klæða mig upp og raða saman, þá getur þetta verið frá þremur, fjórum mismunandi tímabilum. Vinjettubók Ármanns frá árinu 2020. Á kápunni klæðist Ármann einum af sínum uppáhalds jakkafötum. Myndin er tekin af Ara Magg. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Enga fjósamennsku. Halda mínum stíl hvað sem öðrum finnst, það er regla númer tvö. Í þriðja lagi þá veitir það vellíðan að klæða sig vel. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það hlýtur að vera uppáhalds flíkin mín, strágulu jakkafötin. Ég er í þessum fötum á portrett mynd ársins 2001 hjá Blaðaljósmyndafélagi Íslands. Og ég taldi mig djarfan að kaupa þessi föt fyrir um þrjátíu árum síðan. Þessi ljósmynd Gunnars Gunnarssonar af Ármanni Reynissyni var valin portrett mynd ársins árið 2001. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að hver og einn finni sinn eigin stíl. Það veitir líka ánægju, að leggja það á sig að finna sinn eigin stíl. Svo þróast þetta líka í undirmeðvitundinni. Það er alveg eins og með sögurnar mínar, undirmeðvitundin hún er að vinna alveg á fullu. Léttasta verkið er að skrifa sögurnar, aðdragandinn getur verið nokkrir dagar, vikur eða ár. Það er alveg eins og með fatastílinn, það er erfitt að útskýra það nákvæmlega en þetta er ákveðin þróun, að skoða, sjá og hafa áhuga á því sem er verið að bjóða. Svo smátt og smátt vinna úr þeim hugmyndum. Tíska og hönnun Tískutal Tengdar fréttir „Eitthvað sem mér finnst asnalegt í dag getur mér fundist geggjað á morgun“ Björn Ásgeir Guðmundsson er 23 ára hagfræðingur sem hefur mikinn áhuga á tísku og er óhræddur við að skína skært í fatavali. Hann er með mikið jakkablæti og sækir innblástur víða en segir móður sína vera eina mestu tískufyrirmyndina. Björn Ásgeir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 7. ágúst 2022 07:00 „Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01 „Einhverskonar birtingarmynd af því hver maður var eða vildi vera á þeim tíma“ Ída Pálsdóttir er tískuspegúlant með meiru sem segir tísku vera sitt uppáhalds listræna tjáningarform. Ída starfaði í fatabúð í tíu ár en er nú búsett í Kyoto, Japan ásamt eiginmanni sínum og barni og sækir mikinn tískuinnblástur í umhverfið þar. Ída Páls er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. júlí 2022 07:00 „Ekki láta fyrirfram ákveðna samfélags staðla ráða því hverju þú klæðist“ Ragnheiður Anna Róbertsdóttir er leiðsögukona, ferðaskipuleggjandi og mikil áhugakona um tísku sem hefur að eigin sögn alltaf verið mjög glysgjörn. Hún bíður ekki eftir tilefni til að nota fínar flíkur og er dugleg að láta gera við fötin sín frekar en að kaupa alltaf nýtt. Ragnheiður Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. júlí 2022 07:01 „Minntu mig á að flytja út í geim ef að 2012 tískan kemur aftur“ Ísak Emanúel Glad Róbertsson er lífskúnstner og tískuspégúlant sem hefur farið í gegnum hin ýmsu tísku tímabil. Hann sækir meðal annars innblástur í gamla búbónda og nettar gellur og er mikill jakka-kall. Ísak Emanúel er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. júlí 2022 07:00 „Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“ Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 3. júlí 2022 07:01 „Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01 „Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01 „Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Í fyrsta lagi fjölbreytileikinn og að hver og einn finni sinn stíl og sé snyrtilega klæddur. Það er hægt að vera flott klæddur án þess að vera í einhverri merkjavöru. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er alltaf erfitt að velja eitthvað sérstakt en ætli það sé nú ekki bara strágulu jakkafötin mín, klassískur stíll frá Bellini á Ítalíu. Ég keypti þessi föt í London líklegast fyrir um þrjátíu árum síðan. Þú sérð það að ég geng í fötum sem eru komin til ára sinna líka. Þetta er auðvitað sumarklæðnaður, efnið er létt og fínt, tasmania ull. Ármann Reynisson á glæsilegan og vel með farinn fataskáp.Dóra Júlía/Vísir Ef ég fer til suðurlanda þá get ég tekið þessi föt með ef maður þarf að klæða sig upp fyrir betri boð. En ég verð nú bara að viðurkenna það að ég sé varla íslenskan karlmann í svona jakkafötum. Þetta eru einu jakkafötin mín þar sem ég nota ekki slaufu því það er hneppt upp í hálsmál. Þau eru létt og manni líður óskaplega vel í þessum fötum. En ég get bara klætt mig í þau svona þrisvar sinnum á ári. Ég fer vel með föt og er með föt sem spanna 40 ára tímabil. Ármann með silkitrefil sem er honum kær.Dóra Júlía/Vísir Svo hef ég einhverja flottustu dömu saumakonu landsins sem lagar og lagfærir allt fyrir mig til að halda fötunum í besta lagi. Það er enginn önnur en Stefanía sem rekur Saumastofu Íslands og hún er nýbúin að fara í gegnum allan fataskápinn þannig það er allt í eins fullkomnu lagi og hugsast getur. Hluti af kostnaðinum er greiddur í vinjettu bókum. Ég fór líka með hluta af fatnaðinum til Bjargar - þetta er heilmikið mál að halda þessu í svona fínu formi. Kristinn Kristinsson í Björg sér um að hreinsa og pressa fötin og ég tek til svona einu sinni á ári. Góð efni þau jafna sig yfirleitt ef það koma einhverjar krumpur eða annað þegar þau eru vel upp hengd. Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég gef mér alltaf svona tuttugu mínútur þegar ég er að klæða mig upp. Dagsdaglega er ég í svona casual fötum og þá er ég nú ekki nema þrjár mínútur að velja mér klæðnað, en ég vel mér þó alltaf. Ég hef þann sið hvern einasta morgun að klæða mig eftir skapi, veðri, árstíma og hvað er framundan þann daginn. Og svo skipti ég um föt ef ég er að fara í síðdegis eða kvöldboð eða annað slíkt. Þetta er ákveðin þjálfun og fyrir mig er þetta hugarleikfimi. Málverk af Ármanni sem Ágúst Petersen málaði á sínum tíma en Ágúst málaði áru fólksins.Dóra Júlía/Vísir Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Létt klassískur herrastíll. View this post on Instagram A post shared by Snorri Asmundsson (@snorriasmundsson) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur breyst hægt og sígandi. Ég tek meira af litum til að mynda í slaufum, sokkum, skyrtum og jakkafötum. Það hafa orðið ákveðnar breytingar hjá mér frá einum áratugi til annars, sem betur fer. Maður má ekki staðna og ég er enn að breyta. Ég hugsa að ég geri það bara eins lengi og auðið er. Fyrir fimm árum síðan fór ég að ganga með hatt af algjörri tilviljun. Ég tók þann sið eftir föður mínum. Hann byrjaði að ganga með hatt um tvítugt og hann gekk með hatt í um 50 ár en ég ætlaði nú ekki að ganga með hatt. Alveg sama hvernig veður var þá var faðir minn alltaf með fína hatta, aldrei með vetrarhúfur eða annað slíkt. Ármann Reynisson ber hattana vel.Dóra Júlía/Vísir Ég keypti hatt í gamni í London fyrir um 30 árum síðan og hann var rykfallinn upp í skáp í áratugi. Alveg eins og þegar ég byrjaði að skrifa vinjetturnar þá helltist yfir mig eitthvað, ég var knúinn að fara upp í skáp, sækja hattinn, dusta rykið af honum og setja hann á mig því ég var að fara í óskaplega elegant síðsumarsboð. Ég gerði mér enga grein um hvað þetta myndi vekja mikla athygli. Það er svo sérkennilegt eftir þetta atvik fór ég að setja upp hattinn annað slagið, svo þegar ég var erlendis var ég alltaf að rekast á hattaverslanir sem fóru að bjóða tilboð tveir fyrir einn - ég hafði aldrei rekist á þetta áður. Ég sagði við mig: „Ármann minn þú verður að eiga úrval af höttum.“ Skinnhöttur Ármanns hefur nýst honum vel síðastliðna 35 vetur.Dóra Júlía/Vísir Í London, New York, París og Róm var alltaf að rekast á verslanir með höttum og þá sló ég til. Ég á hvorki meira né minna en fjórtán hatta í dag. Að vísu yfir veturinn þá geng ég alltaf með bjarnaskinns hött sem Eggert Feldskeri hannaði fyrir mig fyrir 36 árum síðan! Eftir að ferðamenn fóru að koma til landsins þá er ég stoppaður af þeim. Ekki nóg með það þá vísa ég alltaf á Eggert feldskera og hann hefur haft stórviðskipti af því. Rúsínan í pylsuendanum með skinnhöttinn minn er að hann hefur lent inn í tvær sögur hjá mér og líka lent á portrettverki af mér sem Hulda Vilhjálms málaði. Ég er búinn að ganga með hana í 35 vetur. Portrett mynd af Ármanni eftir Huldu Vilhálms þar sem skinnhötturinn fær að njóta sín.Dóra Júlía/Vísir Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fékk góða skólun í vali á fötum og litum hjá Báru bleiku Sigurjónsdóttur, líklegast einni af flottustu og best klæddu konum á Íslandi á 20. öld og fram yfir aldamót. The eyes have to travel er enskt máltæki, augun þurfa að ferðast. Þegar ég er á ferðalögum erlendis finnst mér alltaf ánægjulegt að ganga um götur borgarinnar og skoða í glugga verslana, svona window shopping, án þess að ég sé í innkaupaleiðangri. Einstaka sinnum þá sé ég auðvitað tískumyndir í dagblöðunum. Þannig að út frá þessu sjónræna þá myndast áhugi á einhverjum ákveðnum stíl, litum eða fatnaði. Það er svo sérkennilegt að í dag geng ég til að mynda stundum í fötum þar sem það getur verið þrjátíu ára munur á því hvenær ég keypti jakkann og skyrtuna, slaufuna eða skóna en samt smellpassar það saman og myndar eina heild. Það er það sem mér finnst svo ánægjulegt þegar ég er að klæða mig upp og raða saman, þá getur þetta verið frá þremur, fjórum mismunandi tímabilum. Vinjettubók Ármanns frá árinu 2020. Á kápunni klæðist Ármann einum af sínum uppáhalds jakkafötum. Myndin er tekin af Ara Magg. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Enga fjósamennsku. Halda mínum stíl hvað sem öðrum finnst, það er regla númer tvö. Í þriðja lagi þá veitir það vellíðan að klæða sig vel. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það hlýtur að vera uppáhalds flíkin mín, strágulu jakkafötin. Ég er í þessum fötum á portrett mynd ársins 2001 hjá Blaðaljósmyndafélagi Íslands. Og ég taldi mig djarfan að kaupa þessi föt fyrir um þrjátíu árum síðan. Þessi ljósmynd Gunnars Gunnarssonar af Ármanni Reynissyni var valin portrett mynd ársins árið 2001. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að hver og einn finni sinn eigin stíl. Það veitir líka ánægju, að leggja það á sig að finna sinn eigin stíl. Svo þróast þetta líka í undirmeðvitundinni. Það er alveg eins og með sögurnar mínar, undirmeðvitundin hún er að vinna alveg á fullu. Léttasta verkið er að skrifa sögurnar, aðdragandinn getur verið nokkrir dagar, vikur eða ár. Það er alveg eins og með fatastílinn, það er erfitt að útskýra það nákvæmlega en þetta er ákveðin þróun, að skoða, sjá og hafa áhuga á því sem er verið að bjóða. Svo smátt og smátt vinna úr þeim hugmyndum.
Tíska og hönnun Tískutal Tengdar fréttir „Eitthvað sem mér finnst asnalegt í dag getur mér fundist geggjað á morgun“ Björn Ásgeir Guðmundsson er 23 ára hagfræðingur sem hefur mikinn áhuga á tísku og er óhræddur við að skína skært í fatavali. Hann er með mikið jakkablæti og sækir innblástur víða en segir móður sína vera eina mestu tískufyrirmyndina. Björn Ásgeir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 7. ágúst 2022 07:00 „Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01 „Einhverskonar birtingarmynd af því hver maður var eða vildi vera á þeim tíma“ Ída Pálsdóttir er tískuspegúlant með meiru sem segir tísku vera sitt uppáhalds listræna tjáningarform. Ída starfaði í fatabúð í tíu ár en er nú búsett í Kyoto, Japan ásamt eiginmanni sínum og barni og sækir mikinn tískuinnblástur í umhverfið þar. Ída Páls er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. júlí 2022 07:00 „Ekki láta fyrirfram ákveðna samfélags staðla ráða því hverju þú klæðist“ Ragnheiður Anna Róbertsdóttir er leiðsögukona, ferðaskipuleggjandi og mikil áhugakona um tísku sem hefur að eigin sögn alltaf verið mjög glysgjörn. Hún bíður ekki eftir tilefni til að nota fínar flíkur og er dugleg að láta gera við fötin sín frekar en að kaupa alltaf nýtt. Ragnheiður Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. júlí 2022 07:01 „Minntu mig á að flytja út í geim ef að 2012 tískan kemur aftur“ Ísak Emanúel Glad Róbertsson er lífskúnstner og tískuspégúlant sem hefur farið í gegnum hin ýmsu tísku tímabil. Hann sækir meðal annars innblástur í gamla búbónda og nettar gellur og er mikill jakka-kall. Ísak Emanúel er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. júlí 2022 07:00 „Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“ Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 3. júlí 2022 07:01 „Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01 „Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01 „Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Eitthvað sem mér finnst asnalegt í dag getur mér fundist geggjað á morgun“ Björn Ásgeir Guðmundsson er 23 ára hagfræðingur sem hefur mikinn áhuga á tísku og er óhræddur við að skína skært í fatavali. Hann er með mikið jakkablæti og sækir innblástur víða en segir móður sína vera eina mestu tískufyrirmyndina. Björn Ásgeir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 7. ágúst 2022 07:00
„Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01
„Einhverskonar birtingarmynd af því hver maður var eða vildi vera á þeim tíma“ Ída Pálsdóttir er tískuspegúlant með meiru sem segir tísku vera sitt uppáhalds listræna tjáningarform. Ída starfaði í fatabúð í tíu ár en er nú búsett í Kyoto, Japan ásamt eiginmanni sínum og barni og sækir mikinn tískuinnblástur í umhverfið þar. Ída Páls er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. júlí 2022 07:00
„Ekki láta fyrirfram ákveðna samfélags staðla ráða því hverju þú klæðist“ Ragnheiður Anna Róbertsdóttir er leiðsögukona, ferðaskipuleggjandi og mikil áhugakona um tísku sem hefur að eigin sögn alltaf verið mjög glysgjörn. Hún bíður ekki eftir tilefni til að nota fínar flíkur og er dugleg að láta gera við fötin sín frekar en að kaupa alltaf nýtt. Ragnheiður Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. júlí 2022 07:01
„Minntu mig á að flytja út í geim ef að 2012 tískan kemur aftur“ Ísak Emanúel Glad Róbertsson er lífskúnstner og tískuspégúlant sem hefur farið í gegnum hin ýmsu tísku tímabil. Hann sækir meðal annars innblástur í gamla búbónda og nettar gellur og er mikill jakka-kall. Ísak Emanúel er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. júlí 2022 07:00
„Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“ Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 3. júlí 2022 07:01
„Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01
„Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01
„Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01