Lilja skákar Katrínu og Bjarna Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 13:11 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir voru bæði tekjulægri á síðasta ári en Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“. Lilja var með 2.808.000 krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag en Katrín var með 2.782.000 krónur og Bjarni með 2.522.000 krónur. Því er Lilja tekjuhæst í ríkisstjórninni. Ekki langt á eftir koma Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, með 2.500.000 krónur, Sigurður Ingi Jóhannsson með 2.427.000 krónur og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 2.409.000 krónur. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var með 2.395.000 krónur á mánuði en hann hætti í ríkisstjórn og á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Þeir óbreyttu þingmenn, sem sagt þeir sem ekki gegndu ráðherrastöðu á síðasta ári, með hæstu tekjurnar voru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 2.038.000 krónur, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með 1.957.000 krónur, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, með 1.953.000 krónur og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 1.852.000 krónur á mánuði. Þrír tekjuhæstu úr hverjum flokki Hér fyrir neðan má sjá þá þrjá úr hverjum flokki sem voru tekjuhæstir á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Allar tölur eru í krónum taldar. Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 2.522.000 Guðlaugur Þór Þórðarson 2.500.000 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 2.221.000 Framsóknarflokkurinn Lilja Alfreðsdóttir 2.808.000 Sigurður Ingi Jóhannsson 2.427.000 Ásmundur Einar Daðason 2.098.000 Vinstri grænir Katrín Jakobsdóttir 2.782.000 Svandís Svavarsdóttir 2.409.000 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 2.309.000 Samfylkingin Logi Einarsson, 1.957.000 Kristrún Frostadóttir 1.445.000 Ágúst Ólafur Ágústsson 1.343.000 Píratar Björn Leví Gunnarsson 1.373.000 Jón Þór Ólafsson 1.315.000 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.299.000 Flokkur fólksins Inga Sæland Ástvaldsdóttir 1.850.000 Jakob Frímann Magnússon 1.275.000 Einungis tveir þingmenn Flokks fólksins eru í blaðinu. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.852.000 Bergþór Ólason 1.346.000 Gunnar Bragi Sveinsson 1.315.000 Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.790.000 Hanna Katrín Friðriksson 1.375.000 Jón Steindór Valdimarsson 1.270.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tekjur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Lilja var með 2.808.000 krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag en Katrín var með 2.782.000 krónur og Bjarni með 2.522.000 krónur. Því er Lilja tekjuhæst í ríkisstjórninni. Ekki langt á eftir koma Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, með 2.500.000 krónur, Sigurður Ingi Jóhannsson með 2.427.000 krónur og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 2.409.000 krónur. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var með 2.395.000 krónur á mánuði en hann hætti í ríkisstjórn og á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Þeir óbreyttu þingmenn, sem sagt þeir sem ekki gegndu ráðherrastöðu á síðasta ári, með hæstu tekjurnar voru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 2.038.000 krónur, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með 1.957.000 krónur, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, með 1.953.000 krónur og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 1.852.000 krónur á mánuði. Þrír tekjuhæstu úr hverjum flokki Hér fyrir neðan má sjá þá þrjá úr hverjum flokki sem voru tekjuhæstir á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Allar tölur eru í krónum taldar. Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 2.522.000 Guðlaugur Þór Þórðarson 2.500.000 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 2.221.000 Framsóknarflokkurinn Lilja Alfreðsdóttir 2.808.000 Sigurður Ingi Jóhannsson 2.427.000 Ásmundur Einar Daðason 2.098.000 Vinstri grænir Katrín Jakobsdóttir 2.782.000 Svandís Svavarsdóttir 2.409.000 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 2.309.000 Samfylkingin Logi Einarsson, 1.957.000 Kristrún Frostadóttir 1.445.000 Ágúst Ólafur Ágústsson 1.343.000 Píratar Björn Leví Gunnarsson 1.373.000 Jón Þór Ólafsson 1.315.000 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.299.000 Flokkur fólksins Inga Sæland Ástvaldsdóttir 1.850.000 Jakob Frímann Magnússon 1.275.000 Einungis tveir þingmenn Flokks fólksins eru í blaðinu. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.852.000 Bergþór Ólason 1.346.000 Gunnar Bragi Sveinsson 1.315.000 Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.790.000 Hanna Katrín Friðriksson 1.375.000 Jón Steindór Valdimarsson 1.270.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tekjur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira